Segja Arion banka verða að sýna meiri ráðdeild Kristinn Ingi Jónsson skrifar 6. mars 2019 07:30 Afkoma Arion banka var undir væntingum í fyrra. Fréttablaðið/Eyþór Það er engin tilviljun að verð Arion banka sé um 60 prósent af verði norrænna banka. Bankinn þarf nauðsynlega að sýna að hann sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni. Þetta er mat greinenda ráðgjafarfyrirtækisins Capacent sem gáfu fyrr í vikunni út nýja verðmatsskýrslu um Arion banka. Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. Til samanburðar stóð gengið í 73,8 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að launakostnaður bankans megi ekki vera mikið hærri en þjónustutekjur ef bankinn eigi að vera samkeppnishæfur og geta boðið samkeppnishæf vaxtakjör. Mikill munur á milli launatekna og þjónustutekna Arion banka dragi úr arðsemi og verðmæti bankans. Fram kemur í verðmatinu að laun og launatengd gjöld hafi aukist um 7,3 prósent á hvert stöðugildi í móðurfélagi Arion banka í fyrra á meðan þjónustutekjur á hvert stöðugildi hafi aðeins aukist um 2,5 prósent. Voru laun og launatengd gjöld bankans 20 prósentum hærri en þjónustutekjur í fyrra en 15 prósentum hærri árið 2017, að sögn greinenda Capacent. „Arion banki þarf að sýna meiri ráðdeild og sýna að bankinn sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni,“ segir í verðmatinu. Þá er bent á að vaxtatekjur bankans hafi verið undir væntingum Capacent og þegar kafað sé ofan í uppgjör hans komi í ljós að afkoma fyrirtækjasviðs hafi lengi verið ófullnægjandi eða allt frá árinu 2014. Ljóst sé að áhætta hafi verið vanmetin og álag á fyrirtækjalán fulllágt. Greinendurnir benda einnig á að blikur séu á lofti í flugrekstri og samkvæmt framkvæmdastjórum bankans sé bókfærð útlánaáhætta hans vegna slíks rekstrar um fjórir milljarðar króna. Að mati greinenda Capacent eru hins vegar merki um að grunnrekstur Arion banka hafi verið að styrkjast. Það vegi á móti lægri vaxtamun. Raunar hafi grunnreksturinn verið mjög svipaður árið 2018 og árið 2017 þó svo að hagnaðartölur bankans beri það ekki með sér. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Það er engin tilviljun að verð Arion banka sé um 60 prósent af verði norrænna banka. Bankinn þarf nauðsynlega að sýna að hann sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni. Þetta er mat greinenda ráðgjafarfyrirtækisins Capacent sem gáfu fyrr í vikunni út nýja verðmatsskýrslu um Arion banka. Sérfræðingar Capacent hafa lækkað verðmat sitt á bankanum um 4,5 prósent frá því í nóvember í fyrra og meta nú gengi hlutabréfa hans á 85 krónur á hlut. Til samanburðar stóð gengið í 73,8 krónum á hlut eftir lokun markaða í gær. Í verðmatinu, sem Markaðurinn hefur undir höndum, er bent á að launakostnaður bankans megi ekki vera mikið hærri en þjónustutekjur ef bankinn eigi að vera samkeppnishæfur og geta boðið samkeppnishæf vaxtakjör. Mikill munur á milli launatekna og þjónustutekna Arion banka dragi úr arðsemi og verðmæti bankans. Fram kemur í verðmatinu að laun og launatengd gjöld hafi aukist um 7,3 prósent á hvert stöðugildi í móðurfélagi Arion banka í fyrra á meðan þjónustutekjur á hvert stöðugildi hafi aðeins aukist um 2,5 prósent. Voru laun og launatengd gjöld bankans 20 prósentum hærri en þjónustutekjur í fyrra en 15 prósentum hærri árið 2017, að sögn greinenda Capacent. „Arion banki þarf að sýna meiri ráðdeild og sýna að bankinn sé norrænn banki þar sem ráðdeild er í forgrunni,“ segir í verðmatinu. Þá er bent á að vaxtatekjur bankans hafi verið undir væntingum Capacent og þegar kafað sé ofan í uppgjör hans komi í ljós að afkoma fyrirtækjasviðs hafi lengi verið ófullnægjandi eða allt frá árinu 2014. Ljóst sé að áhætta hafi verið vanmetin og álag á fyrirtækjalán fulllágt. Greinendurnir benda einnig á að blikur séu á lofti í flugrekstri og samkvæmt framkvæmdastjórum bankans sé bókfærð útlánaáhætta hans vegna slíks rekstrar um fjórir milljarðar króna. Að mati greinenda Capacent eru hins vegar merki um að grunnrekstur Arion banka hafi verið að styrkjast. Það vegi á móti lægri vaxtamun. Raunar hafi grunnreksturinn verið mjög svipaður árið 2018 og árið 2017 þó svo að hagnaðartölur bankans beri það ekki með sér.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira