Dunedin alþjóðaflugvellinum á Suðurey Nýja-Sjálands var lokað í dag vegna grunsamlegs pakka sem fannst á flugvellinum. Lögregla var á staðnum og fjarlægði pakkann grunsamlega.
Tveimur innanlandsflugum til Dunedin, frá Auckland annars vegar og Wellington hinsvegar, var snúið við. Frá því greinir Radio New Zealand.
Á föstudaginn, var framin hryðjuverkaárás í borginni Christchurch í Nýja Sjálandi, þar myrti hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant, fimmtíu múslima í tveimur moskum á meðan að á bænastund stóð.
Ástandið í Nýja Sjálandi er því viðkvæmt og viðbúnaður mikill.
Nýsjálenskum flugvelli lokað vegna grunsamlegs pakka
Andri Eysteinsson skrifar
