Ekkert bendir til þess að sprungan í Eldey sé að stækka Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. mars 2019 15:30 Frá Eldey á dögunum. Vísir/Egill Stóra sprungan sem uppgötvaðist í Eldey fyrir rúmum áratug virðist ekki vera að stækka. Þetta segir Sigurður Harðarson rafeindavirki sem fylgst hefur með gangi mála í eynni undanfarin ár. Hópur fólks flaug út í Eldey í með þyrlu Landhelgisgæslunnar í desember og til að setja upp 4G beini í viðbót við örbylgjusamband sem verið hefur í eynni og notað til að koma merki í land. Frá árinu 2008 hefur fólk getað fylgst með fuglalífi í eynni í vefmyndavél. Myndavélin hefur verið drifin áfram af rafgeymum sem sólarsellur hafa séð um að hlaða. Í heimsókninni í desember kom í ljós að hluti sólarsellanna hafði fokið á haf út. Var því farið í aðra ferð í janúar til að gera við það sem hafði skemmst.Eldey skotin úr lofti.Vísir/EgillEldey er friðuð og þarf því leyfi frá Umhverfisstofnun til að fara út í eyjuna. Slíkar heimsóknir þurfa að eiga sér stað utan varptíma. Eldey er með stærri súluvörpum í heimi, þar verpa um 15 þúsund pör árlega. Sigurður fylgdist vel með hvenær súlan birtist en það var þann 3. febrúar klukkan 13. Hann segir að það byrji með því að súlurnar hringsóli í kringum eyjuna og komi svo ein af annarri. Oft sé mikill bægslagangur og áflog um hreiðrin.Eldey er um 77 m hár klettadrangur um 15 km suðvestur af Reykjanesi.Vísir/EgillÍ eyjunni er stór sprunga. Undanfarin ár hefur Umhverfisstofnun vaktað sprunguna og hún mæld í hvert sinn sem farið er út í eyjuna. Sigurður segir að miðað við mælingu fyrir tveimur árum bendi ekkert til þess að hún sé að stækka.Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, var á ferðinni í Eldey í upphafi árs og fylgdist með því sem fram fór. Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira
Stóra sprungan sem uppgötvaðist í Eldey fyrir rúmum áratug virðist ekki vera að stækka. Þetta segir Sigurður Harðarson rafeindavirki sem fylgst hefur með gangi mála í eynni undanfarin ár. Hópur fólks flaug út í Eldey í með þyrlu Landhelgisgæslunnar í desember og til að setja upp 4G beini í viðbót við örbylgjusamband sem verið hefur í eynni og notað til að koma merki í land. Frá árinu 2008 hefur fólk getað fylgst með fuglalífi í eynni í vefmyndavél. Myndavélin hefur verið drifin áfram af rafgeymum sem sólarsellur hafa séð um að hlaða. Í heimsókninni í desember kom í ljós að hluti sólarsellanna hafði fokið á haf út. Var því farið í aðra ferð í janúar til að gera við það sem hafði skemmst.Eldey skotin úr lofti.Vísir/EgillEldey er friðuð og þarf því leyfi frá Umhverfisstofnun til að fara út í eyjuna. Slíkar heimsóknir þurfa að eiga sér stað utan varptíma. Eldey er með stærri súluvörpum í heimi, þar verpa um 15 þúsund pör árlega. Sigurður fylgdist vel með hvenær súlan birtist en það var þann 3. febrúar klukkan 13. Hann segir að það byrji með því að súlurnar hringsóli í kringum eyjuna og komi svo ein af annarri. Oft sé mikill bægslagangur og áflog um hreiðrin.Eldey er um 77 m hár klettadrangur um 15 km suðvestur af Reykjanesi.Vísir/EgillÍ eyjunni er stór sprunga. Undanfarin ár hefur Umhverfisstofnun vaktað sprunguna og hún mæld í hvert sinn sem farið er út í eyjuna. Sigurður segir að miðað við mælingu fyrir tveimur árum bendi ekkert til þess að hún sé að stækka.Egill Aðalsteinsson, tökumaður Stöðvar 2, var á ferðinni í Eldey í upphafi árs og fylgdist með því sem fram fór.
Eldgos og jarðhræringar Mest lesið Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Fleiri fréttir Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Sjá meira