Karlmaður var handtekinn í Reykjavík fyrr í dag eftir að hann dró upp hníf í verslunarmiðstöð í borginni.
Í dagbók lögreglu segir að maðurinn hafi dregið upp hníf þar sem hann var staddur í verslun í verslunarmiðstöðinni Hann sýndi hins vegar ekki af sér ógnandi hegðun og var farinn úr versluninni er lögreglan kom á svæðið.
Var maðurinn handtekinn skömmu síðar, skýrsla tekin af honum og honum sleppt eftir að hnífurinn var haldlagður.
Dró upp hníf í verslun
Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
