Lazio vann þriggja marka sigur á Roma í ítölsku Seria A deildinni í kvöld.
Felipe Caicedo kom heimamönnum í Lazio yfir eftir tólf mínútna leik og reyndist mark hans það eina í fyrri hálfleik.
Heimamenn fengu svo vítaspyrnu á 72. mínútu, Ciro Immonile steig á punktinn og skoraði.
Danilo Cataldi innsiglaði svo þriggja marka sigurinn með marki á síðustu mínútum venjulegs leiktíma.
Lazio er nú þremur stigum á eftir Roma en liðin sitja í 5. og 6. sæti deildarinnar.
