Mögnuð tölfræði um Messi, Real Madrid og mörk úr aukaspyrnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2019 17:00 Lionel Messi. AP//Miguel Morenatti Lionel Messi skoraði eftirminnilega þrennu í gær þegar Barcelona vann 4-1 sigur á Real Betis í spænsku deildinni. Barcelona fór langt með að tryggja sér meistaratitilinn með sigrinum enda er liðið nú komið með tíu stiga forystu á toppnum. Umræðan eftir leikinn snerist hins vegar nær eingöngu um Lionel Messi og snilli hans í þessum leik. Það hafa nefnilega sjaldan sést jafnflott þrenna og sú sem Messi skoraði á heimavelli Real Betis í gær. Fyrsta markið skoraði Messi beint úr aukaspyrnu, annað markið skoraði hann eftir laglegt þríhyrningaspil við Luis Suarez og það þriðja síðan með lygilegri vippu sem fékk meira að segja stuðningsmenn Real Betis til að klappa fyrir honum. Það er einmitt þetta fyrsta mark hans beint úr aukaspyrnu sem kallaði á magnaða tölfræði. Messi var þarna að skora sitt 25. mark beint úr aukaspyrnu frá og með 2011-12 tímabilinu. Aðeins eitt félag hefur skorað fleiri mörk samanlagt úr beinum aukaspyrnum á þessum tíma og það er Juventus. Eins og spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á hér fyrir neðan þýðir þetta að Messi einn sé búinn að skora fleiri mörk úr aukaspyrnum á þessum átta tímabilum en allir leikmenn Real Madrid til samans.Más goles de falta directa en las 5 grandes ligas europeas desde el comienzo de la temporada 2011-12 hasta hoy: 29 Juventus 25 LIONEL MESSI F.C. 24 Real Madrid 22 Lyon 21 Roma y Paris Saint-Germain 19 Liverpool pic.twitter.com/aVaPspo9dc — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lyon, Roma, Paris Saint-Germain og Liverpool eru dæmi um lið sem eiga ekki möguleika í Lionel Messi einan þegar kemur að mörkum úr aukaspyrnum. Messi fær vissulega að taka nær allar aukaspyrnur upp við vítateig mótherjanna en það er heldur ekki að ástæðulausu. Messi er með 8,5 prósent nýtingu í aukaspyrnum í spænsku deildinni sem er hærra en þeir Ronaldinho (7,3 prósent), Cristiano Ronaldo (6,1 prósent) og Roberto Carlos (4,2 prósent). Það er eitthvað sem segir okkur að aukaspyrnumörk Messi á þessu tímabili eigi eftir að vera fleiri. Barcelona er enn í baráttunni í bikarnum og Meistaradeildinni og því mikið af mikilvægum leikjum fram undan.BET 0-1 FCB (18') - Messi ha marcado 28 goles de falta directa en La Liga con una efectividad del 8.5% (330 lanzamientos). Cristiano anotó 19 de 310 (6.1%), Roberto Carlos anotó 16 de 382 (4.2%) y Ronaldinho anotó 15 de 205 (7.3%). — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lionel Messi hefur alls skorað 45 aukaspyrnumörk fyrir félagslið og landslið á ferlinum og skiptingu þeirra má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan.Messi and all his 45 free-kicks: Barcelona (39) 29 in La Liga 3 in Copa del Rey 4 in Champions League 1 in Supercopa 2 in European Super Cup Argentina (6) 3 in World Cup Qualifiers 2 in Copa América 1 in FIFA World Cup pic.twitter.com/BRp5q8c1Nz — Messi Stats (@MessiStatsNet) March 18, 2019 Spænski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Sjá meira
Lionel Messi skoraði eftirminnilega þrennu í gær þegar Barcelona vann 4-1 sigur á Real Betis í spænsku deildinni. Barcelona fór langt með að tryggja sér meistaratitilinn með sigrinum enda er liðið nú komið með tíu stiga forystu á toppnum. Umræðan eftir leikinn snerist hins vegar nær eingöngu um Lionel Messi og snilli hans í þessum leik. Það hafa nefnilega sjaldan sést jafnflott þrenna og sú sem Messi skoraði á heimavelli Real Betis í gær. Fyrsta markið skoraði Messi beint úr aukaspyrnu, annað markið skoraði hann eftir laglegt þríhyrningaspil við Luis Suarez og það þriðja síðan með lygilegri vippu sem fékk meira að segja stuðningsmenn Real Betis til að klappa fyrir honum. Það er einmitt þetta fyrsta mark hans beint úr aukaspyrnu sem kallaði á magnaða tölfræði. Messi var þarna að skora sitt 25. mark beint úr aukaspyrnu frá og með 2011-12 tímabilinu. Aðeins eitt félag hefur skorað fleiri mörk samanlagt úr beinum aukaspyrnum á þessum tíma og það er Juventus. Eins og spænski tölfræðingurinn Alexis Martín-Tamayo bendir á hér fyrir neðan þýðir þetta að Messi einn sé búinn að skora fleiri mörk úr aukaspyrnum á þessum átta tímabilum en allir leikmenn Real Madrid til samans.Más goles de falta directa en las 5 grandes ligas europeas desde el comienzo de la temporada 2011-12 hasta hoy: 29 Juventus 25 LIONEL MESSI F.C. 24 Real Madrid 22 Lyon 21 Roma y Paris Saint-Germain 19 Liverpool pic.twitter.com/aVaPspo9dc — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lyon, Roma, Paris Saint-Germain og Liverpool eru dæmi um lið sem eiga ekki möguleika í Lionel Messi einan þegar kemur að mörkum úr aukaspyrnum. Messi fær vissulega að taka nær allar aukaspyrnur upp við vítateig mótherjanna en það er heldur ekki að ástæðulausu. Messi er með 8,5 prósent nýtingu í aukaspyrnum í spænsku deildinni sem er hærra en þeir Ronaldinho (7,3 prósent), Cristiano Ronaldo (6,1 prósent) og Roberto Carlos (4,2 prósent). Það er eitthvað sem segir okkur að aukaspyrnumörk Messi á þessu tímabili eigi eftir að vera fleiri. Barcelona er enn í baráttunni í bikarnum og Meistaradeildinni og því mikið af mikilvægum leikjum fram undan.BET 0-1 FCB (18') - Messi ha marcado 28 goles de falta directa en La Liga con una efectividad del 8.5% (330 lanzamientos). Cristiano anotó 19 de 310 (6.1%), Roberto Carlos anotó 16 de 382 (4.2%) y Ronaldinho anotó 15 de 205 (7.3%). — MisterChip (Alexis) (@2010MisterChip) March 17, 2019Lionel Messi hefur alls skorað 45 aukaspyrnumörk fyrir félagslið og landslið á ferlinum og skiptingu þeirra má sjá í Twitter-færslunni hér fyrir neðan.Messi and all his 45 free-kicks: Barcelona (39) 29 in La Liga 3 in Copa del Rey 4 in Champions League 1 in Supercopa 2 in European Super Cup Argentina (6) 3 in World Cup Qualifiers 2 in Copa América 1 in FIFA World Cup pic.twitter.com/BRp5q8c1Nz — Messi Stats (@MessiStatsNet) March 18, 2019
Spænski boltinn Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Fleiri fréttir Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Fá draumaúrslitaleik á milli Real Madrid og Barcelona Cristiano Ronaldo skoraði á 24. árinu í röð Marta spilar fram á fimmtugsaldurinn Starfsviðtöl að baki og nú þarf að ákveða sig Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Högmo kom ekki í viðtal hjá KSÍ Alex Þór aftur í Stjörnuna „Mikilvægasta ráðning í langan tíma“ Reyna að lokka Arnór aftur til Svíþjóðar Arnar fundar með KSÍ Freyr til Noregs í viðræður og Högmo tekinn við Molde Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Jón Daði á báðum áttum en opinn fyrir heimkomu Fyrrum vonarstjarna Rússa lést á víglínunni í Úkraínu Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Slapp við annað gula spjaldið og var hetja Tottenahm stuttu síðar Mörk frá Gavi og Yamal komu Barcelona í úrslitaleikinn Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt AC Milan og Dortmund sögð hafa áhuga á að fá Rashford Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Sjá meira