Samkvæmt frétt ESPN hefur Antoine Griezmann boðið nokkrum stærstu félögum Evrópu þjónustu sína.
Griezmann var sterklega orðaður við Barcelona síðasta sumar en hafnaði því að ganga til liðs við katalónska liðið. Hann verður hins vegar óánægðari í herbúðum Atletico Madrid með hverri mínútunni sem líður ef marka má heimildir ESPN.
Hins vegar hefur Barcelona ekki áhuga á að fá franska framherjann til sín.
Hann er ekki sagður leikmaður sem þeir vilja, Börsungar vilja frekar fara í yngri mann til þess að fylla skarð Luis Suarez til langframa.
Griezmann skrifaði undir nýjan samning við Atletico á síðasta ári og er samningsbundinn félaginu. Það var 200 milljóna evra riftunarákvæði í samningnum, en sú upphæð dettur niður í 120 milljónir evra í sumar.
Griezmann sagður gefa mörgum toppliðum undir fótinn
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar
Íslenski boltinn



Staðfestir brottför frá Liverpool
Enski boltinn



Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“
Fótbolti

