Körfubolti

Curry stigahæstur í sigri Golden State

Dagur Lárusson skrifar
Stephen Curry.
Stephen Curry. vísir/getty
Átta leikir fóru fram í NBA körfuboltanum í nótt þar sem meðal annars Golden State Warriors fóru með sigur af hólmi gegn Oklahoma City Thunder.

 

Sigur meistaranna í Golden State var í raun aldrei í hættu en þeir skoruðu 40 stig strax í fyrsta leikhluta gegn aðeins 27 frá Oklahoma City Thunder. Staðan í hálfleik var síðan 64-46.

 

Liðsmenn Oklahoma mættu aðeins ákveðnari til leiks í seinni hálfleikinn en það var þó ekki nóg því Golden State hélt áfram að spila vel með Stephen Curry í broddi fylkingar. Lokastaðan var svo 110-88 fyrir Golden State.

 

Stigahæstur hjá Golden State var Stephen Curry með 33 stig en næstur á eftir honum var Klay Thompson með 23 stig.

 

Í öðrum leikjum er þar helst að nefna að Kyrie Irving skoraði 30 stig í sigri Boston Celtics á Hawks á meðan Damian Lilliard leiddi Portland Trail Blazers til sigurs gegn San Antonio Spurs með því að skora 34 stig.

 

Úrslit næturinnar:

 

Celtics 129-120 Hawks

Wizards 135-128 Grizzlies

Pelicans 136-138 Suns

Mavericks 121-116 Cavaliers

Thunder 88-110 Warriors 

Spurs 108-103 Trail Blazers

Nuggets 102-100 Pacers

Jazz 114-98 Nets

 

Allt það helsta úr leik Golden State og City Thunder má sjá hér fyrir neðan.

 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×