Einn besti leikur Mitchell í endurkomusigri á Bucks Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. mars 2019 09:30 Donovan Mitchell vísir/getty Utah Jazz gerði sér lítið fyrir og lagði besta lið NBA deildarinnar Milwaukee Bucks að velli í nótt með ótrúlegri endurkomu í fjórða leikhluta. Það munaði sautján stigum á liðunum þegar tæpar tíu mínútur voru eftir í síðasta fjórðungnum. Þá tóku hins vegar heimamenn í Utah öll völd á vellinum og fóru á 17-2 kafla og minnkuðu muninn í 92-90. Donovan Mitchell jafnaði leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir og var leikurinn í járnum það sem eftir var. Donovan Mitchell kom stöðunni í 115-111 af vítalínunni þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum. Gestirnir náðu ekki að svara og sigurinn heimamanna. Mitchell skoraði 46 stig sem er hans besta á ferlinum. 17 af þeim stigum komu á síðustu átta mínútum leiksins.@spidadmitchell (career-high 46 PTS) & @Giannis_An34 (43 PTS) put on an epic scoring duel as the @utahjazz win at home! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/VmpNsC63UN — NBA (@NBA) March 3, 2019 Það gengur lítið upp hjá Los Angeles Lakers þessa dagana og þeir hittu botninn í nótt þegar þeir töpuðu fyrir versta liði deildarinnar Phoenix Suns. Þetta var aðeins þrettándi sigur Suns í 64 leikjum í vetur. LeBron James reyndi hvað hann gat að draga sína menn áfram en það gekk ekki í þetta skiptið þrátt fyrir 27 stig, 16 stoðsendingar og 9 fráköst. Lakers er nú fjórum og hálfum sigri frá sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þegar nítján leikir eru eftir í deildarkeppninni.#TimeToRise@DeandreAyton patrols the paint in the @Suns home win with 26 PTS, 10 REB! #NBARookspic.twitter.com/EZRKs0W4kn — NBA (@NBA) March 3, 2019 Stephen Curry leiddi meistarana í Golden State Warriors til sigurs gegn Philadelphia 76ers. Curry var í villuvandræðum en spilaði í gegnum þau og setti 28 stig í naumum 120-117 sigri Golden State. Hann var fjarverandi mest allan þriðja leikhluta en á lokasprettinum í fjórða leikhluta var það Curry sem fór fyrir gestunum og kláraði leikinn. Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig og DeMarcus Cousins bætti 25 við.@KDTrey5 (34 PTS, 5 AST) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) fuel the @warriors road W against Philadelphia! #DubNationpic.twitter.com/KlPTUDMWZt — NBA (@NBA) March 3, 2019Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 93-129 Indiana Pacers - Orlando Magic 112-117 Miami Heat - Brooklyn Nets 117-88 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 117-120 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 81-111 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 116-102 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 112-120 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 118-109 Utah Jazz - Milwaukee Bucks 115-111 NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira
Utah Jazz gerði sér lítið fyrir og lagði besta lið NBA deildarinnar Milwaukee Bucks að velli í nótt með ótrúlegri endurkomu í fjórða leikhluta. Það munaði sautján stigum á liðunum þegar tæpar tíu mínútur voru eftir í síðasta fjórðungnum. Þá tóku hins vegar heimamenn í Utah öll völd á vellinum og fóru á 17-2 kafla og minnkuðu muninn í 92-90. Donovan Mitchell jafnaði leikinn þegar fjórar mínútur voru eftir og var leikurinn í járnum það sem eftir var. Donovan Mitchell kom stöðunni í 115-111 af vítalínunni þegar örfáar sekúndur voru eftir af leiknum. Gestirnir náðu ekki að svara og sigurinn heimamanna. Mitchell skoraði 46 stig sem er hans besta á ferlinum. 17 af þeim stigum komu á síðustu átta mínútum leiksins.@spidadmitchell (career-high 46 PTS) & @Giannis_An34 (43 PTS) put on an epic scoring duel as the @utahjazz win at home! #TeamIsEverythingpic.twitter.com/VmpNsC63UN — NBA (@NBA) March 3, 2019 Það gengur lítið upp hjá Los Angeles Lakers þessa dagana og þeir hittu botninn í nótt þegar þeir töpuðu fyrir versta liði deildarinnar Phoenix Suns. Þetta var aðeins þrettándi sigur Suns í 64 leikjum í vetur. LeBron James reyndi hvað hann gat að draga sína menn áfram en það gekk ekki í þetta skiptið þrátt fyrir 27 stig, 16 stoðsendingar og 9 fráköst. Lakers er nú fjórum og hálfum sigri frá sæti í úrslitakeppni Vesturdeildarinnar þegar nítján leikir eru eftir í deildarkeppninni.#TimeToRise@DeandreAyton patrols the paint in the @Suns home win with 26 PTS, 10 REB! #NBARookspic.twitter.com/EZRKs0W4kn — NBA (@NBA) March 3, 2019 Stephen Curry leiddi meistarana í Golden State Warriors til sigurs gegn Philadelphia 76ers. Curry var í villuvandræðum en spilaði í gegnum þau og setti 28 stig í naumum 120-117 sigri Golden State. Hann var fjarverandi mest allan þriðja leikhluta en á lokasprettinum í fjórða leikhluta var það Curry sem fór fyrir gestunum og kláraði leikinn. Kevin Durant var stigahæstur í liði Golden State með 34 stig og DeMarcus Cousins bætti 25 við.@KDTrey5 (34 PTS, 5 AST) and @StephenCurry30 (28 PTS, 5 3PM) fuel the @warriors road W against Philadelphia! #DubNationpic.twitter.com/KlPTUDMWZt — NBA (@NBA) March 3, 2019Úrslit næturinnar: Cleveland Cavaliers - Detroit Pistons 93-129 Indiana Pacers - Orlando Magic 112-117 Miami Heat - Brooklyn Nets 117-88 Philadelphia 76ers - Golden State Warriors 117-120 Dallas Mavericks - Memphis Grizzlies 81-111 San Antonio Spurs - Oklahoma City Thunder 116-102 Denver Nuggets - New Orleans Pelicans 112-120 Phoenix Suns - Los Angeles Lakers 118-109 Utah Jazz - Milwaukee Bucks 115-111
NBA Mest lesið Þóra grætur í koddann ef Þorsteinn verður áfram með liðið Fótbolti Segir dóttur sína hafa gert mistök með því að velja íslenska landsliðið Fótbolti Mátti ekki kaupa íbúð Babe Ruth Sport „Þetta snýst ekki bara um Sveindísi og Karólínu“ Fótbolti Sjáðu þáttinn um N1 mótið: Sprungnar vindsængur, lukkuljón og Ronaldo hárgreiðsla Fótbolti Jordan Henderson snýr aftur í ensku úrvalsdeildina Enski boltinn Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Hneig niður tvisvar á risamóti í golfi Golf Viðurkenndi sök og má ekki keppa í CrossFit í fjögur ár Sport Dagskráin í dag: Golf og aftur golf Sport Fleiri fréttir Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Verður fimmti launahæsti íþróttamaður í heimi Fylkir og Valur í formlegt samstarf Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Sjá meira