Búa sig undir að hljóta þunga dóma: „Gíslataka og hefndaraðgerð í eðli sínu“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. mars 2019 15:31 Guðmundur Arngrímsson, sem hefur fylgst grannt með gangi mála, segir að ákærðu séu farnir að gera sér grein fyrir þeim veruleika sem blasir við þeim sem í versta falli gæti verið 25 ára fangelsisvist. Réttarhöldin yfir tólf aðskilnaðarsinnum í Katalóníu hófust um miðjan febrúar á þessu ári en talið er að þau gætu staðið yfir í allt að mánuð. Guðmundur Arngrímsson, sem hefur fylgst grannt með gangi mála, segir að ákærðu séu farnir að gera sér grein fyrir þeim veruleika sem blasir við þeim sem í versta falli gæti verið 25 ára fangelsisvist. Guðmundur varpaði ljósi á málið í útvarpsþættinum Bítið í morgun. „Það eru fleiri hundruð vitni á vegum ákæruvaldsins. Þetta er náttúrulega hálfgerð gíslataka og hefndaraðgerð í eðli sínu,“ segir Guðmundur um réttarhöldin. Í hópi hinna ákærðu eru fyrrverandi ráðherrar katalónsku heimastjórnarinnar, formenn félagasamtaka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og fyrrverandi forseti katalónska þingsins. Ákærurnar eru þrenns konar og snúast allar um framgöngu ákærðu í tengslum við atkvæðagreiðslu um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu sem fór fram 1. október 2017 sem blásið var til í óþökk spænskra stjórnvalda. Níu af tólf ákærðu eru ákærðir fyrir uppreisn en Guðmundur bendir á að í skilgreiningu spænsku stjórnarskrárinnar á uppreisn komi skýrt fram að uppreisn sé ofbeldisfull og stefni að ofbeldisfullum markmiðum. Guðmundur og kærasta hans Victòria Marcó Soler fylgjast náið með gangi mála í Katalóníu.Guðmundur HrafnHann segir að ákæruvaldið sýni fram á tvenns konar sönnunargögn í því sambandi sem sé annars vegar skemmdir á lögreglubílum þegar þúsundir manna komu saman fyrir utan innanríkisráðuneytið 20. september 2017 og hins vegar myndband sem sýni mótmælanda kasta umferðarkeilu í átt á lögreglumanni. Verjendur hinna ákærðu benda á að þeir ekki hafa haft í frammi ofbeldi af neinu tagi. Það lítilvæga „ofbeldi“ sem ákæruvaldið tali um hafi ekki verið framið af þeim sem nú sitja á sakamannabekk. Guðmundur segir að það sé afar sorglegt að fylgjast með réttarhöldunum. Hann segir að undanfarið hafi stjórnvöld og fjölmiðlar undirbúið spænsku þjóðina fyrir að það falli þungur dómur í málinu. Flestir hinna ákærðu hafa setið sleitulaust í fangelsi frá haustmánuðum ársins 2017 og Guðmundur segir að margir þingmannanna geri sér grein fyrir því að þeir séu ekki að fara að losna úr fangelsi fyrir að vilja standa vörð um lýðræðislegan rétt Katalóníumanna. Hinir ákærðu standa frammi fyrir refsiramma sem er 15-25 ára fangelsisvist.Líta svo á að þetta sé eins og fyrir manneskju að missa útlim „Þetta er náttúrulega bara farsi að öllu leyti,“ segir Guðmundur. Þegar Guðmundur er spurður út í sjónarmið Spánverja segir hann að þeir sýni sjálfsákvörðunarrétti Katalóníumanna engan skilning. „Þeir líta á þetta sem landið sitt. Þetta eru réttmætar kröfur, vel að merkja. Það stendur í stjórnarskránni spænsku, sem var skrifuð sem eins konar friðarplagg 1979, að ytri landamæri Spánar séu óuppleysanleg,“ segir Guðmundur sem bendir á að í henni sé ekki gert ráð fyrir lýðræði sem miði að því að stofna ríki innan landamæra Spánar. „Þeir líta á þetta eins og ef manneskja myndi hreinlega missa útlim,“ segir Guðmundur og bendir á að Spánverjum sé mjög heitt í hamsi yfir málinu.Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, segja mótmælendur sem hafa ítrekað látið í sér heyra frá því aðskilnaðarsinnarnir tólf voru handteknir.Vísir/EPAVilja ekki missa spón úr aski sínum Guðmundur segir að málið snúist ekki aðeins um hugmyndina um sameinaðan Spán heldur líka hinn efnahagslega þátt. „Katalónar eru með langmesta framleiðslu per íbúa á Spáni og þarna er mesta fjárfestingin. og Þetta er náttúrulega, sögulega séð, sterkasta svæði á Spáni. Þarna var mikill efna- og vefiðnaður og bankastarfsemi frá því um 14-1500,“ segir Guðmundur sem segir Spánverja ekki vilja missa þennan spón úr aski sínum. „Það er mjög vinsælt kosningatrix fyrir spænska stjórnmálaflokka, þegar í harðbakkann slær, að lofa einhverjum þrengingum upp á katalóna. Það er ekkert sem þjappar spænskri þjóð eins mikið saman eins og að því að miða að því að sækja meira fé þangað.“ Guðmundur segir Katalónía hafi ekki farið varhluta af pólaríseringu stjórnmálanna sem hefur verið áberandi í Evrópu. Hann segir að það sé lítil sem engin samsvörun á milli pólitískra átta annars vegar á Spáni og hins vegar í Katalóníu. „Ríkjandi stjórnmálaflokkur á Spáni sem hefur verið með kannski 30% fylgi er kannski með 3 eða 4% fylgi í Katalóníu.“ Guðmundur telur þó að ekki líði á löngu þar til réttur Katalóníubúa verði virtur. Charles Puidgemont, fyrrverandi forseti heimstjórnar Katalóníu, segir að viðurkenning á sjálfstæðri Katalóníu sé orðin það mikil í alþjóðasamfélaginu að úr þeirri stöðu sem komin er upp verði ekki aftur snúið. Guðmundur bendir þá á að mikill meirihluti ungs fólks styðji réttinn til sjálfsákvörðunar og því sé þróunin í átt að sjálfstæði óhjákvæmileg. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45 Segir ekkert eðlilegt við réttarhöldin Réttarhöld yfir átján katalónskum aðskilnaðarsinnum hefjast í dag. Verjandi eins hinna ákærðu Katalóna segir hæstarétt Spánar afbrigðilegan og að dómurinn sé löngu ákveðinn. Spænskur lagaprófessor kemur dómskerfinu til varnar. 12. febrúar 2019 07:15 Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Réttarhöldin yfir tólf aðskilnaðarsinnum í Katalóníu hófust um miðjan febrúar á þessu ári en talið er að þau gætu staðið yfir í allt að mánuð. Guðmundur Arngrímsson, sem hefur fylgst grannt með gangi mála, segir að ákærðu séu farnir að gera sér grein fyrir þeim veruleika sem blasir við þeim sem í versta falli gæti verið 25 ára fangelsisvist. Guðmundur varpaði ljósi á málið í útvarpsþættinum Bítið í morgun. „Það eru fleiri hundruð vitni á vegum ákæruvaldsins. Þetta er náttúrulega hálfgerð gíslataka og hefndaraðgerð í eðli sínu,“ segir Guðmundur um réttarhöldin. Í hópi hinna ákærðu eru fyrrverandi ráðherrar katalónsku heimastjórnarinnar, formenn félagasamtaka sem berjast fyrir sjálfstæði Katalóníu og fyrrverandi forseti katalónska þingsins. Ákærurnar eru þrenns konar og snúast allar um framgöngu ákærðu í tengslum við atkvæðagreiðslu um sjálfsákvörðunarrétt Katalóníu sem fór fram 1. október 2017 sem blásið var til í óþökk spænskra stjórnvalda. Níu af tólf ákærðu eru ákærðir fyrir uppreisn en Guðmundur bendir á að í skilgreiningu spænsku stjórnarskrárinnar á uppreisn komi skýrt fram að uppreisn sé ofbeldisfull og stefni að ofbeldisfullum markmiðum. Guðmundur og kærasta hans Victòria Marcó Soler fylgjast náið með gangi mála í Katalóníu.Guðmundur HrafnHann segir að ákæruvaldið sýni fram á tvenns konar sönnunargögn í því sambandi sem sé annars vegar skemmdir á lögreglubílum þegar þúsundir manna komu saman fyrir utan innanríkisráðuneytið 20. september 2017 og hins vegar myndband sem sýni mótmælanda kasta umferðarkeilu í átt á lögreglumanni. Verjendur hinna ákærðu benda á að þeir ekki hafa haft í frammi ofbeldi af neinu tagi. Það lítilvæga „ofbeldi“ sem ákæruvaldið tali um hafi ekki verið framið af þeim sem nú sitja á sakamannabekk. Guðmundur segir að það sé afar sorglegt að fylgjast með réttarhöldunum. Hann segir að undanfarið hafi stjórnvöld og fjölmiðlar undirbúið spænsku þjóðina fyrir að það falli þungur dómur í málinu. Flestir hinna ákærðu hafa setið sleitulaust í fangelsi frá haustmánuðum ársins 2017 og Guðmundur segir að margir þingmannanna geri sér grein fyrir því að þeir séu ekki að fara að losna úr fangelsi fyrir að vilja standa vörð um lýðræðislegan rétt Katalóníumanna. Hinir ákærðu standa frammi fyrir refsiramma sem er 15-25 ára fangelsisvist.Líta svo á að þetta sé eins og fyrir manneskju að missa útlim „Þetta er náttúrulega bara farsi að öllu leyti,“ segir Guðmundur. Þegar Guðmundur er spurður út í sjónarmið Spánverja segir hann að þeir sýni sjálfsákvörðunarrétti Katalóníumanna engan skilning. „Þeir líta á þetta sem landið sitt. Þetta eru réttmætar kröfur, vel að merkja. Það stendur í stjórnarskránni spænsku, sem var skrifuð sem eins konar friðarplagg 1979, að ytri landamæri Spánar séu óuppleysanleg,“ segir Guðmundur sem bendir á að í henni sé ekki gert ráð fyrir lýðræði sem miði að því að stofna ríki innan landamæra Spánar. „Þeir líta á þetta eins og ef manneskja myndi hreinlega missa útlim,“ segir Guðmundur og bendir á að Spánverjum sé mjög heitt í hamsi yfir málinu.Sjálfsákvörðunarrétturinn er réttur, ekki glæpur, segja mótmælendur sem hafa ítrekað látið í sér heyra frá því aðskilnaðarsinnarnir tólf voru handteknir.Vísir/EPAVilja ekki missa spón úr aski sínum Guðmundur segir að málið snúist ekki aðeins um hugmyndina um sameinaðan Spán heldur líka hinn efnahagslega þátt. „Katalónar eru með langmesta framleiðslu per íbúa á Spáni og þarna er mesta fjárfestingin. og Þetta er náttúrulega, sögulega séð, sterkasta svæði á Spáni. Þarna var mikill efna- og vefiðnaður og bankastarfsemi frá því um 14-1500,“ segir Guðmundur sem segir Spánverja ekki vilja missa þennan spón úr aski sínum. „Það er mjög vinsælt kosningatrix fyrir spænska stjórnmálaflokka, þegar í harðbakkann slær, að lofa einhverjum þrengingum upp á katalóna. Það er ekkert sem þjappar spænskri þjóð eins mikið saman eins og að því að miða að því að sækja meira fé þangað.“ Guðmundur segir Katalónía hafi ekki farið varhluta af pólaríseringu stjórnmálanna sem hefur verið áberandi í Evrópu. Hann segir að það sé lítil sem engin samsvörun á milli pólitískra átta annars vegar á Spáni og hins vegar í Katalóníu. „Ríkjandi stjórnmálaflokkur á Spáni sem hefur verið með kannski 30% fylgi er kannski með 3 eða 4% fylgi í Katalóníu.“ Guðmundur telur þó að ekki líði á löngu þar til réttur Katalóníubúa verði virtur. Charles Puidgemont, fyrrverandi forseti heimstjórnar Katalóníu, segir að viðurkenning á sjálfstæðri Katalóníu sé orðin það mikil í alþjóðasamfélaginu að úr þeirri stöðu sem komin er upp verði ekki aftur snúið. Guðmundur bendir þá á að mikill meirihluti ungs fólks styðji réttinn til sjálfsákvörðunar og því sé þróunin í átt að sjálfstæði óhjákvæmileg.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Tengdar fréttir Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45 Segir ekkert eðlilegt við réttarhöldin Réttarhöld yfir átján katalónskum aðskilnaðarsinnum hefjast í dag. Verjandi eins hinna ákærðu Katalóna segir hæstarétt Spánar afbrigðilegan og að dómurinn sé löngu ákveðinn. Spænskur lagaprófessor kemur dómskerfinu til varnar. 12. febrúar 2019 07:15 Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Rósa Björk segir að fangelsun stjórnmálamanna sé ólíðandi Rósa Björk Brynjólfsdóttir alþingismaður fylgdist með réttarhöldum Katalóna í Madríd og fundaði með katalónskum stjórnmálamönnum. Hún segir réttarhöldin pólitísk og málið snúast um mannréttindi og tjáningarfrelsi. 18. febrúar 2019 08:45
Segir ekkert eðlilegt við réttarhöldin Réttarhöld yfir átján katalónskum aðskilnaðarsinnum hefjast í dag. Verjandi eins hinna ákærðu Katalóna segir hæstarétt Spánar afbrigðilegan og að dómurinn sé löngu ákveðinn. Spænskur lagaprófessor kemur dómskerfinu til varnar. 12. febrúar 2019 07:15
Amnesty vill fylgjast með réttarhöldum Katalóna Mannréttindabaráttusamtökin Amnesty International hafa sent hæstarétti Spánar bréf þar sem samtökin biðja formlega um leyfi fyrir því að fá að fylgjast með komandi réttarhöldum yfir tólf stjórnmálamönnum og aðgerðasinnum. 18. janúar 2019 08:30