Lagt til að takmarka eða banna umferð á „gráum dögum“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. mars 2019 13:45 Áhrifaríkasta leiðin til þess að draga úr svifryksmengun er að minnka bílaumferð. vísir/vilhelm Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, lagði frumvarpið fram á Alþingi í haust og er það nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, benti á 85. grein frumvarpsins á Twitter-síðu sinni í dag þar sem kveðið er á um heimildina til að takmarka eða banna umferð þegar mengun er mikil. Í frumvarpinu segir meðal annars: „Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja.“ Andrés merkti Twitter-færsluna með myllumerkinu #grárdagur en margir hafa vakið athygli á mikilli svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu undir myllumerkinu á samfélagsmiðlum í dag.Ný umferðarlög gætu gefið Reykjavíkurborg mikilvæg verkfæri til að takmarka umferð þegar er #grárdagur. Svona meðfram því að við þurfum að draga úr umferð almennt. pic.twitter.com/i9NBjvs1cz — Andrés Ingi (@andresingi) March 5, 2019Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum Loftgæði í Reykjavík hafa í gær og dag verið slæm eða mjög slæm vegna mikillar svifryksmengunar. Reykjavíkurborg hefur hvatt fólk til þess að hvíla einkabílinn og nota frekar almenningssamgöngur auk þess sem fólk með viðkvæm öndunarfæri er varað við því að stunda útivist við stórar umferðargötur. Þá verða fjölfarnar götur í Reykjavík rykbundnar í dag til þess að bæta loftgæði í borginni og verður magnesíum klóríði úðað á stofnbrautir í borginni og götur eins og Bústaðaveg og Suðurlandsbraut. Það er hins vegar ljóst að rykbindingin dugar skammt til þess að minnka mengunina. Áhrifaríkast er að draga úr umferð bíla en líkt og Vísir fjallaði um fyrir ári síðan er umferðin á höfuðborgarsvæðinu svo mikil að þúsundir ökumanna þyrftu að leggja einkabílnum til þess að það hefði tilætluð áhrif á svifryksmengun í borginni. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skortir hins vegar lagalegar heimildir til þess að takmarka eða banna umferð en verði áðurnefnt frumvarp samgönguráðherra samþykkt gæti það breyst.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSkoða að bjóða frítt í strætó á „gráu dögunum“ Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata, segir að þær aðgerðir sem borgin myndi vilja grípa til verði að vera fjölþættar. Sumar séu íþyngjandi, eins og að takmarka umferð eða leggja gjald á nagladekk, en aðrar ívilnandi, eins og að hafa frítt í strætó þá daga sem mengun fer yfir heilsuverndarmörk. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó er einmitt til skoðunar að bjóða frítt í strætó á „gráu dögunum“ en ekki er víst nákvæmlega hvenær því verkefni verður hleypt af stokkunum. Talið er að 80 ótímabær dauðsföll verði árlega á Íslandi sem rekja má til loftmengunar og bendir Sigurborg í því samhengi á að rík skylda hvíli á borgaryfirvöldum að gæta að lýðheilsu borgarbúa. Þess vegna séu ýmsar leiðir til skoðunar varðandi það hvernig draga megi úr mengun.Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er svo mikil að þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til þess að það hefði áhrif á svifryksmengun í borginni.vísir/vilhelmBenda á rafræn tollahlið og rafræna gjaldtöku Á meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um frumvarp til umferðarlaga er Viðskiptaráð Íslands. Í umsögninni er bent á rannsókn sem sýnir að það að takmarka eða banna umferð hafi ekki endilega tilætluð áhrif, það er að draga úr mengun, heldur geti aðgerðin haft öfug áhrif við tilteknar aðstæður. Þá gætu þeir sem hafa meiri pening á milli handanna komist hjá takmörkunum eða banni með því að eiga tvo bíla þar sem annar endar á oddatölu en hinn á sléttri tölu. Bendir Viðskiptaráð á aðra leið, það er rafræn tollahlið og rafræna gjaldtöku fyrir ekna kílómetra. Þannig megi draga úr mengun og umferð á háannatíma.Skilvirk leið sem hafi sýnt sig að virkar Spurð út í þessa leið segir Sigurborg að hún komi einnig til skoðunar og hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reyndar óskað eftir því að fá að fara þessa leið, það er að innheimta svokölluð mengunar- og tafargjöld. „Hún er mjög skilvirk og það hefur sýnt sig að hún virkar, bæði í Skandinavíu, Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Sigurborg. Einfalt sé að innheimta gjöldin en lagagrundvöll þurfi til þess. Hægt væri að koma upp myndavélakerfi í tilteknum götum og lág upphæð væri síðan tekin af hverjum og einum sem þar færi í gegn. „Þetta hefur bein áhrif á umferðarmagnið, það er umferð minnkar. Það er mín skoðun að við ættum hiklaust að skoða þetta með það fyrir augum að skapa varanlegan tekjustofn fyrir sveitarfélögin. Peningurinn sem kæmi af þessu gæti þá farið beint í að byggja upp vistvænni samgöngumáta, til að mynda almenningssamgöngur og öflugt net hjólastíga,“ segir Sigurborg. Samgöngur Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34 Borgarlínan raungerist með fimm milljörðum næstu fimm árin Áhersla er lögð á græn verkefni og velferð auk þess sem gert er ráð fyrir fimm milljarða króna fjármögnun Borgarlínunnar. 4. desember 2018 23:32 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
Sveitarfélögum og Vegagerðinni verður heimilt að takmarka eða banna umferð um stundarsakir á tilteknum vegi eða svæði þegar mengun fer yfir heilsuverndarmörk eða þegar hætta er talin á að slíkt geti gerst ef frumvarp að umferðarlögum sem nú liggur fyrir Alþingi verður samþykkt. Sigurður Ingi Jóhannsson, sveitarstjórnar- og samgönguráðherra, lagði frumvarpið fram á Alþingi í haust og er það nú til umfjöllunar í umhverfis- og samgöngunefnd þingsins. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður Vinstri grænna, benti á 85. grein frumvarpsins á Twitter-síðu sinni í dag þar sem kveðið er á um heimildina til að takmarka eða banna umferð þegar mengun er mikil. Í frumvarpinu segir meðal annars: „Takmarkanir á umferð vegna mengunar frá ökutækjum geta t.d. falist í breytingum á hámarkshraða, takmörkun á umferð stærri ökutækja eða takmörkun almennrar umferðar með því að heimila tilteknum bifreiðum akstur á ákveðnum svæðum eftir oddatölu/jafnri endatölu eða sambærilegum endabókstaf skráningarmerkja.“ Andrés merkti Twitter-færsluna með myllumerkinu #grárdagur en margir hafa vakið athygli á mikilli svifryksmengun á höfuðborgarsvæðinu undir myllumerkinu á samfélagsmiðlum í dag.Ný umferðarlög gætu gefið Reykjavíkurborg mikilvæg verkfæri til að takmarka umferð þegar er #grárdagur. Svona meðfram því að við þurfum að draga úr umferð almennt. pic.twitter.com/i9NBjvs1cz — Andrés Ingi (@andresingi) March 5, 2019Þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum Loftgæði í Reykjavík hafa í gær og dag verið slæm eða mjög slæm vegna mikillar svifryksmengunar. Reykjavíkurborg hefur hvatt fólk til þess að hvíla einkabílinn og nota frekar almenningssamgöngur auk þess sem fólk með viðkvæm öndunarfæri er varað við því að stunda útivist við stórar umferðargötur. Þá verða fjölfarnar götur í Reykjavík rykbundnar í dag til þess að bæta loftgæði í borginni og verður magnesíum klóríði úðað á stofnbrautir í borginni og götur eins og Bústaðaveg og Suðurlandsbraut. Það er hins vegar ljóst að rykbindingin dugar skammt til þess að minnka mengunina. Áhrifaríkast er að draga úr umferð bíla en líkt og Vísir fjallaði um fyrir ári síðan er umferðin á höfuðborgarsvæðinu svo mikil að þúsundir ökumanna þyrftu að leggja einkabílnum til þess að það hefði tilætluð áhrif á svifryksmengun í borginni. Sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu skortir hins vegar lagalegar heimildir til þess að takmarka eða banna umferð en verði áðurnefnt frumvarp samgönguráðherra samþykkt gæti það breyst.Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.fréttablaðið/eyþórSkoða að bjóða frítt í strætó á „gráu dögunum“ Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Pírata, segir að þær aðgerðir sem borgin myndi vilja grípa til verði að vera fjölþættar. Sumar séu íþyngjandi, eins og að takmarka umferð eða leggja gjald á nagladekk, en aðrar ívilnandi, eins og að hafa frítt í strætó þá daga sem mengun fer yfir heilsuverndarmörk. Samkvæmt upplýsingum frá Strætó er einmitt til skoðunar að bjóða frítt í strætó á „gráu dögunum“ en ekki er víst nákvæmlega hvenær því verkefni verður hleypt af stokkunum. Talið er að 80 ótímabær dauðsföll verði árlega á Íslandi sem rekja má til loftmengunar og bendir Sigurborg í því samhengi á að rík skylda hvíli á borgaryfirvöldum að gæta að lýðheilsu borgarbúa. Þess vegna séu ýmsar leiðir til skoðunar varðandi það hvernig draga megi úr mengun.Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er svo mikil að þúsundir þyrftu að leggja einkabílnum til þess að það hefði áhrif á svifryksmengun í borginni.vísir/vilhelmBenda á rafræn tollahlið og rafræna gjaldtöku Á meðal þeirra sem skilað hafa inn umsögn um frumvarp til umferðarlaga er Viðskiptaráð Íslands. Í umsögninni er bent á rannsókn sem sýnir að það að takmarka eða banna umferð hafi ekki endilega tilætluð áhrif, það er að draga úr mengun, heldur geti aðgerðin haft öfug áhrif við tilteknar aðstæður. Þá gætu þeir sem hafa meiri pening á milli handanna komist hjá takmörkunum eða banni með því að eiga tvo bíla þar sem annar endar á oddatölu en hinn á sléttri tölu. Bendir Viðskiptaráð á aðra leið, það er rafræn tollahlið og rafræna gjaldtöku fyrir ekna kílómetra. Þannig megi draga úr mengun og umferð á háannatíma.Skilvirk leið sem hafi sýnt sig að virkar Spurð út í þessa leið segir Sigurborg að hún komi einnig til skoðunar og hafa sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu reyndar óskað eftir því að fá að fara þessa leið, það er að innheimta svokölluð mengunar- og tafargjöld. „Hún er mjög skilvirk og það hefur sýnt sig að hún virkar, bæði í Skandinavíu, Evrópu og Bandaríkjunum,“ segir Sigurborg. Einfalt sé að innheimta gjöldin en lagagrundvöll þurfi til þess. Hægt væri að koma upp myndavélakerfi í tilteknum götum og lág upphæð væri síðan tekin af hverjum og einum sem þar færi í gegn. „Þetta hefur bein áhrif á umferðarmagnið, það er umferð minnkar. Það er mín skoðun að við ættum hiklaust að skoða þetta með það fyrir augum að skapa varanlegan tekjustofn fyrir sveitarfélögin. Peningurinn sem kæmi af þessu gæti þá farið beint í að byggja upp vistvænni samgöngumáta, til að mynda almenningssamgöngur og öflugt net hjólastíga,“ segir Sigurborg.
Samgöngur Skipulag Umhverfismál Tengdar fréttir Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34 Borgarlínan raungerist með fimm milljörðum næstu fimm árin Áhersla er lögð á græn verkefni og velferð auk þess sem gert er ráð fyrir fimm milljarða króna fjármögnun Borgarlínunnar. 4. desember 2018 23:32 Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38 Mest lesið „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Innlent Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Innlent Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Erlent Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Erlent Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Erlent Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Stakk af eftir harðan árekstur Innlent Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt Innlent „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Fleiri fréttir „Við hjá ZoloIceland leggjum áherslu á spilavíti“ Óásættanlegt að ríflega helmingur sveitarfélaga falli í málefnum fatlaðra Heilbrigðisstofnun Suðurlands þarf nýja byggingu á Selfossi Fá bandarísku sérgreinarnar ekki viðurkenndar Stefnuleysi í málefnum fatlaðra og versnandi efnahagshorfur Bíll alelda við Setbergsskóla í nótt „Manni líður bara eins og maður sé í James Bond mynd“ Vextir, umhverfið og pólitíkin innan landssteina og utan Stakk af eftir harðan árekstur Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ Sjá meira
Slæm loftgæði í Reykjavík vegna svifryks Slæm loftgæði eru nú í Reykjavík og víðar á höfuðborgarsvæðinu vegna þess hve mikið svifryk mælist í andrúmsloftinu. 5. mars 2019 10:34
Borgarlínan raungerist með fimm milljörðum næstu fimm árin Áhersla er lögð á græn verkefni og velferð auk þess sem gert er ráð fyrir fimm milljarða króna fjármögnun Borgarlínunnar. 4. desember 2018 23:32
Hvetja almenning til að skilja bílinn eftir heima Mikil mengun er á höfuðborgarsvæðinu í dag. 4. mars 2019 16:38