Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi fimmtíu talsins Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. mars 2019 07:36 Fórnarlömb hryðjuverkaárásarinnar í Nýja-Sjálandi eru nú orðin fimmtíu talsins. Vísir/ap Tala þeirra sem létust í hryðjuverkunum í Christchurch á föstudag er komin upp í fimmtíu. Þetta staðfestir nýsjálenska lögreglan sem sagði að þetta hefði komið í ljós í gærkvöldi þegar unnið var að því að færa líkin úr annarri moskunni; Al Noor þar sem flest fórnarlambanna létu lífið. Brenton Harris Tarrant, 28 ára yfirlýstur fasisti, sem framdi ódæðið var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og honum gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. Mike Bush, lögreglustjóri, sagði við fjölmiðla að ekki væri búið að birta lista yfir fórnarlömbin en nýsjálensk lögregluyfirvöld hafa þó náð sambandi við fjölskyldur þeirra sem létust í hryðjuverkunum. Fimmtíu létust í árásinni en aðrir fimmtíu særðust og af þeim fimmtíu eru 34 sem enn eru á spítala. Tólf hinna særðu eru taldir vera í lífshættu og þar á meðal fjögurra ára stúlka. Tarrant er sá eini sem er í varðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morðin. Upphaflega voru þrír aðrir handteknir en það kom fljótlega í ljós að þeir tengdust ódæðinu ekki. Nýsjálensk lögregluyfirvöld eru þó ekki búin að útiloka að fleiri gætu hafa komið að skipulagningu hryðjuverkanna en lögreglustjórinn segist bjartsýnn á að geta haft skýrari mynd af atburðarrásinni innan fárra daga.Nýsjálenska lögreglan hefur náð sambandi við fjölskyldur hinna látnu.Vísir/ap Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Tala þeirra sem létust í hryðjuverkunum í Christchurch á föstudag er komin upp í fimmtíu. Þetta staðfestir nýsjálenska lögreglan sem sagði að þetta hefði komið í ljós í gærkvöldi þegar unnið var að því að færa líkin úr annarri moskunni; Al Noor þar sem flest fórnarlambanna létu lífið. Brenton Harris Tarrant, 28 ára yfirlýstur fasisti, sem framdi ódæðið var leiddur fyrir dómara að morgni laugardags að staðartíma og honum gerð grein fyrir ákærum á hendur honum. Mike Bush, lögreglustjóri, sagði við fjölmiðla að ekki væri búið að birta lista yfir fórnarlömbin en nýsjálensk lögregluyfirvöld hafa þó náð sambandi við fjölskyldur þeirra sem létust í hryðjuverkunum. Fimmtíu létust í árásinni en aðrir fimmtíu særðust og af þeim fimmtíu eru 34 sem enn eru á spítala. Tólf hinna særðu eru taldir vera í lífshættu og þar á meðal fjögurra ára stúlka. Tarrant er sá eini sem er í varðhaldi og hefur verið ákærður fyrir morðin. Upphaflega voru þrír aðrir handteknir en það kom fljótlega í ljós að þeir tengdust ódæðinu ekki. Nýsjálensk lögregluyfirvöld eru þó ekki búin að útiloka að fleiri gætu hafa komið að skipulagningu hryðjuverkanna en lögreglustjórinn segist bjartsýnn á að geta haft skýrari mynd af atburðarrásinni innan fárra daga.Nýsjálenska lögreglan hefur náð sambandi við fjölskyldur hinna látnu.Vísir/ap
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13 Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Mest lesið „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Erlent Verkfall flugumferðarstjóra hafið Innlent Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent Verulega skert þjónusta vegna kvennaverkfalls Innlent Fleiri fréttir Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Fjölmargra enn saknað eftir flóð og aurskriður Hjálpin frá Trump gæti kostað Milei Stórþingið niðurlægir Støre og opnar aftur á skipagöng Sósíalistar vörðu Lecornu vantrausti Sjá meira
Barst stefnuyfirlýsing hryðjuverkamannsins í tölvupósti Nokkrum mínútum áður en hryðjuverkamaðurinn Brenton Tarrant lét til skarar skríða og myrti 49 manns í tveimur moskum í borginni Christchuch í Nýja-Sjálandi sendi hann tölvupóst til Jacindu Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands, með stefnuyfirlýsingu (e. manifesto) sinni. 16. mars 2019 14:13
Íslendingar í Christchurch beðnir um að láta vita af sér Forsætis- og utanríkisráðherra hafa skrifað samúðarkveðjur til Nýsjálendinga á Twitter. 15. mars 2019 10:00
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53