Reykjavík er dýrasta ferðamannaborg Evrópu samkvæmt árlegri verðkönnun bresku póstþjónustunnar. Samkvæmt úttektinni kostar helgi í höfuðborginni um 463 pund eða rétt tæpar 72 þúsund krónur.
Breska póstþjónustan tekur á hverju ári saman kostnaðinn við að eyða einni helgi í tilteknum borgum í Evrópu. Reiknaðir eru saman nokkrir þættir sem endurspegla verðið á húsnæði, samgöngum og fæði ásamt aðgangi í helstu söfn.
Ódýrasta borgin þetta árið er höfuðborg Litháens, Vilníus, en borgaryfirvöld hafa lagt mikið upp úr því að fá til sín ferðamenn. Fóru þau nýverið í kynningaherferð fyrir borgina sem vakti athygli, en þar er borgin markaðssett sem G-blettur Evrópu. „Enginn veit hvar hún er, en þegar þú finnur hana er hún frábær,“ segir slagorð kynningarherferðarinnar.
Helgarfríið kostar mismikið í Evrópu
Fimm dýrustu borgirnar:
1. Reykjavík - 71.936 kr.
2. Amsterdam - 69.087 kr.
3. Ósló - 69.058 kr.
4. Helsinki - 68.412 kr.
5. Kaupmannahöfn - 63.951 kr.
Fimm ódýrustu borgirnar:
1. Vilnius - 22.913 kr.
2. Belgrad - 23.569 kr.
3. Varsjá 24.934 kr.
4. Istanbúl 25.942 kr.
5. Búkarest - 26.084 kr.
Dýrast að eyða helgi í Reykjavík af öllum höfuðborgum Evrópu
Jóhannes Már Torfason skrifar
