Í morgun klukkan 05:46 varð skjálfti í Bárðarbungu að stærð 3,8. Stuttu síðar fylgdi annar skjálfti að stærð 4,1 og hafa nokkrir eftirskjálftar mælst í kjölfarið.
Að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni eru engin merki um gosóróa en fyrir rúmum tveimur vikum varð skjálfti að stærð 4,2 á sama svæði. Þá voru heldur engin merki um gosóróa.
