„Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir“ Birgir Olgeirsson skrifar 1. mars 2019 11:12 WOW og Indigo funduðu stíft í gær en á meðan styrktist gengi Icelandair. V'isir Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa sé litið til gengisstyrkingar Icelandair. Þetta segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningadeildar Capacent. Gengi í hlutabréfum flugfélagsins Icelandair hækkaði um 7,52 prósent í gær á meðan samninganefnd flugfélagsins WOW Air fundaði stíft með fulltrúum bandaríska fjárfestingasjóðsins Indigo Partners í höfuðstöðvum WOW á Höfðatorgi í gær.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.Í gærkvöldi sendi WOW Air frá sér tilkynningu þess efnis að ekki hefði náðst að ganga frá endanlegu samkomulagi um kaup sjóðsins á stórum hlut í WOW Air en viðræðum verður framhaldið og er vonast til að þeim verði lokið fyrir föstudaginn 29. mars. Gengi í hlutabréfum Icelandair hefur hækkað um 5,5 prósent það sem af er degi en Snorri segir í samtali við Vísi að hann eigi erfitt með að draga einhverjar ályktanir af því hvernig þessar viðræður í raun ganga. Snorri segir hins vegar að ef horft sé til markaðarins þá virðist hann líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo gangi illa. „Flestir túlka að þetta gangi ekki eins vel og af er látið. Þú sérð viðbrögðin á markaði. Icelandair er að hækka og því virðist markaðurinn túlka að það séu vandræði á þessum samningaviðræðum og minni líkur á að samningar gangi ekki eftir. Þannig er markaðurinn að túlka það, en ég sjálfur treysti mér ekki til annars en að benda á viðbrögð á markaði og hvað þau segja,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann segir tvær sviðsmyndir í gangi fyrir Icelandair, annars vegar að Icelandair takist ekki að snúa við rekstri félagsins og þá sé mikil hætta á að það verði í verulegum rekstrarvandræðum eftir tvö ár. Sjá einnig: Icelandair tapaði 6,6 milljörðum í fyrraSkúli Mogensen, forstjóri WOW Air, í bílakjallara Höfðatorgs þar sem hann sagðist alltaf vongóður í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi.Stöð 2Verðmatsgengi Capacent á Icelandair er tólf og miðast við að flugfélagið takist að snúa við rekstrinum og líkurnar á því aukast ef WOW Air hættir rekstri. Þess vegna gæti gengi á markaði endurspeglað gang samningaviðræðnanna. Gengi Icelandair á markaði er langt undir verðmatsgengi sem miðar við þá sviðsmynd Capacent að Icelandair nái að snúa við rekstrinum. Á móti kemur er gengi Icelandair á markaði töluvert hærra sé miðað við svartsýnu spána, að Icelandair nái ekki að snúa við rekstrinum og lenda í vandræðum eftir tvö ár. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“ Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42 Skúli segist alltaf vera vongóður Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar. 28. febrúar 2019 23:34 Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Íslenski hlutabréfamarkaðurinn virðist líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo Partners gangi illa sé litið til gengisstyrkingar Icelandair. Þetta segir Snorri Jakobsson, forstöðumaður greiningadeildar Capacent. Gengi í hlutabréfum flugfélagsins Icelandair hækkaði um 7,52 prósent í gær á meðan samninganefnd flugfélagsins WOW Air fundaði stíft með fulltrúum bandaríska fjárfestingasjóðsins Indigo Partners í höfuðstöðvum WOW á Höfðatorgi í gær.Snorri Jakobsson, forstöðumaður hjá Capacent.Í gærkvöldi sendi WOW Air frá sér tilkynningu þess efnis að ekki hefði náðst að ganga frá endanlegu samkomulagi um kaup sjóðsins á stórum hlut í WOW Air en viðræðum verður framhaldið og er vonast til að þeim verði lokið fyrir föstudaginn 29. mars. Gengi í hlutabréfum Icelandair hefur hækkað um 5,5 prósent það sem af er degi en Snorri segir í samtali við Vísi að hann eigi erfitt með að draga einhverjar ályktanir af því hvernig þessar viðræður í raun ganga. Snorri segir hins vegar að ef horft sé til markaðarins þá virðist hann líta svo á að samningaviðræður WOW Air og Indigo gangi illa. „Flestir túlka að þetta gangi ekki eins vel og af er látið. Þú sérð viðbrögðin á markaði. Icelandair er að hækka og því virðist markaðurinn túlka að það séu vandræði á þessum samningaviðræðum og minni líkur á að samningar gangi ekki eftir. Þannig er markaðurinn að túlka það, en ég sjálfur treysti mér ekki til annars en að benda á viðbrögð á markaði og hvað þau segja,“ segir Snorri í samtali við Vísi. Hann segir tvær sviðsmyndir í gangi fyrir Icelandair, annars vegar að Icelandair takist ekki að snúa við rekstri félagsins og þá sé mikil hætta á að það verði í verulegum rekstrarvandræðum eftir tvö ár. Sjá einnig: Icelandair tapaði 6,6 milljörðum í fyrraSkúli Mogensen, forstjóri WOW Air, í bílakjallara Höfðatorgs þar sem hann sagðist alltaf vongóður í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í gærkvöldi.Stöð 2Verðmatsgengi Capacent á Icelandair er tólf og miðast við að flugfélagið takist að snúa við rekstrinum og líkurnar á því aukast ef WOW Air hættir rekstri. Þess vegna gæti gengi á markaði endurspeglað gang samningaviðræðnanna. Gengi Icelandair á markaði er langt undir verðmatsgengi sem miðar við þá sviðsmynd Capacent að Icelandair nái að snúa við rekstrinum. Á móti kemur er gengi Icelandair á markaði töluvert hærra sé miðað við svartsýnu spána, að Icelandair nái ekki að snúa við rekstrinum og lenda í vandræðum eftir tvö ár. „Markaðurinn virðist túlka að það séu meiri líkur nú en áður á að samningar gangi ekki eftir og WOW muni hætta starfsemi, það kemur þá það fram í verði Icelandair.“
Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42 Skúli segist alltaf vera vongóður Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar. 28. febrúar 2019 23:34 Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51 Mest lesið Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent „Beindu skammbyssu að höfðinu á mér og sögðu: I will kill you“ Atvinnulíf Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Viðskipti erlent Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Stærsti nóvembermánuður í sögu Icelandair Linda fer ekki fram til áframhaldandi stjórnarsetu Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Sjá meira
Stefnir í tíu prósenta samdrátt á flugsætum í sumar Icelandair áformar að auka sætaframboð sitt yfir sumartímann um 14% í ár frá því sem var í fyrra. Áætlanir gera ráð fyrir að framboð sæta hjá WOW air dragist saman um 44%. 18. febrúar 2019 14:42
Skúli segist alltaf vera vongóður Skúli Mogensen, forstjóri og stofnandi Wow air, segist alltaf vera vongóður aðspurður um hvort takist að sigla kaupum Indigo Partners á stórum hlut í Wow Air í heimahöfn fyrr en síðar. 28. febrúar 2019 23:34
Wow air og Indigo ekki náð samkomulagi en viðræður halda áfram Wow air og Indigo Partners hafa ekki gengið frá endanlegu samkomulagi um kaup bandaríska félagsins á stórum hlut í Wow air. Viðræður munu halda áfram og vonast er til að þeim verði lokið fyrir 29. mars. 28. febrúar 2019 22:51