Miðasala á Eurovision stöðvuð: Grunur um að tveir af kynnunum ásamt öðrum hafi tryggt sér bestu sætin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. mars 2019 17:45 Keppnin verður haldin í Tel Aviv þetta árið. EPA/ATEF SAFADI Miðasölu á Eurovision, sem haldin verður í Ísrael, hefur verið stöðvuð tímabundið eftir að grunur vaknaði um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað er miðasalan hófst. Svo virðist sem að háttsettir einstaklingar innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins hafi tryggt sér 300 af bestu sætunum í höllinni þar sem halda á keppnina. Ísraelskir fjölmiðlar hafa greint frá þessu í dag en á vef Ynet segir að talið sé að tveir af kynnum keppninnar, þeir Erez Tal og Assi Azar, hafi verið á meðal þeirra sem tókst að tryggja sér sinn skerf af bestu sætunum. Er vísað í yfirlýsingu ísraelska ríkissjónvarpsins (KAN) þar sem segir að farið hafi farið fram á það við miðasölusíðuna sem sá um miðasöluna að hún yrði stöðvuð tímabundið á meðan málið væri rannsakað. Eftirlitskerfi miðasölusíðunnar vakti athygli á óeðlilegum færslum og segir KAN að svo virðist sem að fjölmargar tilraunir hafi verið gerðar til þess að hafa „áhrif á söluna“Segjast aðeins hafa fylgt fyrirmælum Það hafi gert það að verkum að miðar fyrir um 300 af bestu sætum tónleikahallarinnar í Tel Aviv þar sem Eurovision fer fram í maí hafi farið til háttsettra einstaklinga innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins, þar á meðal kynnanna tveggja, í stað almennings, þrátt fyrir skýr fyrirmæli KAN um að þau sætI ættu að fara í almenna sölu. Forráðamenn miðasölusíðunnar segja hins vegar að sum sætanna hafi verið frátekin að beiðni KAN og að vefsíðan hafi aðeins fylgt þeim fyrirmælum. Ynet hefur eftir heimildarmanni sínum að kynnarnir tveir sem tryggði sér hluta sætanna hafi greitt fullt verð fyrir miðana og hafi ekki talið sig verið að gera eitthvað rangt. Miðasalan hófst á fimmtudaginn og á innan við tveimur tímum var uppselt á úrslitakvöld Eurovision sem haldið verður 18. maí. Enn eru þó til miðar á undanúrslitakvöldin tvö þann 14. og 16. maí.Hatari tekur þátt fyrir Íslands hönd með laginu Hatrið mun sigra. Munu þeir stíga á svið þann 14. maí. Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fleiri fréttir Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Sjá meira
Miðasölu á Eurovision, sem haldin verður í Ísrael, hefur verið stöðvuð tímabundið eftir að grunur vaknaði um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað er miðasalan hófst. Svo virðist sem að háttsettir einstaklingar innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins hafi tryggt sér 300 af bestu sætunum í höllinni þar sem halda á keppnina. Ísraelskir fjölmiðlar hafa greint frá þessu í dag en á vef Ynet segir að talið sé að tveir af kynnum keppninnar, þeir Erez Tal og Assi Azar, hafi verið á meðal þeirra sem tókst að tryggja sér sinn skerf af bestu sætunum. Er vísað í yfirlýsingu ísraelska ríkissjónvarpsins (KAN) þar sem segir að farið hafi farið fram á það við miðasölusíðuna sem sá um miðasöluna að hún yrði stöðvuð tímabundið á meðan málið væri rannsakað. Eftirlitskerfi miðasölusíðunnar vakti athygli á óeðlilegum færslum og segir KAN að svo virðist sem að fjölmargar tilraunir hafi verið gerðar til þess að hafa „áhrif á söluna“Segjast aðeins hafa fylgt fyrirmælum Það hafi gert það að verkum að miðar fyrir um 300 af bestu sætum tónleikahallarinnar í Tel Aviv þar sem Eurovision fer fram í maí hafi farið til háttsettra einstaklinga innan fjölmiðla- og íþróttaheimsins, þar á meðal kynnanna tveggja, í stað almennings, þrátt fyrir skýr fyrirmæli KAN um að þau sætI ættu að fara í almenna sölu. Forráðamenn miðasölusíðunnar segja hins vegar að sum sætanna hafi verið frátekin að beiðni KAN og að vefsíðan hafi aðeins fylgt þeim fyrirmælum. Ynet hefur eftir heimildarmanni sínum að kynnarnir tveir sem tryggði sér hluta sætanna hafi greitt fullt verð fyrir miðana og hafi ekki talið sig verið að gera eitthvað rangt. Miðasalan hófst á fimmtudaginn og á innan við tveimur tímum var uppselt á úrslitakvöld Eurovision sem haldið verður 18. maí. Enn eru þó til miðar á undanúrslitakvöldin tvö þann 14. og 16. maí.Hatari tekur þátt fyrir Íslands hönd með laginu Hatrið mun sigra. Munu þeir stíga á svið þann 14. maí.
Eurovision Ísrael Tengdar fréttir Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15 Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Lífið samstarf Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Lífið Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fleiri fréttir Þórdís Lóa brast í söng í pontu Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Val Kilmer er látinn „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Vill kynlíf en ekki samband „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Jennifer Lawrence orðin tveggja barna móðir Forsetahjónin, Elísabet Jökuls og Hugleikur létu sig ekki vanta „Ég held ég sé með niðurgang“ Rekur heimili fyrir unglingsmæður í Kenía fyrir hálfa milljón á mánuði Steldu stílnum af heimili Svönu Lovísu Hollt veisluhlaðborð sem er lygilega bragðgott og girnilegt Stjörnulífið: Eddan, rauðar blúndur og afmæli í París VÆB-bræður fyrstir á svið í Eurovision Vörur sem flugfreyjur kaupa í Bandaríkjunum Stefán Einar og Sara Lind selja parhúsið Richard Chamberlain er látinn Úr svefnherbergispoppi í drum-n-bass: „Fólkið var ógeðslega mikið að fíla þetta“ „Þarna brotnaði ég bara niður og grét og grét“ Krakkatían: Andrés Önd, Bubbi Morthens og ballett Adolescence: Börn ekki lengur örugg ein inni í herbergi Halda tíu tíma maraþontónleika Löng fangelsisvist blasir við popparanum Áhrifavaldar og þingmenn ræddu kærleikann „Þetta má ekki vera feimnismál“ „Ástarsorg er best í heimi“ Fréttatía vikunnar: Eddan, rektorskjör og mannanafnanefnd Fólk spyrji um veganisma af forvitni frekar en til að vera með leiðindi Fimm tíma morgunrútínan sem allir eru að tala um Sjá meira
Ísland rýkur upp listann hjá veðbönkum eftir sigur Hatara Ísland mun enda í 4. sæti í Eurovision í maí ef eitthvað er að marka samantekt vefsíðunnar Eurovision World þar sem stuðlar helstu veðbanka eru teknir saman. 2. mars 2019 23:15
Heimsbyggðin bregst við sigri Hatara: „Guð minn góður þetta gerðist í alvöru“ Ef marka má umræðuþræði Eurovision aðdáenda og YouTube-myndbönd sem fjalla um sigur Hatara má sjá að lagið virðist almennt njóta mikilla vinsælda víða um heim. 3. mars 2019 14:27