„Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 19. mars 2019 14:25 Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. Vísir/vilhelm Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. Þorsteinn gerði afsögn Sigríðar Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og atburðarásina í aðdraganda hennar að umfjöllunarefni í pistli sem hann birti á Hringbraut undir yfirskriftinni „Ástæða afsagnarinnar skiptir verulegu máli“. „Fyrstu viðbrögð Sigríðar Andersen voru því rökrétt miðað við þá siðferðilegu mælikvarða sem forsætisráðherra setti í fyrra þegar öll kurl málsins komu í ljós. Opinber ástæða þess að ráðherra sagði af sér daginn eftir var líka allt önnur. Sem sagt sú að ráðherra vildi ekki að persóna hennar truflaði vinnu við að greiða úr þeim flækjum sem dómurinn leiddi til,“ segir Þorsteinn sem leikur hugur á að vita hverjir það voru sem persóna Sigríðar á að hafa truflað. „Opinberlega voru það ekki embættismenn eða dómarar, ekki fræðimenn, ekki þingmenn Sjálfstæðisflokksins, ekki þingmenn Framsóknar, ekki þingmenn VG, ekki þingmenn Miðflokksins. Þingmenn Viðreisnar kröfðust ekki beint afsagnar en töldu mikilvægt að traust ríkti um viðbrögðin og bentu á að þeir hefðu tekið afstöðu til setu ráðherrans á síðasta ári í atkvæðagreiðslu um vantraust. Þingmenn Samfylkingar og Pírata kröfðust hins vegar afsagnar afdráttarlaust. Engir aðrir.“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þjóðin eigi skilið að vita raunverulegt tilefni afsagnar Sigríðar.Vísir Ólíklegt að Sigríður hafi sagt af sér vegna Samfylkingar og Pírata Þorsteinn segir að í þessu ljósi virðist Sigríður því eingöngu hafa sagt af sér vegna Samfylkingarinnar og Pírata. Það þykir honum þó frekar fjarstæðukennt og bendir á að flestir hallist að þeirri kenningu að þrýstingur frá forsætisráðherra og þingmanna VG hafi orðið til þess að hún sagði af sér. „En sé svo hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína og flokks síns að málinu. Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt, Sigríður og Katrín, nema þær viðurkenni að Samfylkingin og Píratar hafi í raun ráðið málalokum. Þetta er óþægileg staða fyrir ríkisstjórnina. Alveg sérstaklega er það erfitt fyrir forsætisráðherra ef svo er að hún hefur ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína að afsögn dómsmálaráðherrans.“ Þorsteinn segir að forsætisráðherra hafi „lækkað siðferðislega mælikvarða“ með því að hafa ekki séð til þess að dómsmálaráðherra viki um leið og það kom í ljós að Sigríður hefði haldið upplýsingum frá Alþingi þegar hún óskaði eftir stuðningi þess við ákvörðun sína. „En sé það svo eins og margir hafa haldið fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku ráðið því bak við luktar dyr að Sigríður Andersen sagði af sér verður ekki dregin önnur ályktun af því en að forsætisráðherra sé að viðurkenna þau mistök sem hún gerði í fyrra. Og um leið að leiðrétta þau.“ Þorsteinn segir að almenningur eigi skilið að vita hvaða ástæða var fyrir afsögn Sigríðar. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins, segir Landsréttarmálið reynast ríkisstjórninni erfitt. Upp sé komin óþægileg staða því ekki sé samræmi í máli ráðherra ríkisstjórnarinnar um það hvers vegna Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sagði af sér. Þorsteinn gerði afsögn Sigríðar Andersen fyrrverandi dómsmálaráðherra og atburðarásina í aðdraganda hennar að umfjöllunarefni í pistli sem hann birti á Hringbraut undir yfirskriftinni „Ástæða afsagnarinnar skiptir verulegu máli“. „Fyrstu viðbrögð Sigríðar Andersen voru því rökrétt miðað við þá siðferðilegu mælikvarða sem forsætisráðherra setti í fyrra þegar öll kurl málsins komu í ljós. Opinber ástæða þess að ráðherra sagði af sér daginn eftir var líka allt önnur. Sem sagt sú að ráðherra vildi ekki að persóna hennar truflaði vinnu við að greiða úr þeim flækjum sem dómurinn leiddi til,“ segir Þorsteinn sem leikur hugur á að vita hverjir það voru sem persóna Sigríðar á að hafa truflað. „Opinberlega voru það ekki embættismenn eða dómarar, ekki fræðimenn, ekki þingmenn Sjálfstæðisflokksins, ekki þingmenn Framsóknar, ekki þingmenn VG, ekki þingmenn Miðflokksins. Þingmenn Viðreisnar kröfðust ekki beint afsagnar en töldu mikilvægt að traust ríkti um viðbrögðin og bentu á að þeir hefðu tekið afstöðu til setu ráðherrans á síðasta ári í atkvæðagreiðslu um vantraust. Þingmenn Samfylkingar og Pírata kröfðust hins vegar afsagnar afdráttarlaust. Engir aðrir.“ Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, segir að þjóðin eigi skilið að vita raunverulegt tilefni afsagnar Sigríðar.Vísir Ólíklegt að Sigríður hafi sagt af sér vegna Samfylkingar og Pírata Þorsteinn segir að í þessu ljósi virðist Sigríður því eingöngu hafa sagt af sér vegna Samfylkingarinnar og Pírata. Það þykir honum þó frekar fjarstæðukennt og bendir á að flestir hallist að þeirri kenningu að þrýstingur frá forsætisráðherra og þingmanna VG hafi orðið til þess að hún sagði af sér. „En sé svo hefur Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína og flokks síns að málinu. Þær geta einfaldlega ekki báðar sagt satt, Sigríður og Katrín, nema þær viðurkenni að Samfylkingin og Píratar hafi í raun ráðið málalokum. Þetta er óþægileg staða fyrir ríkisstjórnina. Alveg sérstaklega er það erfitt fyrir forsætisráðherra ef svo er að hún hefur ekki sagt allan sannleikann um aðkomu sína að afsögn dómsmálaráðherrans.“ Þorsteinn segir að forsætisráðherra hafi „lækkað siðferðislega mælikvarða“ með því að hafa ekki séð til þess að dómsmálaráðherra viki um leið og það kom í ljós að Sigríður hefði haldið upplýsingum frá Alþingi þegar hún óskaði eftir stuðningi þess við ákvörðun sína. „En sé það svo eins og margir hafa haldið fram að forsætisráðherra hafi í síðustu viku ráðið því bak við luktar dyr að Sigríður Andersen sagði af sér verður ekki dregin önnur ályktun af því en að forsætisráðherra sé að viðurkenna þau mistök sem hún gerði í fyrra. Og um leið að leiðrétta þau.“ Þorsteinn segir að almenningur eigi skilið að vita hvaða ástæða var fyrir afsögn Sigríðar.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Tengdar fréttir Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30 „Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15 „Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36 Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Erlent Fleiri fréttir „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður Sjá meira
Bein útsending: Viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mun flytja munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi Mannréttindadómstóls Evrópu vegna skipanar dómara við Landsrétt. 18. mars 2019 13:30
„Við eigum ekki að hleypa þessari umræðu í pólitískar skotgrafir“ Forsætisráðherra flutti munnlega skýrslu um viðbrögð stjórnvalda við dómi MDE. 18. mars 2019 15:15
„Haldið að þetta sé svo dramatískt“ Sigríður Andersen hefur fulla trú á að Þórdís nái að skapa ró um dómsmálaráðuneytið. 14. mars 2019 16:36
Vill skapa frið með ákvörðun sinni Sigríður Á. Andersen fráfarandi dómsmálaráðherra segir að hún hafi ekki verið beitt þrýstingi um að segja af sér 13. mars 2019 18:49