Segir foreldrana eiga mikið hrós skilið fyrir viðbrögðin Ari Brynjólfsson skrifar 5. mars 2019 07:30 Bólusett er fyrir mislingum við 18 mánaða aldur. Valtýr hvetur foreldra til að fresta því ekki. Fréttablaðið/Ernir Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barnalækningum, segir að foreldrar 11 mánaða barns sem greindist með mislingasmit um helgina eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig þau brugðust við. Talið er að smit barnsins megi rekja til smitbera sem kom til landsins frá Filippseyjum þann 14. febrúar síðastliðinn. „Foreldrar barnsins eiga mikið hrós skilið. Þau höfðu haft barnið heima allan þennan tíma, ekki farið með það í daggæslu áður en það verður lasið. Mjög sterkur leikur hjá þeim. Svo þegar það kemur á Barnaspítalann á laugardaginn þá er enginn í snertingu við barnið eða nánu samneyti. Enginn á biðstofunni og enginn í sama herbergi, þannig að smithættan var mjög lítil,“ segir Valtýr.Valtýr Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna.Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. „Manni bregður í brún en á sama tíma er maður búinn að vera að bíða eftir þessu. Það eru mislingafaraldrar úti í Evrópu og víðar, það var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast,“ segir Valtýr. Hann segir Barnaspítalann nokkuð vel undirbúinn fyrir utan að það vantar betri aðstöðu til að taka á móti sýkingum sem bera með sér mikla smithættu. Börn eru bólusett fyrir mislingum við 18 mánaða aldur og aftur 12 ára. Valtýr telur ekki ástæðu til að endurskoða það fyrirkomulag enn sem komið er, mikilvægt sé þó að bólusetja börn undir 18 mánaða áður en þau ferðast til staða þar sem faraldur er í gangi. Miðað við stöðuna í dag sé það nánast hvar sem er utan landsteinanna. Metfjöldi mislingatilfella greindist í Evrópu í fyrra. Í ágúst höfðu 41 þúsund smitast samanborið við 24 þúsund allt árið þar á undan. Aðspurður hvort það vaxandi fyrirbæri meðal foreldra í Bandaríkjunum og Evrópu að láta ekki bólusetja börnin sín stefni íslenskum börnum í lífshættu segir Valtýr svo vera. „Já. Það er einfaldlega þannig.“ Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Valtýr Stefánsson Thors, sérfræðingur í barnalækningum, segir að foreldrar 11 mánaða barns sem greindist með mislingasmit um helgina eigi mikið hrós skilið fyrir hvernig þau brugðust við. Talið er að smit barnsins megi rekja til smitbera sem kom til landsins frá Filippseyjum þann 14. febrúar síðastliðinn. „Foreldrar barnsins eiga mikið hrós skilið. Þau höfðu haft barnið heima allan þennan tíma, ekki farið með það í daggæslu áður en það verður lasið. Mjög sterkur leikur hjá þeim. Svo þegar það kemur á Barnaspítalann á laugardaginn þá er enginn í snertingu við barnið eða nánu samneyti. Enginn á biðstofunni og enginn í sama herbergi, þannig að smithættan var mjög lítil,“ segir Valtýr.Valtýr Thors, formaður Félags íslenskra barnalækna.Mislingar eru veirusjúkdómur sem er afar smitandi eftir að einkenni koma fram. Sjúkdómurinn getur verið hættulegur og valdið dauða, en er mildur í flestum tilfellum. Í kringum 10 prósent barna sem smitast geta fengið alvarlega fylgikvilla. Erfitt er að bera kennsl á mislinga fyrr en það birtast einkennandi útbrot. „Manni bregður í brún en á sama tíma er maður búinn að vera að bíða eftir þessu. Það eru mislingafaraldrar úti í Evrópu og víðar, það var bara tímaspursmál hvenær þetta myndi gerast,“ segir Valtýr. Hann segir Barnaspítalann nokkuð vel undirbúinn fyrir utan að það vantar betri aðstöðu til að taka á móti sýkingum sem bera með sér mikla smithættu. Börn eru bólusett fyrir mislingum við 18 mánaða aldur og aftur 12 ára. Valtýr telur ekki ástæðu til að endurskoða það fyrirkomulag enn sem komið er, mikilvægt sé þó að bólusetja börn undir 18 mánaða áður en þau ferðast til staða þar sem faraldur er í gangi. Miðað við stöðuna í dag sé það nánast hvar sem er utan landsteinanna. Metfjöldi mislingatilfella greindist í Evrópu í fyrra. Í ágúst höfðu 41 þúsund smitast samanborið við 24 þúsund allt árið þar á undan. Aðspurður hvort það vaxandi fyrirbæri meðal foreldra í Bandaríkjunum og Evrópu að láta ekki bólusetja börnin sín stefni íslenskum börnum í lífshættu segir Valtýr svo vera. „Já. Það er einfaldlega þannig.“
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Bandamaður Trumps skotinn á fjölmennum viðburði Erlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent Fleiri fréttir Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Handtekinn í miðborginni fyrir brot á vopnalögum Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Útsending komin í lag Forseti biðlar til þingmanna og ólíkleg þátttaka í Eurovision Sjá meira
Ellefu mánaða barn greindist með mislinga Barnið var í sama flugi og einstaklingur með smitandi mislinga þann 15. febrúar síðastliðinn. 4. mars 2019 10:05