Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Andri Eysteinsson skrifar 17. mars 2019 14:33 Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. Hrefna var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag ásamt Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, Henný Hinz aðalhagfræðingi ASÍ, og Andrési Magnússyni framkvæmdastjóra SVÞ.Gáfnafari og verðvitund neytenda misboðiðÞórarinn Ævarsson hafði farið hörðum orðum um íslenska veitingastaði á Málþingi ASÍ og neytendasamtakanna um verðlag á Íslandi síðastliðinn fimmtudag. Á meðal dæma sem Þórarinn tók um hátt verðlag var verð á kokteilsósu, rauðlauk og kaffi. „Í mínum huga er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þessa verðlagningu. Í dag er svo komið að íslenskum veitingamönnum hefur nánast tekist að koma því þannig fyrir með verðlagningu að almennir Íslendingar sem ættu að mynda hryggjarstykki viðskiptavina, þeir sneiða einfaldlega hjá þeim og eru að stórum hluta hættir að fara út að borða. Það er komið fram við þá eins og þeir séu einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund er misboðið,“ sagði Þórarinn í tölu sinni á fundinum.Þórarinn í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi „Vissulega eru sumir staðir með háa álagningu en heilt yfir er það ekki svoleiðis,“ sagði Hrefna. Hrefna sagði flest þessara fyrirtækja vera lítil fyrirtæki með mikinn launakostnað, lága framleiðni og háan hráefniskostnað. Fyrirtæki Þórarins sé í allt annarri stöðu. „Þórarinn er í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi. Hann er hluti af stórri keðju, vörurnar hans eru framleiddar þar sem verð er mun lægra“ Hrefna ræddi svo um veitingastað IKEA og matvöruverslunina sem er í sama húsi. „Í matvöruversluninni er hann að selja vörur sem er hægt að kaupa uppi, poka með tuttugu frosnum kjötbollum á 600 krónur en á veitingastaðnum kosta þrjú stykki 600 krónur. Þannig að hann er nú sjálfur að leggja ofan á sína matvöru. Svo finnst mér í raun ekki hægt að bera saman, IKEA er miklu frekar mötuneyti en veitingahús. Hann er með ófaglært starfsfólk, ekki með neina þjónustu og um 300 manns sem komast í sæti, það er enginn íslenskur veitingastaður svona stór.“ Spurð út í punktinn sem Þórarinn setur fram um að veitingamenn horfi of mikið á verðin í stað þess að auka veltuna sagði Hrefna ekkert svigrúm vera til að lækka verðin. „Hann býr svo vel að hann er í ódýru húsnæði með lágan launakostnað. Hrikalega góða stöðu gagnvart byrgjum. Auðvitað er alveg hægt að taka undir að vissu leyti en hér vantar þetta verðbil. Þar sem við erum með mjög ódýra veitingastaði, skyndibita eða mötuneyti eins og í IKEA og svo veitingastaði með fullri þjónustu. Hérna er eiginlega ekkert verðbil, það er næstum jafndýrt að panta pizzu eða fara út að borða á fínum veitingastað,“ sagði Hrefna Sverrisdóttir.Hlusta má á umræðurnar á Sprengisandi í spilaranum að ofan. IKEA Neytendur Sprengisandur Veitingastaðir Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira
Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. Hrefna var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag ásamt Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, Henný Hinz aðalhagfræðingi ASÍ, og Andrési Magnússyni framkvæmdastjóra SVÞ.Gáfnafari og verðvitund neytenda misboðiðÞórarinn Ævarsson hafði farið hörðum orðum um íslenska veitingastaði á Málþingi ASÍ og neytendasamtakanna um verðlag á Íslandi síðastliðinn fimmtudag. Á meðal dæma sem Þórarinn tók um hátt verðlag var verð á kokteilsósu, rauðlauk og kaffi. „Í mínum huga er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þessa verðlagningu. Í dag er svo komið að íslenskum veitingamönnum hefur nánast tekist að koma því þannig fyrir með verðlagningu að almennir Íslendingar sem ættu að mynda hryggjarstykki viðskiptavina, þeir sneiða einfaldlega hjá þeim og eru að stórum hluta hættir að fara út að borða. Það er komið fram við þá eins og þeir séu einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund er misboðið,“ sagði Þórarinn í tölu sinni á fundinum.Þórarinn í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi „Vissulega eru sumir staðir með háa álagningu en heilt yfir er það ekki svoleiðis,“ sagði Hrefna. Hrefna sagði flest þessara fyrirtækja vera lítil fyrirtæki með mikinn launakostnað, lága framleiðni og háan hráefniskostnað. Fyrirtæki Þórarins sé í allt annarri stöðu. „Þórarinn er í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi. Hann er hluti af stórri keðju, vörurnar hans eru framleiddar þar sem verð er mun lægra“ Hrefna ræddi svo um veitingastað IKEA og matvöruverslunina sem er í sama húsi. „Í matvöruversluninni er hann að selja vörur sem er hægt að kaupa uppi, poka með tuttugu frosnum kjötbollum á 600 krónur en á veitingastaðnum kosta þrjú stykki 600 krónur. Þannig að hann er nú sjálfur að leggja ofan á sína matvöru. Svo finnst mér í raun ekki hægt að bera saman, IKEA er miklu frekar mötuneyti en veitingahús. Hann er með ófaglært starfsfólk, ekki með neina þjónustu og um 300 manns sem komast í sæti, það er enginn íslenskur veitingastaður svona stór.“ Spurð út í punktinn sem Þórarinn setur fram um að veitingamenn horfi of mikið á verðin í stað þess að auka veltuna sagði Hrefna ekkert svigrúm vera til að lækka verðin. „Hann býr svo vel að hann er í ódýru húsnæði með lágan launakostnað. Hrikalega góða stöðu gagnvart byrgjum. Auðvitað er alveg hægt að taka undir að vissu leyti en hér vantar þetta verðbil. Þar sem við erum með mjög ódýra veitingastaði, skyndibita eða mötuneyti eins og í IKEA og svo veitingastaði með fullri þjónustu. Hérna er eiginlega ekkert verðbil, það er næstum jafndýrt að panta pizzu eða fara út að borða á fínum veitingastað,“ sagði Hrefna Sverrisdóttir.Hlusta má á umræðurnar á Sprengisandi í spilaranum að ofan.
IKEA Neytendur Sprengisandur Veitingastaðir Mest lesið „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Viðskipti innlent ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Neytendur Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Viðskipti innlent Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Viðskipti innlent „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ Viðskipti innlent Eiríkur Orri til Ofar Viðskipti innlent Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Viðskipti innlent Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Það er kennitöluflakk í skilgreiningu sinni“ Einar rýfur þögnina: Vísar kenningum um fléttu á bug Bein útsending: Ársfundur atvinnulífsins Spá óbreyttum stýrivöxtum í næstu viku „Hef engar upplýsingar um að eitthvað óeðlilegt hafi átt sér stað“ 208 sagt upp í fimm hópuppsögnum Einn stofnenda Play og Leifur í framkvæmdastjórn Icelandair Eiríkur Orri til Ofar Samkaup eignast 38 prósenta hlut í Kjötkompaní Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Sjá meira