Mál tveggja kvenna sem reyndu að stöðva brottvísun tekið fyrir í dag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 6. mars 2019 08:15 Ragnheiður Freyja Kristínardóttir og Jórunn Edda Helgadóttir í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun áður en aðalmeðferðin hófst. Vísir/Vilhelm Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma en í flugvélinni voru tveir lögreglumenn sem áttu að fylgja hælisleitandanum Eze Okafor úr landi. Konurnar reyndu að sporna gegn því með því að fá aðra farþega í lið með sér til þess að koma í veg fyrir að flugvélin gæti farið af stað. „Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr landi til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ sagði önnur konan við aðra farþega líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Voru þær fjarlægðar úr vélinni og handteknar. Flugstjóri vélarinnar sagði lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni.Konurnar voru ákærðar fyrir að hafa staðið upp, hrópað og kallað yfir farþega og flugverja að lögregla væri að flytja mann, Okafor, ólöglega úr landi og hvatt aðra farþega til að standa upp og hlýða ekki fyrirmælum flugverja, í þeim tilgangi að tefja flugtak vélarinnar þannig að hann yrði færður úr flugvélinni áður en til flugtaks kæmi.Konurnar reyndu að fá aðra farþega í lið með sér, án árangurs.Mynd/SamsettRaskað öryggi flugvélarinnar Með háttsemi sinni hafi þær reynt að tálma því að lögreglumennirnir sem fylgdu Okafor gætu gegnt störfum sínum auk þess sem þær eru sagðar hafa raskað öryggi flugvélarinnar. Samkvæmt almenningum hegningarlögum er refsing við fyrra brotinu allt að tveggja ára fangelsi en því seinna allt að fimm ára fangelsi eða sektum samkvæmt lögum um loftferðir.Sambærilegt mál fór fyrir dómstóla í Svíþjóð fyrr á árinu. Hin 21 árs gamla Elin Ersson hafði verið ákærð fyrir að reyna að tefja flug Turkish Airlines frá Gautaborg til Istanbúl, en um borð voru tveir hælisleitendur sem vísa átti frá landi. Var hún dæmd fyrir að brjóta flugöryggisreglugerð og þurfti hún að greiða þrjú þúsund sænskar krónur í sekt, um 40 þúsund krónur.Saka rannsakendur um leiðandi spurningar Verjendur kvennanna tveggja, þeirra Jórunnar Eddu Helgadóttur og Ragnheiðar Freyju Kristínardóttur, hafa gagnrýnt að vitni hafi verið spurð leiðandi spurninga við rannsókn málsins. Frá þessu greindi Stundin í gær en fjórar flugfreyjur og þrír flugmenn koma fyrir dóminn í dag til að bera vitni um það sem fram fór í flugvélinni. Þá gagnrýna lögmennirnir, þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Páll Bergþórsson, að hafa ekki fengið endurrit af upptökum af skýrslutökum yfir vitnum málsins eins og venja sé. Þau hafi þurft að fara á skrifstofu héraðssaksóknara í Skúlagötu til þess. Páll gagnrýnir það sem hann kallar leiðandi spurningar varðandi það hvort konurnar hafi raskað öryggi vélarinnar.Fyrirsögn fréttarinnar var lagfærð. Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Icelandair Tengdar fréttir Ákærðar fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins. 29. október 2018 14:50 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Aðalmeðferð í máli gegn tveimur konum sem reyndu að koma í veg fyrir brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hefst í dag í Héraðsdómi Reykjavíkur.Málið vakti töluverða athygli á sínum tíma en í flugvélinni voru tveir lögreglumenn sem áttu að fylgja hælisleitandanum Eze Okafor úr landi. Konurnar reyndu að sporna gegn því með því að fá aðra farþega í lið með sér til þess að koma í veg fyrir að flugvélin gæti farið af stað. „Ef þið standið öll upp þá fer flugvélin ekki. Það er verið að flytja mann ólöglega úr landi til Nígeríu. Hann situr hér í vélinni og ef þið standið öll upp getur vélin ekki farið,“ sagði önnur konan við aðra farþega líkt og Vísir greindi frá á sínum tíma. Voru þær fjarlægðar úr vélinni og handteknar. Flugstjóri vélarinnar sagði lögreglumönnum að hann myndi ekki leggja af stað fyrr en að gengið væri úr skugga um að fleiri mótmælendur væru ekki í vélinni.Konurnar voru ákærðar fyrir að hafa staðið upp, hrópað og kallað yfir farþega og flugverja að lögregla væri að flytja mann, Okafor, ólöglega úr landi og hvatt aðra farþega til að standa upp og hlýða ekki fyrirmælum flugverja, í þeim tilgangi að tefja flugtak vélarinnar þannig að hann yrði færður úr flugvélinni áður en til flugtaks kæmi.Konurnar reyndu að fá aðra farþega í lið með sér, án árangurs.Mynd/SamsettRaskað öryggi flugvélarinnar Með háttsemi sinni hafi þær reynt að tálma því að lögreglumennirnir sem fylgdu Okafor gætu gegnt störfum sínum auk þess sem þær eru sagðar hafa raskað öryggi flugvélarinnar. Samkvæmt almenningum hegningarlögum er refsing við fyrra brotinu allt að tveggja ára fangelsi en því seinna allt að fimm ára fangelsi eða sektum samkvæmt lögum um loftferðir.Sambærilegt mál fór fyrir dómstóla í Svíþjóð fyrr á árinu. Hin 21 árs gamla Elin Ersson hafði verið ákærð fyrir að reyna að tefja flug Turkish Airlines frá Gautaborg til Istanbúl, en um borð voru tveir hælisleitendur sem vísa átti frá landi. Var hún dæmd fyrir að brjóta flugöryggisreglugerð og þurfti hún að greiða þrjú þúsund sænskar krónur í sekt, um 40 þúsund krónur.Saka rannsakendur um leiðandi spurningar Verjendur kvennanna tveggja, þeirra Jórunnar Eddu Helgadóttur og Ragnheiðar Freyju Kristínardóttur, hafa gagnrýnt að vitni hafi verið spurð leiðandi spurninga við rannsókn málsins. Frá þessu greindi Stundin í gær en fjórar flugfreyjur og þrír flugmenn koma fyrir dóminn í dag til að bera vitni um það sem fram fór í flugvélinni. Þá gagnrýna lögmennirnir, þau Auður Tinna Aðalbjarnardóttir og Páll Bergþórsson, að hafa ekki fengið endurrit af upptökum af skýrslutökum yfir vitnum málsins eins og venja sé. Þau hafi þurft að fara á skrifstofu héraðssaksóknara í Skúlagötu til þess. Páll gagnrýnir það sem hann kallar leiðandi spurningar varðandi það hvort konurnar hafi raskað öryggi vélarinnar.Fyrirsögn fréttarinnar var lagfærð.
Dómsmál Flóttafólk á Íslandi Hælisleitendur Icelandair Tengdar fréttir Ákærðar fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins. 29. október 2018 14:50 Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13 Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Áslaug ætlar í formanninn Fimmtánfalda sekt fyrir vopnaburð á almannafæri Mikill viðbúnaður vegna skotvopns og fyrsti formannsframbjóðandinn Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Sjókvíaeldi og hugsanlegt framboð Guðlaugs Þórs á Sprengisandi Byssumaður farinn af vettvangi þegar lögreglan kom Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Vesturbæjarlaug lokað tímabundið vegna netbilunar Geitabóndi hannaði sitt eigið geitavesti „Þetta er einhver samfélagsmiðlasýki“ Minntust Ásgeirs á Lífskviðunni Enginn megi vera krýndur formaður Þingmenn búast við formannsslag og Lífskviða Ásgeirs Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Segist ekki muna eftir atburðunum Þyrlan sótti veikan skipverja Sjá meira
Ákærðar fyrir mótmæli um borð í vél Icelandair Tvær konur sem reyndu að koma í veg fyrir að brottvísun hælisleitanda með því að reyna að stöðva brottför flugvélar Icelandair þann 26. maí 2016 hafa verið ákærðar af héraðssaksóknara vegna málsins. 29. október 2018 14:50
Meðlimir No Borders handteknir fyrir að tefja brottför vélar Icelandair: "Þetta er tækifæri til að sýna að við erum manneskjur“ Tvær konur voru handteknar fyrir að reyna að koma í veg fyrir för Icelandair til Stokkhólms í dag í mótmælaskyni vegna málefna hælisleitenda. 26. maí 2016 10:13
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent