Hannes Hólmsteinn er einhvers konar styrkjasnillingur Jakob Bjarnar skrifar 6. mars 2019 10:30 Hannes Hólmsteinn fékk styrk frá SI, SA og LÍU til eins og sama verkefnisins. Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands virðist vera sérlega útsjónarsamur þegar styrkir eru annars vegar. Hann er með allar klær úti ef marka má frásögn sem finna má í nýrri bók Helga Magnússonar, Lífið í lit, sem Björn Jón Bragason skráði. Og á einum tíma fékk hann þrjá til að styrkja eitt og sama verkefnið, sem vitað er um; verkefni sem virðist þó aldrei hafa náð lengra en á teikniborð Hannesar. Vísir hefur áður gluggað í bókina en hún er mikil uppspretta sagna um menn sem hafa verið áberandi í samfélaginu undanfarna áratugina. Hér á eftir fer bútur úr bókinni, með góðfúslegu leyfi útgefanda. Millifyrirsagnir eru Vísis.Stöðug sókn í styrki Mikið var sótt að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins um að styðja við alls konar verkefni og starfsemi enda eru samtökin fjársterk. Við lögðum þó þunga áherslu á að styðja ekki annað en það sem við töldum að væri til þess fallið að efla atvinnulífið með einum eða öðrum hætti. Að sjálfsögðu kom ekki til greina að styðja stjórnmálaflokka, stjórnmálamenn eða framboð. Aðildarsamtök SA voru ekki sammála um afstöðu til ESB og evru, þó svo að Samtök iðnaðarins hefðu þar skýra stefnu. Ég tel fullvíst að sjávarútvegurinn hafi stutt við Heimsýn, félag Evrópuandstæðinga (alla vega gerðu Bændasamtökin það og þar hafði Heimsýn aðstöðu um tíma). Samtök iðnaðarins studdu Já, Ísland sem aðhylltist samstarf við Evrópusambandið. SA styrkti hvorug samtökin. Styrkjasnilli Hannesar Hólmsteinn Einum manni tókst þó að leika á okkur og sýndi með því „snilli“ sína. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, kom til fundar við okkur Orra Hauksson, framkvæmdastjóra SI, og kynnti fyrir okkur verkefni sem hann nefndi „Græna hagkerfið“. Það snerist um að gera stutta kvikmynd um umhverfisvæna atvinnustarfsemi á Íslandi. Í fljótu bragði virtist þetta hafa yfir sér jákvæðan svip fyrir atvinnulífið þannig að við Orri féllumst á að SI styddi þessa framkvæmd um eina milljón króna. Nokkrum dögum síðar sat ég fund í framkvæmdastjórn SA. Þá segir Vilhjálmur Egilsson okkur frá því að hann hafi fallist á að styðja verkefni Hannesar Hólmsteins um eina milljón króna. Ég hrökk þá við og sagði að hann hefði fengið eina milljón frá Samtökum iðnaðarins og ég hefði haldið að það væri nægilegt. Þá hrópaði Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ: „Andskotinn, hann kom líka við hjá okkur og náði milljón af LÍÚ með sleipri sölumennsku!“ Ég hef engar spurnir haft af þessari fyrirhuguðu kvikmynd.(Bútur úr Lífinu í lit, bls. 441–442). Bókmenntir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Hannes Hólmsteinn Gissurarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands virðist vera sérlega útsjónarsamur þegar styrkir eru annars vegar. Hann er með allar klær úti ef marka má frásögn sem finna má í nýrri bók Helga Magnússonar, Lífið í lit, sem Björn Jón Bragason skráði. Og á einum tíma fékk hann þrjá til að styrkja eitt og sama verkefnið, sem vitað er um; verkefni sem virðist þó aldrei hafa náð lengra en á teikniborð Hannesar. Vísir hefur áður gluggað í bókina en hún er mikil uppspretta sagna um menn sem hafa verið áberandi í samfélaginu undanfarna áratugina. Hér á eftir fer bútur úr bókinni, með góðfúslegu leyfi útgefanda. Millifyrirsagnir eru Vísis.Stöðug sókn í styrki Mikið var sótt að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins um að styðja við alls konar verkefni og starfsemi enda eru samtökin fjársterk. Við lögðum þó þunga áherslu á að styðja ekki annað en það sem við töldum að væri til þess fallið að efla atvinnulífið með einum eða öðrum hætti. Að sjálfsögðu kom ekki til greina að styðja stjórnmálaflokka, stjórnmálamenn eða framboð. Aðildarsamtök SA voru ekki sammála um afstöðu til ESB og evru, þó svo að Samtök iðnaðarins hefðu þar skýra stefnu. Ég tel fullvíst að sjávarútvegurinn hafi stutt við Heimsýn, félag Evrópuandstæðinga (alla vega gerðu Bændasamtökin það og þar hafði Heimsýn aðstöðu um tíma). Samtök iðnaðarins studdu Já, Ísland sem aðhylltist samstarf við Evrópusambandið. SA styrkti hvorug samtökin. Styrkjasnilli Hannesar Hólmsteinn Einum manni tókst þó að leika á okkur og sýndi með því „snilli“ sína. Hannes Hólmsteinn Gissurarson, stjórnmálafræðiprófessor, kom til fundar við okkur Orra Hauksson, framkvæmdastjóra SI, og kynnti fyrir okkur verkefni sem hann nefndi „Græna hagkerfið“. Það snerist um að gera stutta kvikmynd um umhverfisvæna atvinnustarfsemi á Íslandi. Í fljótu bragði virtist þetta hafa yfir sér jákvæðan svip fyrir atvinnulífið þannig að við Orri féllumst á að SI styddi þessa framkvæmd um eina milljón króna. Nokkrum dögum síðar sat ég fund í framkvæmdastjórn SA. Þá segir Vilhjálmur Egilsson okkur frá því að hann hafi fallist á að styðja verkefni Hannesar Hólmsteins um eina milljón króna. Ég hrökk þá við og sagði að hann hefði fengið eina milljón frá Samtökum iðnaðarins og ég hefði haldið að það væri nægilegt. Þá hrópaði Friðrik Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ: „Andskotinn, hann kom líka við hjá okkur og náði milljón af LÍÚ með sleipri sölumennsku!“ Ég hef engar spurnir haft af þessari fyrirhuguðu kvikmynd.(Bútur úr Lífinu í lit, bls. 441–442).
Bókmenntir Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Davíð taldi Bjarna áhugasamari um laxveiði en stjórnun landsins Helgi Magnússon vorkennir Sjálfstæðismönnum að sitja uppi með Steingrím J. Sigfússon. 25. febrúar 2019 11:29