Svipað margir með og á móti áframhaldandi hvalveiðum Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 17. mars 2019 21:00 Vísir/Vilhelm Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Gallup vann könnun fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í febrúar og mars þar sem spurt var hvort þátttakendur væru andvígir eða hlynntir því að ráðherra gæfi út leyfi til áframhaldandi veiða á langreyði. 37,8% sögðust andvíg, 38% sögðust hlynnt og 24,2% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samtökin létu gera sambærilega könnun í október og nóvember á síðasta ári en þá sögðust 35,7% vera andvíg, 35,1% hlynnt og 29,2% hvorki né. Í maí í fyrra gerði Gallup aðra könnun fyrir Jarðarvini þar sem spurt var hvort þátttakendur væru hlynntir eða andvígir veiðum á langreyðum sem hefjast ættu um sumarið. Þá sögðust tæp 40% vera því hlynntir, rétt rúm 30% andvíg og tæp 30% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunarinnar eru karlar líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði. 47% karla og 28% kvenna segjast hlynnt, en 36% karla segjast andvígir og 39% kvenna. 17% karla segjast hvorki hlynntir né andvígir og 33% kvenna. Þá er ungt fólk líklegra til að vera andvígt áframhaldandi veiðum. Í aldurshópnum 18 til 24 ára segjast 22% vera hlynnt, 38% andvíg en 40% hvorki né. Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. 20. febrúar 2019 20:00 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Lítill munur er á fjölda þeirra sem segjast hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði og þeirra sem segjast andvígir samkvæmt nýrri könnun. Karlar eru líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, undirritaði reglugerð í febrúar sem heimilar áframhaldandi veiðar á langreyði og hrefnu til næstu fimm ára. Gallup vann könnun fyrir náttúruverndarsamtökin Jarðarvini í febrúar og mars þar sem spurt var hvort þátttakendur væru andvígir eða hlynntir því að ráðherra gæfi út leyfi til áframhaldandi veiða á langreyði. 37,8% sögðust andvíg, 38% sögðust hlynnt og 24,2% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samtökin létu gera sambærilega könnun í október og nóvember á síðasta ári en þá sögðust 35,7% vera andvíg, 35,1% hlynnt og 29,2% hvorki né. Í maí í fyrra gerði Gallup aðra könnun fyrir Jarðarvini þar sem spurt var hvort þátttakendur væru hlynntir eða andvígir veiðum á langreyðum sem hefjast ættu um sumarið. Þá sögðust tæp 40% vera því hlynntir, rétt rúm 30% andvíg og tæp 30% sögðust hvorki hlynnt né andvíg. Samkvæmt niðurstöðum nýjustu könnunarinnar eru karlar líklegri en konur til að vera hlynntir áframhaldandi veiðum á langreyði. 47% karla og 28% kvenna segjast hlynnt, en 36% karla segjast andvígir og 39% kvenna. 17% karla segjast hvorki hlynntir né andvígir og 33% kvenna. Þá er ungt fólk líklegra til að vera andvígt áframhaldandi veiðum. Í aldurshópnum 18 til 24 ára segjast 22% vera hlynnt, 38% andvíg en 40% hvorki né.
Ferðamennska á Íslandi Hvalveiðar Sjávarútvegur Tengdar fréttir Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. 20. febrúar 2019 20:00 Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Umhverfisráðherra ósammála ákvörðun um áframhaldandi hvalveiðar Umhverfisráðherra segist afar ósammála ákvörðun sjávarútvegsráðherra um að gefa út áframhaldandi hvalveiðikvóta og þingmaður Vinstri grænna segist efast um að veiðarnar séu sjálfbærar. Fleiri Íslendingar eru andvígir hvalveiðum en þeir sem eru hlynntir samkvæmt nýlegri könnun. 20. febrúar 2019 20:00
Gagnrýnir ákvörðun sjávarútvegsráðherra um áframhaldandi hvalveiðar Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, segir að ákvörðun Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegsráðherra, um að heimila áfram hvalveiðar hér við land séu henni mikil vonbrigði. 20. febrúar 2019 15:57