Fjöldi fórnarlamba flóttafólk sem taldi sig hafa fundið sinn griðastað Andri Eysteinsson skrifar 17. mars 2019 10:10 Vinir Zakaraia Bhuiyan, sem er enn saknað halda uppi myndum af honum í Christchurch. EPA/AAP Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. Lögreglan hefur ekki gefið út lista yfir fórnarlömb hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, en ljóst er að stór hluti fórnarlambanna voru flóttafólk sem taldi sig hafa fundið öruggt athvarf í Nýja Sjálandi.Höfðu sest að í Nýja Sjálandi í leit að betra lífi Egypsk yfirvöld hafa staðfest að fjórir egypskir ríkisborgarar, hafi látið lífið og sama má segja um jórdönsk yfirvöld. Þá hafa yfirvöld í Pakistan staðfest að sex ríkisborgarar hafi látið lífið, þar á meðal hinn fimmtíu ára gamli Naeem Rashid, sem sést á öryggismyndavélum Al Noor moskunnar gera tilraun til að fella byssumanninn Tarrant.Rashid, sem víða hefur verið kallaður hetja, starfaði sem kennari í Christchurch. Rashid var staddur í moskunni ásamt sonum sínum. Annar sona hans, hinn 21 árs gamli Talha Rashid var einnig myrtur en hinn liggur nú á sjúkrahúsi. Samfélag Sýrlendinga í Nýja Sjálandi staðfesti einnig að einn hinna látnu væri Khaled Mustafa, sem flúði ófremdarástandið í heimalandinu í fyrra og taldi sig hafa fundið öruggan stað til að vera á.Mustafa var einnig í moskunni ásamt sonum sínum, annar þeirra er illa særður og þurfti á skurðaðgerð að halda en ekki hefur tekist að hafa upp á hinum.Yngsta fórnarlambið þriggja ára drengur Þá var yngsta fórnarlamb hryðjuverkamannsins hinn þriggja ára gamli Mucad Ibrahim. Mucad var í moskunni ásamt eldri bróður sínum og föður sem báðir náðu að flýja af vettvangi árásarinnar.Ibrahim fjölskyldan hefur leitað að Mucad á sjúkrahúsum borgarinnar en án árangurs, telja þau því líklegast að Mucad, sem þau lýsa sem glaðlegum orkubolta, sé meðal hinna látnu. Lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt barn hafi látið lífið en fjöldi slasast, Cashmere HS skólinn í Christchurch hefur staðfest að tveir núverandi nemendur og einn fyrrum nemandi séu meðal þeirra sem er saknað. Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12 Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Breska konungsfjölskyldan um hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi: „Engin manneskja ætti að óttast að sækja helgistað“ Hertogahjónin af Camebridge og Sussex hafa vottað aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna í Nýja-Sjálandi samúð sína . 16. mars 2019 16:31 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Nýsjálenska lögreglan hefur nú staðfest andlát 50 fórnarlamba hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi. Lögreglustjórinn í Christchurch, Mike Bush, segir í samtali við BBC að enn sé unnið að því að úrskurða dánarorsök hvers fyrir sig. Lögreglan hefur ekki gefið út lista yfir fórnarlömb hryðjuverkamannsins Brenton Tarrant, en ljóst er að stór hluti fórnarlambanna voru flóttafólk sem taldi sig hafa fundið öruggt athvarf í Nýja Sjálandi.Höfðu sest að í Nýja Sjálandi í leit að betra lífi Egypsk yfirvöld hafa staðfest að fjórir egypskir ríkisborgarar, hafi látið lífið og sama má segja um jórdönsk yfirvöld. Þá hafa yfirvöld í Pakistan staðfest að sex ríkisborgarar hafi látið lífið, þar á meðal hinn fimmtíu ára gamli Naeem Rashid, sem sést á öryggismyndavélum Al Noor moskunnar gera tilraun til að fella byssumanninn Tarrant.Rashid, sem víða hefur verið kallaður hetja, starfaði sem kennari í Christchurch. Rashid var staddur í moskunni ásamt sonum sínum. Annar sona hans, hinn 21 árs gamli Talha Rashid var einnig myrtur en hinn liggur nú á sjúkrahúsi. Samfélag Sýrlendinga í Nýja Sjálandi staðfesti einnig að einn hinna látnu væri Khaled Mustafa, sem flúði ófremdarástandið í heimalandinu í fyrra og taldi sig hafa fundið öruggan stað til að vera á.Mustafa var einnig í moskunni ásamt sonum sínum, annar þeirra er illa særður og þurfti á skurðaðgerð að halda en ekki hefur tekist að hafa upp á hinum.Yngsta fórnarlambið þriggja ára drengur Þá var yngsta fórnarlamb hryðjuverkamannsins hinn þriggja ára gamli Mucad Ibrahim. Mucad var í moskunni ásamt eldri bróður sínum og föður sem báðir náðu að flýja af vettvangi árásarinnar.Ibrahim fjölskyldan hefur leitað að Mucad á sjúkrahúsum borgarinnar en án árangurs, telja þau því líklegast að Mucad, sem þau lýsa sem glaðlegum orkubolta, sé meðal hinna látnu. Lögregla hefur staðfest að minnsta kosti eitt barn hafi látið lífið en fjöldi slasast, Cashmere HS skólinn í Christchurch hefur staðfest að tveir núverandi nemendur og einn fyrrum nemandi séu meðal þeirra sem er saknað.
Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12 Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Breska konungsfjölskyldan um hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi: „Engin manneskja ætti að óttast að sækja helgistað“ Hertogahjónin af Camebridge og Sussex hafa vottað aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna í Nýja-Sjálandi samúð sína . 16. mars 2019 16:31 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Maður á áttræðisaldri fyrstur fórnarlamba til að vera nafngreindur Hajji Daoud Nabi var formaður Afgana í Nýja-Sjálandi, en það eru samtök tileinkuð því að varðveita afganska menningu innan afganskra innflytjendasamfélaga og auðvelda innflytjendum að aðlagast samfélagi Nýja-Sjálands. 15. mars 2019 23:12
Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. 17. mars 2019 07:36
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Breska konungsfjölskyldan um hryðjuverkin í Nýja-Sjálandi: „Engin manneskja ætti að óttast að sækja helgistað“ Hertogahjónin af Camebridge og Sussex hafa vottað aðstandendum fórnarlamba hryðjuverkanna í Nýja-Sjálandi samúð sína . 16. mars 2019 16:31