Erlent

Taco-sósa hélt lífinu í veðurtepptum manni

Andri Eysteinsson skrifar
Það var eldsósa Taco Bell sem hélt lífinu í Jeremy Taylor.
Það var eldsósa Taco Bell sem hélt lífinu í Jeremy Taylor. Getty/Bloomberg
Eftir að hafa orðið veðurteppt vegna mikilla snjóa héldu Jeremy Taylor og hundurinn hans Ally lífi með því að borða sterka Taco sósu sem Taylor hafði í bíl sínum.

Hinn 36 ára gamli Taylor hafði keyrt frá heimili sínu fyrir viku síðan, sunnudaginn 24. febrúar, ásamt hundinum Ally til þess að taka bensín í Oregon-ríki í Bandaríkjunum. Mikið snjóaði og á heimleiðinni festi Taylor bílinn í skafli. Eftir að hafa reynt að ganga heim, en snúið við vegna þess hve djúpur snjórinn var, sneru félagarnir aftur í bílinn og ákváðu að standa af sér veðrið þar. Eftir að Taylor og Ally höfðu ekki skilað sér til baka leitaði lögregla þeirra, það var ekki fyrr en fimm dögum eftir að þau „hurfu“ að Lögregla fann bílinn fastann í snjó. Að sögn lögreglu voru Taylor og Ally í góðu ásigkomulagi en svöng. BBC greindi frá.

Taylor, sem hafði ekki tekið með sér farsíma, sagði lögreglu að hann hafi haldið hita á sér með því að ræsa bílinn reglulega og að hann hafi borðað þrjá pakka af eldsósu mexíkóska skyndibitastaðarins Taco Bell.

Taylor sagði einnig að hann hafi bara ætlað að gista í bílnum eina nótt og halda svo áfram en snjóað hefði áfram yfir nótt svo hann var enn fastur um morguninn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×