Hafa flett ofan af fleiri skrefum í áætlun mannræningjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2019 23:15 Ekkert er vitað hvar Anne-Elisabeth Hagen er niðurkomin eða hvort hún er á lífi. Mynd/Norska lögreglan Lögreglumenn sem rannsaka hvarf Anne-Elisabeth Hagen hafa fundið fleiri vísbendingar sem gefa til kynna að mannránið hafi verið þaulskipulagt. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. Anne-Elisabeth er gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Talið er að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi þann 31. október síðastliðinn en ekkert hefur spurst til hennar síðan. Meintir mannræningjar hafa sett sig í samband við fjölskylduna og krafist milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero. Í frétt NRK segir að lögregla hafi flett ofan af fjölmörgum skrefum í áætlun mannræningjanna, sem teygi anga sína marga mánuði aftur í tímann. Lögregla staðfestir þetta í svari við fyrirspurn NRK. Á grundvelli rannsóknarhagsmuna sé hins vegar ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það hvers eðlis nýju vísbendingarnar eru. „Við getum ekki farið nánar út í það hvernig undirbúningsskref þetta hafa verið, hvenær þeim var hrint í framkvæmd eða hvenær komist var á snoðir um þau,“ segir í svari lögreglu.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaBlaðagrein, dularfullir menn og ummerki á baðherberginu Áður hefur verið greint frá því að grein sem skrifuð var um auðæfi Toms Hagens í norsku héraðsblaði í júlí í fyrra hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Talið er að greinin hafi mögulega veitt mannræningjunum „innblástur“. Þá hefur lögregla haft nafnlausan rafmyntar-aðgang, sem sagður er vera á vegum mannræningjanna, til rannsóknar en aðgangurinn var stofnaður skömmu eftir að áðurnefnd blaðagrein var birt. Einnig hefur leit staðið yfir af tveimur mönnum, sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagens nokkrum klukkutímum áður en Anne-Elisabeth var rænt. Talið er að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn, meðlimi Hagen-fjölskyldunnar og heimili hennar í Lørenskógi í aðdraganda mannránsins.Norska lögreglan hélt síðast blaðamannafund í gær. Þar kom fram að enn hefðu engar vísbendingar fundist um að Anne-Elisabeth væri á lífi. Lögregla útilokaði jafnframt ekki að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani. Þá greindi norska dagblaðið Verdens Gang frá því í vikunni að fundist hefðu ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin eftir baðherbergisgólfinu á heimili sínu þegar henni var rænt. Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Lögreglumenn sem rannsaka hvarf Anne-Elisabeth Hagen hafa fundið fleiri vísbendingar sem gefa til kynna að mannránið hafi verið þaulskipulagt. Norska ríkisútvarpið NRK greinir frá þessu en ekki hefur verið fjallað áður um umræddar vísbendingar. Anne-Elisabeth er gift milljarðamæringnum Tom Hagen. Talið er að henni hafi verið rænt af heimili þeirra hjóna í Lørenskógi þann 31. október síðastliðinn en ekkert hefur spurst til hennar síðan. Meintir mannræningjar hafa sett sig í samband við fjölskylduna og krafist milljóna í lausnargjald í rafmyntinni Monero. Í frétt NRK segir að lögregla hafi flett ofan af fjölmörgum skrefum í áætlun mannræningjanna, sem teygi anga sína marga mánuði aftur í tímann. Lögregla staðfestir þetta í svari við fyrirspurn NRK. Á grundvelli rannsóknarhagsmuna sé hins vegar ekki hægt að veita frekari upplýsingar um það hvers eðlis nýju vísbendingarnar eru. „Við getum ekki farið nánar út í það hvernig undirbúningsskref þetta hafa verið, hvenær þeim var hrint í framkvæmd eða hvenær komist var á snoðir um þau,“ segir í svari lögreglu.Heimili Hagen-hjónanna í Fjellhamar í Lørenskógi í Noregi. Talið er að Anne-Elisabeth hafi verið rænt þaðan að morgni 31. október.vísir/epaBlaðagrein, dularfullir menn og ummerki á baðherberginu Áður hefur verið greint frá því að grein sem skrifuð var um auðæfi Toms Hagens í norsku héraðsblaði í júlí í fyrra hafi verið til rannsóknar hjá lögreglu. Talið er að greinin hafi mögulega veitt mannræningjunum „innblástur“. Þá hefur lögregla haft nafnlausan rafmyntar-aðgang, sem sagður er vera á vegum mannræningjanna, til rannsóknar en aðgangurinn var stofnaður skömmu eftir að áðurnefnd blaðagrein var birt. Einnig hefur leit staðið yfir af tveimur mönnum, sem sáust fyrir utan vinnustað Toms Hagens nokkrum klukkutímum áður en Anne-Elisabeth var rænt. Talið er að mannræningjarnir hafi vaktað vinnustaðinn, meðlimi Hagen-fjölskyldunnar og heimili hennar í Lørenskógi í aðdraganda mannránsins.Norska lögreglan hélt síðast blaðamannafund í gær. Þar kom fram að enn hefðu engar vísbendingar fundist um að Anne-Elisabeth væri á lífi. Lögregla útilokaði jafnframt ekki að Anne-Elisabeth hefði verið ráðinn bani. Þá greindi norska dagblaðið Verdens Gang frá því í vikunni að fundist hefðu ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin eftir baðherbergisgólfinu á heimili sínu þegar henni var rænt.
Anne-Elisabeth Hagen Noregur Tengdar fréttir Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37 Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33 Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34 Mest lesið Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni Erlent Fleiri fréttir Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Twitter-morðinginn tekinn af lífi Stígur fram og segir Írani hafa löðrungað Bandaríkin „Áreiðanleg gögn“ sanni verulegt tjón á kjarnorkumannvirkjum Hvar er Khamenei? Ný ráðgjafarnefnd Kennedy hyggst endurskoða bólusetningar barna Stofna sérstakan dómstól vegna árásarglæpa Rússa Segist funda með ráðamönnum Íran í næstu viku Trump íhugar að láta Úkraínumenn fá fleiri Patriot-kerfi Sjá meira
Hafa fundið hluti í stöðuvatninu sem teknir verða til frekari rannsóknar Lögregla í Noregi hefur nú lokið leit sinni í Langvannet þar sem vísbendinga var leitað í tengslum við ránið á Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 28. janúar 2019 08:37
Ummerki um að Anne-Elisabeth hafi verið dregin út af baðherberginu Ekki hefur verið greint áður frá þessum vísbendingum í tengslum við hvarfið en norska dagblaðið Verdens gang fjallaði fyrst um málið í kvöld. 26. febrúar 2019 23:33
Þrír mánuðir frá því að Anne-Elisabeth var rænt en lögreglan engu nær Lögreglan í Noregi kveðst ekkert ætla að tjá sig um það hvað fannst í stöðuvatninu Langevannet fyrr í vikunni en leitað var að vatninu að vísbendingum í tengslum við ránið Anne-Elisabeth Falkevik Hagen. 31. janúar 2019 08:34