Amman í Jökulsárlóni lýsir hrakförunum: "Þá byrjaði hásætið að velta“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2019 20:59 Alda hrifsaði ísjakann með sér og bar Judith Streng með sér út á Atlantshafið. Myndir/Catherine Streng Judith Streng, bandarískur ferðamaður sem var stödd hér á landi í vikunni, lýsir því þegar hún komst í hann krappann við Jökulsárlón á þriðjudag í samtali við bandarísku fréttastofuna ABC í dag. Hrakfarir Judith vöktu heimsathygli í vikunni en ísjaki, sem hún settist á, flaut á haf út. Barnabarn Judith, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni á miðvikudag, við góðar undirtektir. Judith kom hingað til lands ásamt syni sínum, Rod Streng, síðastliðinn laugardag en mæðginin komu við í Jökulsárlóni á þriðjudag, með fyrrgreindum afleiðingum.Flaut út á haf í „hásætinu“ „Þetta [ísjakinn] var í laginu eins og kjörinn staður til að sitja á. Þú sérð það með því að skoða lagið á honum og ég hugsaði, jæja, þetta lítur út fyrir að vera skemmtilegt,“ segir Judith í samtali við ABC-fréttastofuna.Judith ræddi við sjónvarpsmenn ABC í gegnum Skype.SKjáskot/ABCHún lýsir því svo þegar hiti tók að færast í leikinn – og kallar ísjakann jafnframt „hásæti“. „Þegar ég fór upp á hann byrjaði hann að riða og það var alda á leiðinni. Gríðarstór alda kom aðvífandi og þá byrjaði hásætið að velta og ég fann að ég var að renna af því.“ Judith kveðst hafa haldið að jakinn væri öruggur og skorðaður á sínum stað. Máli sínu til stuðnings nefndi hún að nokkrar stúlkur hafi tyllt sér í „hásætið“ á undan henni, án vandkvæða. „En ég er ekki mjög þung. Þannig að það hefur líklega verið auðveldara að fljóta af stað með mig.“Tækifæri til að verða loksins drottning Þá er Judith upplitsdjörf þrátt fyrir hrakfarirnar í lóninu. „Þú veist, ég óskaði þess alltaf að verða drottning. Ég meina, láttu ekki svona, þetta var tækifærið.“ Catherine, sonardóttir Judith, lýsti því í viðtali við Vísi í vikunni að Flórídamaður að nafni Randy LaCount hafi komið ömmu sinni til bjargar. Henni varð því ekki meint af hinu stutta ferðalagi út á rúmsjó. Þá hafa fleiri erlendir miðlar fjallað um mál Judith, þar á meðal bandaríska Fox-sjónvarpsstöðin sem birti frétt í dag byggða á viðtali ABC. Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Alda bar ömmu frá Íslandsströndum Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut út á sjó. 28. febrúar 2019 11:16 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Judith Streng, bandarískur ferðamaður sem var stödd hér á landi í vikunni, lýsir því þegar hún komst í hann krappann við Jökulsárlón á þriðjudag í samtali við bandarísku fréttastofuna ABC í dag. Hrakfarir Judith vöktu heimsathygli í vikunni en ísjaki, sem hún settist á, flaut á haf út. Barnabarn Judith, Catherine Streng, birti ljósmyndir af atburðarásinni á Twitter-síðu sinni á miðvikudag, við góðar undirtektir. Judith kom hingað til lands ásamt syni sínum, Rod Streng, síðastliðinn laugardag en mæðginin komu við í Jökulsárlóni á þriðjudag, með fyrrgreindum afleiðingum.Flaut út á haf í „hásætinu“ „Þetta [ísjakinn] var í laginu eins og kjörinn staður til að sitja á. Þú sérð það með því að skoða lagið á honum og ég hugsaði, jæja, þetta lítur út fyrir að vera skemmtilegt,“ segir Judith í samtali við ABC-fréttastofuna.Judith ræddi við sjónvarpsmenn ABC í gegnum Skype.SKjáskot/ABCHún lýsir því svo þegar hiti tók að færast í leikinn – og kallar ísjakann jafnframt „hásæti“. „Þegar ég fór upp á hann byrjaði hann að riða og það var alda á leiðinni. Gríðarstór alda kom aðvífandi og þá byrjaði hásætið að velta og ég fann að ég var að renna af því.“ Judith kveðst hafa haldið að jakinn væri öruggur og skorðaður á sínum stað. Máli sínu til stuðnings nefndi hún að nokkrar stúlkur hafi tyllt sér í „hásætið“ á undan henni, án vandkvæða. „En ég er ekki mjög þung. Þannig að það hefur líklega verið auðveldara að fljóta af stað með mig.“Tækifæri til að verða loksins drottning Þá er Judith upplitsdjörf þrátt fyrir hrakfarirnar í lóninu. „Þú veist, ég óskaði þess alltaf að verða drottning. Ég meina, láttu ekki svona, þetta var tækifærið.“ Catherine, sonardóttir Judith, lýsti því í viðtali við Vísi í vikunni að Flórídamaður að nafni Randy LaCount hafi komið ömmu sinni til bjargar. Henni varð því ekki meint af hinu stutta ferðalagi út á rúmsjó. Þá hafa fleiri erlendir miðlar fjallað um mál Judith, þar á meðal bandaríska Fox-sjónvarpsstöðin sem birti frétt í dag byggða á viðtali ABC.
Ferðamennska á Íslandi Hornafjörður Tengdar fréttir Alda bar ömmu frá Íslandsströndum Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut út á sjó. 28. febrúar 2019 11:16 Mest lesið Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Innlent Maðurinn í lífshættu og til rannsóknar hver veitti áverkana Innlent Láta ekki lengur flokka drykkjarfernur frá pappírsúrgangi Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Barn flutt á sjúkrahús eftir að hafa lent undir bíl Innlent Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Erlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Alda bar ömmu frá Íslandsströndum Bandarískur ferðamaður komst í hann krappan við Jökulsárlón á þriðjudag þegar ísjaki sem hann hafði sest á flaut út á sjó. 28. febrúar 2019 11:16
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent