Auglýsa eftir mjólk handa huldubarni Sveinn Arnarsson skrifar 19. mars 2019 07:15 Sagan sem mæðrum er sögð innan sinna hópa er sú að mjög veikt barn í heimahúsi í Reykjavík þurfi á brjóstamjólk að halda. Vísir/Getty Ósk um að fá brjóstamjólk að gjöf vegna veiks barns í Reykjavík hefur komið inn á nokkra mömmuhópa á Facebook upp á síðkastið. Landspítalinn segir hins vegar ekkert vitað um þetta barn og að þessi mjólkursöfnun sé ekki á þeirra vegum. Á sama tíma hefur brjóstamjólk orðið vinsæll drykkur vaxtarræktarfólks og lyftingamanna. Sagan sem mæðrum er sögð innan sinna hópa er sú að mjög veikt barn í heimahúsi í Reykjavík þurfi á brjóstamjólk að halda. Það hrjáist áf sjaldgæfum sjúkdómi sem valdi því að að það þurfi á brjóstamjólk að halda því það geti ekki drukkið þurrmjólk af neinu tagi. Því sé mikilvægt, vegna veikinda barnsins, að það fái hreina brjóstamjólk. Þegar mæður hafi reynt að kanna málið nánar hafi milliliður átt að ná í brjóstamjólkina og koma henni áleiðis. Ekki var hægt að komast beint í samband við þessa fjölskyldu sem átti að eiga þetta veika barn. Brjóstamjólk hefur upp á síðkastið orðið vinsæl vara meðal kraftlyftingafólks og/eða áhugafólks um vaxtarrækt sem telur að með því að neyta brjóstamjólkur hraði það uppbyggingu vöðva. Víða erlendis er hægt að verða sér úti um vöruna gegn greiðslu. Brjóstamjólk er hins vegar ekki svo mikill undradrykkur fyrir uppbyggingu vöðva fullorðinna að það þurfi að verða sér úti um slíkan drykk á fölskum forsendum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga Landspítalans, segir að spítalinn hafi fengið fyrirspurnir þar sem þessi saga hafi verið sögð, að um veikt barn sé að ræða. „Það eru tvær mögulegar skýringar á þessu. Annars vegar að það sé í raun barn hér einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu með sjúkdóm sem spítalinn viti ekki um og þá er mikilvægt að koma því undir læknishendur,“ segir Jón Magnús. „Hin skýringin er sú að einhverjir séu að reyna að komast yfir brjóstamjólk í einhverjum öðrum tilgangi.“ Hér á landi er rekinn brjóstamjólkurbanki á vökudeild Landspítalans. Sú mjólk kemur öll frá Danmörku. Margrét Thorlacius, deildarstjóri vökudeildar Landspítalans, segir þá mjólk gefna á sjúkrahúsinu og fari ekki út úr húsi. Henni sé ekki kunnugt um að veikt barn sé í Reykjavík og þurfi á brjóstamjólk að halda. „Við rekum okkar eigin banka og við stöndum ekki í því að safna saman brjóstamjólk hér á landi,“ segir Margrét. Rétt er að benda fólki á að ef einhver þurfi á brjóstamjólk að halda vegna veikinda barns er hægt að hafa samband við vökudeild Landspítalans sem metur hvert tilfeli fyrir sig. Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Ósk um að fá brjóstamjólk að gjöf vegna veiks barns í Reykjavík hefur komið inn á nokkra mömmuhópa á Facebook upp á síðkastið. Landspítalinn segir hins vegar ekkert vitað um þetta barn og að þessi mjólkursöfnun sé ekki á þeirra vegum. Á sama tíma hefur brjóstamjólk orðið vinsæll drykkur vaxtarræktarfólks og lyftingamanna. Sagan sem mæðrum er sögð innan sinna hópa er sú að mjög veikt barn í heimahúsi í Reykjavík þurfi á brjóstamjólk að halda. Það hrjáist áf sjaldgæfum sjúkdómi sem valdi því að að það þurfi á brjóstamjólk að halda því það geti ekki drukkið þurrmjólk af neinu tagi. Því sé mikilvægt, vegna veikinda barnsins, að það fái hreina brjóstamjólk. Þegar mæður hafi reynt að kanna málið nánar hafi milliliður átt að ná í brjóstamjólkina og koma henni áleiðis. Ekki var hægt að komast beint í samband við þessa fjölskyldu sem átti að eiga þetta veika barn. Brjóstamjólk hefur upp á síðkastið orðið vinsæl vara meðal kraftlyftingafólks og/eða áhugafólks um vaxtarrækt sem telur að með því að neyta brjóstamjólkur hraði það uppbyggingu vöðva. Víða erlendis er hægt að verða sér úti um vöruna gegn greiðslu. Brjóstamjólk er hins vegar ekki svo mikill undradrykkur fyrir uppbyggingu vöðva fullorðinna að það þurfi að verða sér úti um slíkan drykk á fölskum forsendum. Jón Magnús Kristjánsson, yfirmaður bráðalækninga Landspítalans, segir að spítalinn hafi fengið fyrirspurnir þar sem þessi saga hafi verið sögð, að um veikt barn sé að ræða. „Það eru tvær mögulegar skýringar á þessu. Annars vegar að það sé í raun barn hér einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu með sjúkdóm sem spítalinn viti ekki um og þá er mikilvægt að koma því undir læknishendur,“ segir Jón Magnús. „Hin skýringin er sú að einhverjir séu að reyna að komast yfir brjóstamjólk í einhverjum öðrum tilgangi.“ Hér á landi er rekinn brjóstamjólkurbanki á vökudeild Landspítalans. Sú mjólk kemur öll frá Danmörku. Margrét Thorlacius, deildarstjóri vökudeildar Landspítalans, segir þá mjólk gefna á sjúkrahúsinu og fari ekki út úr húsi. Henni sé ekki kunnugt um að veikt barn sé í Reykjavík og þurfi á brjóstamjólk að halda. „Við rekum okkar eigin banka og við stöndum ekki í því að safna saman brjóstamjólk hér á landi,“ segir Margrét. Rétt er að benda fólki á að ef einhver þurfi á brjóstamjólk að halda vegna veikinda barns er hægt að hafa samband við vökudeild Landspítalans sem metur hvert tilfeli fyrir sig.
Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23 Mest lesið „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ Innlent Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent „Nei, Áslaug Arna“ Innlent Lögreglan leitar að Óla Erni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Innlent „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Innlent Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Innlent Margeir stefnir ríkinu Innlent Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Innlent Fleiri fréttir Lögreglan leitar að Óla Erni „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Grænlendingar fá Erling til að gera Grænland grænna Rúmar hundrað milljónir í þágu barna í Mosfellsbæ Eftirlýstur frambjóðandi dregur sig í hlé Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Brot úr leyniupptökunum í fréttatímanum „Berum ekki ábyrgð á því sem að fólk segir úti í bæ“ Ríkislögreglustjóri beinir sjónum sínum að leynilegri upptöku Tilefni til að kanna hvort ráðherra hafi farið á svig við siðareglur Hundruð umsókna frá bændum vegna tjóns í kuldatíð í vor og sumar Margeir stefnir ríkinu Kjóstu rétt á Vísi Þakplötur fuku af hlöðu í Aðaldal Setja hundrað milljónir í barnavernd í Mosó Skora á Alþingi að bæta stöðu Kvikmyndasjóðs Enginn formlegur sáttafundur í tíu daga Leikskólakennarar á Nesinu fjölmenntu til fundar við bæjarstjóra Búast má við frekari vegalokunum þegar byrjar aftur að rigna Samgöngur og neysluvatn að komast í samt lag Pallborðið: Hvalveiðafár og skóla- og heilbrigðismál Hafa opnað veginn um Eyrarhlíð á ný Femínistar ævareiðir út í Þórð Snæ Von á hvellum frá sérsveitinni í hjarta Kópavogs Reyna að hreinsa vatnsbólið á Flateyri eftir hádegi Búið að opna veginn um Ísafjarðardjúp Engin bein tilmæli um breytingar á meðan endurskoðun stendur Davíð Viðarsson heitir nú aftur Quang Le Foreldrafélag MR segist virða kröfur kennara en gagnrýnir verkfall Sjá meira
Amma barnsins segir skelfilegt að mjólkurgjafir kvenna hafi verið gerðar tortryggilegar Barnið sem fær mjólkurgjafir kvenna með sjaldgæfan taugasjúkdóm. 19. mars 2019 11:23
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“
Leynilega upptakan á Edition-hótelinu:„Ef ég á að taka fimmta sætið vil ég verða þinn maður í þessu“ Innlent