Bouteflika situr áfram en lofar að sitja ekki út kjörtímabilið Jóhann Óli Eiðsson skrifar 4. mars 2019 08:00 Mótmælendur komu saman fyrir utan stjórnlagadómstól Alsírs þar sem skila átti inn framboðum. FRÉTTABLAÐIÐ/EPA Lögreglumenn og öryggissveitir í Alsír hafa gripið til öflugra vatnsbyssna, táragass og barefla til að hafa hemil á mótmælendum á götum borga landsins. Samkvæmt opinberum tölum hafa 56 lögreglumenn og 45 mótmælendur særst í átökunum. Tölur um mannfall liggja ekki fyrir. Mótmælt hefur verið í borgum landsins undanfarna viku eftir að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, tilkynnti að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Það yrði fimmta kjörtímabil forsetans en hann tók við árið 1999 eftir blóðuga borgarastyrjöld sem kostaði um 200 þúsund manns lífið.Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír.Undanfarin ár hefur hann verið heilsuveill en árið 2013 fékk hann heilablóðfall og hefur þjóðin lítið sem ekkert heyrt frá honum síðan þá. Þrátt fyrir heilsubrestinn var stjórnarskrá landsins breytt árið 2014 til að hann gæti boðið sig fram á ný sem forseti. Stúdentar komu saman í Algeirsborg, höfuðborg landsins, í gær, en þar hafa mótmæli verið bönnuð með lögum frá 2001, og mótmæltu fyrirætlun forsetans þaulsætna. Áætlað er að mótmælendur í höfuðborginni hafi verið rúmlega hundrað. Fjölmennari mótmæli voru í öðrum borgum víðs vegar um land. Þá flykktist stór hópur mótmælenda út á götur höfuðborgar gömlu valdsherranna í Frakklandi. Frestur til að skila inn framboði í kosningunum rann út í gær en það var gert í húsakynnum stjórnlagadómstóls landsins. Mótmælendur komu saman fyrir utan dómstólinn í gær og kölluðu eftir því að Bouteflika fengi ekki að bjóða sig fram á ný. Stjórnarskrá landsins kveður ekki á um að framboði skuli skilað í eigin persónu en þó þarf forseti landsins að vera nægjanlega hraustur til að geta gegnt starfinu. Sex frambjóðendur höfðu skilað inn framboði í gær. Mótmælin skiluðu árangri að hluta seint í gær. Þá var lesin í ríkisfjölmiðli landsins yfirlýsing frá forsetanum. Heilsufar forsetans leyfir varla að hann geri slíkt sjálfur auk þess sem hann er um þessar mundir staddur í Sviss í reglulegri læknisskoðun. Forsetinn lofaði að næði hann kjöri á ný myndi hann ekki sitja allt kjörtímabilið. Mótmælin nú eru stærri en heimsbyggðin hefur vanist hingað til. „Þegar Bouteflika tilkynnti um framboð sitt árið 2014 mótmæltu tugþúsundir þeirri ákvörðun. Nú eru þeir mun fleiri, mörg hundruð þúsund manns. Þá er meiri hiti í þeim, þau eru stærri og í fjölmennari borgum en áður,“ segir Omar Ashour, prófessor við Qatar Doha Institute, við Al Jazeera. Sem fyrr liggja tölur um mannfall ekki fyrir. Staðfest er þó að Hassan Benkhedda, sonur Benyoucef Benkhedda fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að það fékk sjálfstæði frá Frakklandi, lést í mótmælum nærri forsetahöllinni í Algeirsborg á laugardag. Alsír Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira
Lögreglumenn og öryggissveitir í Alsír hafa gripið til öflugra vatnsbyssna, táragass og barefla til að hafa hemil á mótmælendum á götum borga landsins. Samkvæmt opinberum tölum hafa 56 lögreglumenn og 45 mótmælendur særst í átökunum. Tölur um mannfall liggja ekki fyrir. Mótmælt hefur verið í borgum landsins undanfarna viku eftir að forseti landsins, hinn 82 ára gamli Abdelaziz Bouteflika, tilkynnti að hann hygðist sækjast eftir endurkjöri í komandi forsetakosningum. Það yrði fimmta kjörtímabil forsetans en hann tók við árið 1999 eftir blóðuga borgarastyrjöld sem kostaði um 200 þúsund manns lífið.Abdelaziz Bouteflika, forseti Alsír.Undanfarin ár hefur hann verið heilsuveill en árið 2013 fékk hann heilablóðfall og hefur þjóðin lítið sem ekkert heyrt frá honum síðan þá. Þrátt fyrir heilsubrestinn var stjórnarskrá landsins breytt árið 2014 til að hann gæti boðið sig fram á ný sem forseti. Stúdentar komu saman í Algeirsborg, höfuðborg landsins, í gær, en þar hafa mótmæli verið bönnuð með lögum frá 2001, og mótmæltu fyrirætlun forsetans þaulsætna. Áætlað er að mótmælendur í höfuðborginni hafi verið rúmlega hundrað. Fjölmennari mótmæli voru í öðrum borgum víðs vegar um land. Þá flykktist stór hópur mótmælenda út á götur höfuðborgar gömlu valdsherranna í Frakklandi. Frestur til að skila inn framboði í kosningunum rann út í gær en það var gert í húsakynnum stjórnlagadómstóls landsins. Mótmælendur komu saman fyrir utan dómstólinn í gær og kölluðu eftir því að Bouteflika fengi ekki að bjóða sig fram á ný. Stjórnarskrá landsins kveður ekki á um að framboði skuli skilað í eigin persónu en þó þarf forseti landsins að vera nægjanlega hraustur til að geta gegnt starfinu. Sex frambjóðendur höfðu skilað inn framboði í gær. Mótmælin skiluðu árangri að hluta seint í gær. Þá var lesin í ríkisfjölmiðli landsins yfirlýsing frá forsetanum. Heilsufar forsetans leyfir varla að hann geri slíkt sjálfur auk þess sem hann er um þessar mundir staddur í Sviss í reglulegri læknisskoðun. Forsetinn lofaði að næði hann kjöri á ný myndi hann ekki sitja allt kjörtímabilið. Mótmælin nú eru stærri en heimsbyggðin hefur vanist hingað til. „Þegar Bouteflika tilkynnti um framboð sitt árið 2014 mótmæltu tugþúsundir þeirri ákvörðun. Nú eru þeir mun fleiri, mörg hundruð þúsund manns. Þá er meiri hiti í þeim, þau eru stærri og í fjölmennari borgum en áður,“ segir Omar Ashour, prófessor við Qatar Doha Institute, við Al Jazeera. Sem fyrr liggja tölur um mannfall ekki fyrir. Staðfest er þó að Hassan Benkhedda, sonur Benyoucef Benkhedda fyrsta forsætisráðherra landsins eftir að það fékk sjálfstæði frá Frakklandi, lést í mótmælum nærri forsetahöllinni í Algeirsborg á laugardag.
Alsír Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fleiri fréttir Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Sjá meira