Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2019 08:15 Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun áður en aðalmeðferðin hófst. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma en í flugvélinni voru tveir lögreglumenn sem áttu að fylgja hælisleitandanum Eze Okafor úr landi. Konurnar reyndu að sporna gegn því með því að fá aðra farþega í lið með sér til þess að koma í veg fyrir að flugvélin gæti farið af stað. „Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr landi til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ sagði önnur konan við aðra farþega líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Voru þær fjarlægðar úr vélinni og handteknar. Flugstjóri vélarinnar sagði lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni.Konurnar voru ákærðar fyrir að hafa staðið upp, hrópað og kallað yfir farþega og flugverja að lögregla væri að flytja mann, Okafor, ólöglega úr landi og hvatt aðra farþega til að standa upp og hlýða ekki fyrirmælum flugverja, í þeim tilgangi að tefja flugtak vélarinnar þannig að hann yrði færður úr flugvélinni áður en til flugtaks kæmi.Konurnar reyndu að fá aðra farþega í lið með sér, án árangurs.Mynd/SamsettRaskað öryggi flugvélarinnar Með háttsemi sinni hafi þær reynt að tálma því að lögreglumennirnir sem fylgdu Okafor gætu gegnt störfum sínum auk þess sem þær eru sagðar hafa raskað öryggi flugvélarinnar. Samkvæmt almenningum hegningarlögum er refsing við fyrra brotinu allt að tveggja ára fangelsi en því seinna allt að fimm ára fangelsi eða sektum samkvæmt lögum um loftferðir.Sambærilegt mál fór fyrir dómstóla í Svíþjóð fyrr á árinu. Hin 21 árs gamla Elin Ersson hafði verið ákærð fyrir að reyna að tefja flug Turkish Airlines frá Gautaborg til Istanbúl, en um borð voru tveir hælisleitendur sem vísa átti frá landi. Var hún dæmd fyrir að brjóta flugöryggisreglugerð og þurfti hún að greiða þrjú þúsund sænskar krónur í sekt, um 40 þúsund krónur.Saka rannsakendur um leiðandi spurningar Verjendur kvennanna tveggja, þeirra Jórunnar Eddu Helgadóttur og Ragnheiðar Freyju Kristínardóttur, hafa gagnrýnt að vitni hafi verið spurð leiðandi spurninga við rannsókn málsins. Frá þessu greindi Stundin í gær en fjórar flugfreyjur og þrír flugmenn koma fyrir dóminn í dag til að bera vitni um það sem fram fór í flugvélinni. Þá gagnrýna lögmennirnir, þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Páll Bergþórsson, að hafa ekki fengið endurrit af upptökum af skýrslutökum yfir vitnum málsins eins og venja sé. Þau hafi þurft að fara á skrifstofu héraðssaksóknara í Skúlagötu til þess. Páll gagnrýnir það sem hann kallar leiðandi spurningar varðandi það hvort konurnar hafi raskað öryggi vélarinnar.Fyrirsögn fréttarinnar var lagfærð. Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Icelandair Tengdar fréttir Ákærðar fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins. 29. október 2018 14:50 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Sjá meira
Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma en í flugvélinni voru tveir lögreglumenn sem áttu að fylgja hælisleitandanum Eze Okafor úr landi. Konurnar reyndu að sporna gegn því með því að fá aðra farþega í lið með sér til þess að koma í veg fyrir að flugvélin gæti farið af stað. „Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr landi til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ sagði önnur konan við aðra farþega líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Voru þær fjarlægðar úr vélinni og handteknar. Flugstjóri vélarinnar sagði lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni.Konurnar voru ákærðar fyrir að hafa staðið upp, hrópað og kallað yfir farþega og flugverja að lögregla væri að flytja mann, Okafor, ólöglega úr landi og hvatt aðra farþega til að standa upp og hlýða ekki fyrirmælum flugverja, í þeim tilgangi að tefja flugtak vélarinnar þannig að hann yrði færður úr flugvélinni áður en til flugtaks kæmi.Konurnar reyndu að fá aðra farþega í lið með sér, án árangurs.Mynd/SamsettRaskað öryggi flugvélarinnar Með háttsemi sinni hafi þær reynt að tálma því að lögreglumennirnir sem fylgdu Okafor gætu gegnt störfum sínum auk þess sem þær eru sagðar hafa raskað öryggi flugvélarinnar. Samkvæmt almenningum hegningarlögum er refsing við fyrra brotinu allt að tveggja ára fangelsi en því seinna allt að fimm ára fangelsi eða sektum samkvæmt lögum um loftferðir.Sambærilegt mál fór fyrir dómstóla í Svíþjóð fyrr á árinu. Hin 21 árs gamla Elin Ersson hafði verið ákærð fyrir að reyna að tefja flug Turkish Airlines frá Gautaborg til Istanbúl, en um borð voru tveir hælisleitendur sem vísa átti frá landi. Var hún dæmd fyrir að brjóta flugöryggisreglugerð og þurfti hún að greiða þrjú þúsund sænskar krónur í sekt, um 40 þúsund krónur.Saka rannsakendur um leiðandi spurningar Verjendur kvennanna tveggja, þeirra Jórunnar Eddu Helgadóttur og Ragnheiðar Freyju Kristínardóttur, hafa gagnrýnt að vitni hafi verið spurð leiðandi spurninga við rannsókn málsins. Frá þessu greindi Stundin í gær en fjórar flugfreyjur og þrír flugmenn koma fyrir dóminn í dag til að bera vitni um það sem fram fór í flugvélinni. Þá gagnrýna lögmennirnir, þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Páll Bergþórsson, að hafa ekki fengið endurrit af upptökum af skýrslutökum yfir vitnum málsins eins og venja sé. Þau hafi þurft að fara á skrifstofu héraðssaksóknara í Skúlagötu til þess. Páll gagnrýnir það sem hann kallar leiðandi spurningar varðandi það hvort konurnar hafi raskað öryggi vélarinnar.Fyrirsögn fréttarinnar var lagfærð.
Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Icelandair Tengdar fréttir Ákærðar fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins. 29. október 2018 14:50 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Sjá meira
Ákærðar fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins. 29. október 2018 14:50
Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13