Sjá fram á brottvísanir í stað samráðsfunda og yfirgefa Austurvöll Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. mars 2019 23:04 Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Vísir/vilhelm „Í dag fengu tveir mótmælendanna neitun frá kærunefnd útlendingamála, einn var handtekinn og bíður brottvísunar og tveir til viðbótar fengu símhringingu frá lögreglunni og sjá fram á brottvísunartilkynningu.“ Þetta kemur fram í færslu á Facebooksíðu hælisleitenda á Íslandi. Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Í færslunni kemur fram að mótmælunum hafi verið mætt með þögn og aðgerðarleysi af hálfu stjórnvalda. „Og nú sjáum við fram á röð brottvísana í stað röð samráðsfunda.“Í færslunni segir að mikilvægt sé að brottvísanir stoppi á meðan málaflokkurinn sé í endurskoðun í samráði við fólkið sem á allt sitt undir honum.Vísir/VilhelmFæra mótmælin frá Austurvelli Í færslunni kemur fram að þau séu búin að finna fyrir mikilli samstöðu þessa vikuna. Fólk hafi lagt þeim lið á marga vegu eins og að koma með hlý föt og færa þeim mat. „Þrátt fyrir alla samstöðuna verður ekki af því tekið að vika úti í þessari veðráttu tekur á heilsuna. Ein af kröfunum er um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, en Útlendingastofnun hefur verið staðin að því að hamla flóttamönnum sem leita sér læknishjálpar. Fólk er tekið að veikjast og ekki við það búandi að láta baráttuna drabbast niður vegna heilsubrests. Í ljósi þess verða mótmælin nú færð af Austurvelli.“ Kröfur þeirra sem hafa mótmælt í vikunni eru að allir fái mál sín tekin fyrir með efnislegri meðferð, fólki verði gert kleypt að vinna á meðan á málsmeðferðinni stendur, það fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og flóttamannabúðunum á Ásbrú verði lokað. „Brottvísanir verða að stoppa á meðan. Það er ekki hægt að eiga í samtali meðan annar viðræðuaðilinn á stöðugt á hættu að vera fleygt úr landi. Þar fyrir utan hefur nú ítrekað gerst að fólki sé brottvísað í tráss við lög, ekki tekið á móti því í hinu Evrópulandinu, og jafnvel að fólk sé sótt tilbaka. Þetta er óviðunandi meðferð á lífi fólks. Brottvísanir þurfa að stoppa á meðan málaflokkurinn verður endurskoðaður í samráði við fólkið sem lifir í honum.“Lokað hefur verið fyrir kommentakerfið við þessa frétt. Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
„Í dag fengu tveir mótmælendanna neitun frá kærunefnd útlendingamála, einn var handtekinn og bíður brottvísunar og tveir til viðbótar fengu símhringingu frá lögreglunni og sjá fram á brottvísunartilkynningu.“ Þetta kemur fram í færslu á Facebooksíðu hælisleitenda á Íslandi. Hælisleitendur búsettir á Ásbrú hafa dvalið á Austurvelli í heila viku í þeirri von að fá samráðsfund með fulltrúm ríkisstjórnarinnar. Í færslunni kemur fram að mótmælunum hafi verið mætt með þögn og aðgerðarleysi af hálfu stjórnvalda. „Og nú sjáum við fram á röð brottvísana í stað röð samráðsfunda.“Í færslunni segir að mikilvægt sé að brottvísanir stoppi á meðan málaflokkurinn sé í endurskoðun í samráði við fólkið sem á allt sitt undir honum.Vísir/VilhelmFæra mótmælin frá Austurvelli Í færslunni kemur fram að þau séu búin að finna fyrir mikilli samstöðu þessa vikuna. Fólk hafi lagt þeim lið á marga vegu eins og að koma með hlý föt og færa þeim mat. „Þrátt fyrir alla samstöðuna verður ekki af því tekið að vika úti í þessari veðráttu tekur á heilsuna. Ein af kröfunum er um jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, en Útlendingastofnun hefur verið staðin að því að hamla flóttamönnum sem leita sér læknishjálpar. Fólk er tekið að veikjast og ekki við það búandi að láta baráttuna drabbast niður vegna heilsubrests. Í ljósi þess verða mótmælin nú færð af Austurvelli.“ Kröfur þeirra sem hafa mótmælt í vikunni eru að allir fái mál sín tekin fyrir með efnislegri meðferð, fólki verði gert kleypt að vinna á meðan á málsmeðferðinni stendur, það fái jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu og flóttamannabúðunum á Ásbrú verði lokað. „Brottvísanir verða að stoppa á meðan. Það er ekki hægt að eiga í samtali meðan annar viðræðuaðilinn á stöðugt á hættu að vera fleygt úr landi. Þar fyrir utan hefur nú ítrekað gerst að fólki sé brottvísað í tráss við lög, ekki tekið á móti því í hinu Evrópulandinu, og jafnvel að fólk sé sótt tilbaka. Þetta er óviðunandi meðferð á lífi fólks. Brottvísanir þurfa að stoppa á meðan málaflokkurinn verður endurskoðaður í samráði við fólkið sem lifir í honum.“Lokað hefur verið fyrir kommentakerfið við þessa frétt.
Hælisleitendur Reykjavík Tengdar fréttir Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45 Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00 Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Allt tiltækt slökkvilið kallað út vegna elds í íbúð Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Öryrkjar í hlutastarfi oft tekjuhærri en fólk í fullu starfi Ofsótt af eltihrelli sem enn gengur laus Sjá meira
Hælisleitendur munu ekki yfirgefa Austurvöll fyrr en stjórnvöld taka kröfur þeirra til greina Samstöðufundur fór fram á Austurvelli í dag 16. mars 2019 12:45
Ógeðslegt að mótmæla minnihlutahópum Íslenska þjóðfylkingin hefur boðað til mótmæla gegn mótmælum flóttafólks á Austurvelli í dag. Þar ætlar Sema Erla Serdar líka að vera ásamt öðrum og hafna "öfgum, hatri og fordómum“. 16. mars 2019 08:00
Björn telur óþrifnað fylgja mótmælendum á Austurvelli Fyrrverandi dómsmálaráðherra telur tjaldið á Austurvelli grafa undan virðingu þingsins. 18. mars 2019 12:55