Stífla ógnar tilvist órangútanategundar Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 6. mars 2019 08:00 Wahli-liðar hafa mótmælt stíflunni fyrirhuguðu harðlega. Nordicphotos/AFP Tapanuli-órangútanar, sú tegund órangútana sem er í einna mestri útrýmingarhættu, eiga nú dauðann vísan eftir að indónesískur dómstóll úrskurðaði fyrirhugaða byggingu stíflu í Batang Toru-skógi á indónesísku eynni Súmötru löglega. Þetta hafði BBC eftir indónesískum dýraverndunarsinnum í gær. Talið er að einungis 800 tapanuli-órangútanar séu eftir í heiminum. Allir búsettir á þessu sama svæði. Tapanuli-órangútanar voru ekki skilgreindir sem sérstök tegund fyrr en árið 2017 en samkvæmt sérfræðingi við réttarhöldin þýðir bygging stíflunnar nær örugglega útrýmingu tegundarinnar. Að auki búa til dæmis súmötrutígrisdýr og gibbonapar í skóginum. Dagblaðið Jakarta Post hefur greint frá því að kínverska ríkisfyrirtækið Sinohydro muni reisa stífluna og kínverski ríkisbankinn Zhongguó Yínháng er einn af þeim alþjóðlegu bönkum sem fjármagna verkefnið. Stíflan á að sjá íbúum og fyrirtækjum í Norður-Súmötrufylki fyrir rafmagni og er stefnt að því að ljúka byggingu hennar árið 2022. Umhverfisverndarsamtökin Wahli höfðu kært byggingu stíflunnar en eins og áður segir var verkefnið metið löglegt. Wahli ætlar að áfrýja úrskurðinum og hefur kallað eftir því að Kínverjar hætti við að fjármagna verkefnið. BBC hafði eftir Serge Wich, sérfræðingi í verndun prímata, að hann væri steinhissa á því að verkefni sem þetta væri yfirhöfuð á dagskrá. „Þau ætla að byggja stífluna á þeim stað sem flestir órangútanar búa í skóginum. Þetta er versta mögulega staðsetning,“ sagði hann. Birtist í Fréttablaðinu Dýr Indónesía Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Tapanuli-órangútanar, sú tegund órangútana sem er í einna mestri útrýmingarhættu, eiga nú dauðann vísan eftir að indónesískur dómstóll úrskurðaði fyrirhugaða byggingu stíflu í Batang Toru-skógi á indónesísku eynni Súmötru löglega. Þetta hafði BBC eftir indónesískum dýraverndunarsinnum í gær. Talið er að einungis 800 tapanuli-órangútanar séu eftir í heiminum. Allir búsettir á þessu sama svæði. Tapanuli-órangútanar voru ekki skilgreindir sem sérstök tegund fyrr en árið 2017 en samkvæmt sérfræðingi við réttarhöldin þýðir bygging stíflunnar nær örugglega útrýmingu tegundarinnar. Að auki búa til dæmis súmötrutígrisdýr og gibbonapar í skóginum. Dagblaðið Jakarta Post hefur greint frá því að kínverska ríkisfyrirtækið Sinohydro muni reisa stífluna og kínverski ríkisbankinn Zhongguó Yínháng er einn af þeim alþjóðlegu bönkum sem fjármagna verkefnið. Stíflan á að sjá íbúum og fyrirtækjum í Norður-Súmötrufylki fyrir rafmagni og er stefnt að því að ljúka byggingu hennar árið 2022. Umhverfisverndarsamtökin Wahli höfðu kært byggingu stíflunnar en eins og áður segir var verkefnið metið löglegt. Wahli ætlar að áfrýja úrskurðinum og hefur kallað eftir því að Kínverjar hætti við að fjármagna verkefnið. BBC hafði eftir Serge Wich, sérfræðingi í verndun prímata, að hann væri steinhissa á því að verkefni sem þetta væri yfirhöfuð á dagskrá. „Þau ætla að byggja stífluna á þeim stað sem flestir órangútanar búa í skóginum. Þetta er versta mögulega staðsetning,“ sagði hann.
Birtist í Fréttablaðinu Dýr Indónesía Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Segir alla íbúa Grænlands vilja undir Bandaríkin Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Sækist eftir sjöunda kjörtímabilinu Ísraelsmenn saka Hamas um brot á samkomulaginu Birta bráðabirgðaskýrslu vegna slyssins Sleppa fjórum gíslum gegn tvö hundruð föngum Tilnefning Hegseth staðfest með naumum meirihluta Einn látinn og nokkur hundruð þúsund heimili án rafmagns Marilyn Manson verður ekki ákærður Lýsir yfir neyðarástandi vegna átaka í Kólumbíu Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Eldhaf við stóra olíuvinnslu í Rússlandi Af hverju er Trump reiður út í Panama? Greiddi konu sjö milljónir vegna ásakana Rauðar viðvaranir vegna Éowyn Merz boðar hertar aðgerðir í innflytjendamálum Írar undirbúa sig fyrir mesta óveður í manna minnum Lögbann sett á tilskipun Trumps Mikið reiðarslag fyrir réttindi bandarískra borgara 52 ár fyrir Southport-morðin Með áhyggjur af stöðu hagkerfisins Vara við hvirfilbyljum á Bretlandseyjum Ætla að senda tíu þúsund hermenn að landamærunum Fleiri Kimdátar væntanlegir í Kúrsk: „Það er bara áfram og áfram“ Sólarorka atkvæðameiri en kolabrennsla árið 2024 Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Fulltrúi Ísraels í Eurovision lifði af hryðjuverkaárásirnar sjöunda október Enn einn gróðureldurinn ógnar Los Angeles Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent