Gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA "óvægin og óréttmæt“ Andri Eysteinsson skrifar 17. mars 2019 14:33 Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. Hrefna var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag ásamt Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, Henný Hinz aðalhagfræðingi ASÍ, og Andrési Magnússyni framkvæmdastjóra SVÞ.Gáfnafari og verðvitund neytenda misboðiðÞórarinn Ævarsson hafði farið hörðum orðum um íslenska veitingastaði á Málþingi ASÍ og neytendasamtakanna um verðlag á Íslandi síðastliðinn fimmtudag. Á meðal dæma sem Þórarinn tók um hátt verðlag var verð á kokteilsósu, rauðlauk og kaffi. „Í mínum huga er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þessa verðlagningu. Í dag er svo komið að íslenskum veitingamönnum hefur nánast tekist að koma því þannig fyrir með verðlagningu að almennir Íslendingar sem ættu að mynda hryggjarstykki viðskiptavina, þeir sneiða einfaldlega hjá þeim og eru að stórum hluta hættir að fara út að borða. Það er komið fram við þá eins og þeir séu einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund er misboðið,“ sagði Þórarinn í tölu sinni á fundinum.Þórarinn í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi „Vissulega eru sumir staðir með háa álagningu en heilt yfir er það ekki svoleiðis,“ sagði Hrefna. Hrefna sagði flest þessara fyrirtækja vera lítil fyrirtæki með mikinn launakostnað, lága framleiðni og háan hráefniskostnað. Fyrirtæki Þórarins sé í allt annarri stöðu. „Þórarinn er í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi. Hann er hluti af stórri keðju, vörurnar hans eru framleiddar þar sem verð er mun lægra“ Hrefna ræddi svo um veitingastað IKEA og matvöruverslunina sem er í sama húsi. „Í matvöruversluninni er hann að selja vörur sem er hægt að kaupa uppi, poka með tuttugu frosnum kjötbollum á 600 krónur en á veitingastaðnum kosta þrjú stykki 600 krónur. Þannig að hann er nú sjálfur að leggja ofan á sína matvöru. Svo finnst mér í raun ekki hægt að bera saman, IKEA er miklu frekar mötuneyti en veitingahús. Hann er með ófaglært starfsfólk, ekki með neina þjónustu og um 300 manns sem komast í sæti, það er enginn íslenskur veitingastaður svona stór.“ Spurð út í punktinn sem Þórarinn setur fram um að veitingamenn horfi of mikið á verðin í stað þess að auka veltuna sagði Hrefna ekkert svigrúm vera til að lækka verðin. „Hann býr svo vel að hann er í ódýru húsnæði með lágan launakostnað. Hrikalega góða stöðu gagnvart byrgjum. Auðvitað er alveg hægt að taka undir að vissu leyti en hér vantar þetta verðbil. Þar sem við erum með mjög ódýra veitingastaði, skyndibita eða mötuneyti eins og í IKEA og svo veitingastaði með fullri þjónustu. Hérna er eiginlega ekkert verðbil, það er næstum jafndýrt að panta pizzu eða fara út að borða á fínum veitingastað,“ sagði Hrefna Sverrisdóttir.Hlusta má á umræðurnar á Sprengisandi í spilaranum að ofan. IKEA Neytendur Sprengisandur Veitingastaðir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Hrefna Sverrisdóttir, veitingakona á ROK, svaraði í dag gagnrýni framkvæmdastjóra IKEA, Þórarins Ævarssonar, á verðlag á íslenskum veitingastöðum. Hrefna sagði gagnrýni Þórarins hafa verið óvægna og óréttmæta. Hrefna var meðal gesta Kristjáns Kristjánssonar í þjóðmálaþættinum Sprengisandi á Bylgjunni fyrr í dag ásamt Breka Karlssyni, formanni Neytendasamtakanna, Henný Hinz aðalhagfræðingi ASÍ, og Andrési Magnússyni framkvæmdastjóra SVÞ.Gáfnafari og verðvitund neytenda misboðiðÞórarinn Ævarsson hafði farið hörðum orðum um íslenska veitingastaði á Málþingi ASÍ og neytendasamtakanna um verðlag á Íslandi síðastliðinn fimmtudag. Á meðal dæma sem Þórarinn tók um hátt verðlag var verð á kokteilsósu, rauðlauk og kaffi. „Í mínum huga er nákvæmlega ekkert sem réttlætir þessa verðlagningu. Í dag er svo komið að íslenskum veitingamönnum hefur nánast tekist að koma því þannig fyrir með verðlagningu að almennir Íslendingar sem ættu að mynda hryggjarstykki viðskiptavina, þeir sneiða einfaldlega hjá þeim og eru að stórum hluta hættir að fara út að borða. Það er komið fram við þá eins og þeir séu einnota og gáfnafari þeirra og verðvitund er misboðið,“ sagði Þórarinn í tölu sinni á fundinum.Þórarinn í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi „Vissulega eru sumir staðir með háa álagningu en heilt yfir er það ekki svoleiðis,“ sagði Hrefna. Hrefna sagði flest þessara fyrirtækja vera lítil fyrirtæki með mikinn launakostnað, lága framleiðni og háan hráefniskostnað. Fyrirtæki Þórarins sé í allt annarri stöðu. „Þórarinn er í einstakri samkeppnisstöðu á Íslandi. Hann er hluti af stórri keðju, vörurnar hans eru framleiddar þar sem verð er mun lægra“ Hrefna ræddi svo um veitingastað IKEA og matvöruverslunina sem er í sama húsi. „Í matvöruversluninni er hann að selja vörur sem er hægt að kaupa uppi, poka með tuttugu frosnum kjötbollum á 600 krónur en á veitingastaðnum kosta þrjú stykki 600 krónur. Þannig að hann er nú sjálfur að leggja ofan á sína matvöru. Svo finnst mér í raun ekki hægt að bera saman, IKEA er miklu frekar mötuneyti en veitingahús. Hann er með ófaglært starfsfólk, ekki með neina þjónustu og um 300 manns sem komast í sæti, það er enginn íslenskur veitingastaður svona stór.“ Spurð út í punktinn sem Þórarinn setur fram um að veitingamenn horfi of mikið á verðin í stað þess að auka veltuna sagði Hrefna ekkert svigrúm vera til að lækka verðin. „Hann býr svo vel að hann er í ódýru húsnæði með lágan launakostnað. Hrikalega góða stöðu gagnvart byrgjum. Auðvitað er alveg hægt að taka undir að vissu leyti en hér vantar þetta verðbil. Þar sem við erum með mjög ódýra veitingastaði, skyndibita eða mötuneyti eins og í IKEA og svo veitingastaði með fullri þjónustu. Hérna er eiginlega ekkert verðbil, það er næstum jafndýrt að panta pizzu eða fara út að borða á fínum veitingastað,“ sagði Hrefna Sverrisdóttir.Hlusta má á umræðurnar á Sprengisandi í spilaranum að ofan.
IKEA Neytendur Sprengisandur Veitingastaðir Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira