Vilja ekki kyngja skerðingu framlags Sighvatur Arnmundsson skrifar 16. mars 2019 09:45 Aldís Hafsteinsdóttir, formaður SÍS er ósátt. FBL/Anton Brink „Ef þetta verður að veruleika þá erum við að tala um skerðingu á tekjum sveitarfélaga um alls 3,4 milljarða á næstu tveimur árum. Við erum ekki tilbúin að kyngja þessu því sveitarfélögin sinna náttúrulega mikilvægri nærþjónustu og þurfa til þess tekjur,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) um áformaða skerðingu á framlögum ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umræddur niðurskurður er meðal tillagna sem er að finna í drögum að ríkisfjármálaáætlun 2020-2024. Hlutverk Jöfnunarsjóðs er að veita sveitarfélögum fjárframlög til að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Stjórn SÍS samþykkti á fundi sínum í gær harðorða bókun þar sem niðurskurðinum er mótmælt. Þar segir meðal annars að aðgerðin sé árás á sjálfsákvörðunarrétt og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga. Þá gætu fyrirætlanirnar haft áhrif á samskipti ríkis og sveitarfélaga. Aldís segir að stjórnin hafi velt því fyrir sér að stíga mjög afdrifarík skref en ákveðið að fara í viðræður við ríkisvaldið. Skili þær viðræður ekki árangri verði gripið til róttækra aðgerða. „Ríkið er að reyna að loka gatinu því það er með markmið um að skila 28 milljarða hagnaði á ári. Til þess að gera það er þetta ein af þeim aðgerðum sem lagt er til að ráðist verði í. Það er mjög sérkennilegt að ætla að bæta hag ríkissjóðs með því að rýra hag sveitarfélaganna. Við vonumst til að ná lendingu í þessu því ríki og sveitarfélög eru saman með hagstjórnina í landinu og þessir tveir aðilar verða að dansa í takt.“ segir Aldís. Hún gagnrýnir einnig aðferðafræðina. „Við erum í umfangsmiklum samskiptum sérstaklega varðandi fjármálin og það er undarlegt að þetta skuli ekki hafa verið tekið til alvarlegrar umræðu þar í staðinn fyrir að boða okkur á fund í vikunni og í rauninni tilkynna okkur að þetta væri orðinn hlutur.“ Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira
„Ef þetta verður að veruleika þá erum við að tala um skerðingu á tekjum sveitarfélaga um alls 3,4 milljarða á næstu tveimur árum. Við erum ekki tilbúin að kyngja þessu því sveitarfélögin sinna náttúrulega mikilvægri nærþjónustu og þurfa til þess tekjur,“ segir Aldís Hafsteinsdóttir formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga (SÍS) um áformaða skerðingu á framlögum ríkisins í Jöfnunarsjóð sveitarfélaga. Umræddur niðurskurður er meðal tillagna sem er að finna í drögum að ríkisfjármálaáætlun 2020-2024. Hlutverk Jöfnunarsjóðs er að veita sveitarfélögum fjárframlög til að jafna mismunandi útgjaldaþörf og skatttekjur sveitarfélaga. Stjórn SÍS samþykkti á fundi sínum í gær harðorða bókun þar sem niðurskurðinum er mótmælt. Þar segir meðal annars að aðgerðin sé árás á sjálfsákvörðunarrétt og fjárhagslegt sjálfstæði sveitarfélaga. Þá gætu fyrirætlanirnar haft áhrif á samskipti ríkis og sveitarfélaga. Aldís segir að stjórnin hafi velt því fyrir sér að stíga mjög afdrifarík skref en ákveðið að fara í viðræður við ríkisvaldið. Skili þær viðræður ekki árangri verði gripið til róttækra aðgerða. „Ríkið er að reyna að loka gatinu því það er með markmið um að skila 28 milljarða hagnaði á ári. Til þess að gera það er þetta ein af þeim aðgerðum sem lagt er til að ráðist verði í. Það er mjög sérkennilegt að ætla að bæta hag ríkissjóðs með því að rýra hag sveitarfélaganna. Við vonumst til að ná lendingu í þessu því ríki og sveitarfélög eru saman með hagstjórnina í landinu og þessir tveir aðilar verða að dansa í takt.“ segir Aldís. Hún gagnrýnir einnig aðferðafræðina. „Við erum í umfangsmiklum samskiptum sérstaklega varðandi fjármálin og það er undarlegt að þetta skuli ekki hafa verið tekið til alvarlegrar umræðu þar í staðinn fyrir að boða okkur á fund í vikunni og í rauninni tilkynna okkur að þetta væri orðinn hlutur.“
Birtist í Fréttablaðinu Sveitarstjórnarmál Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Sjá meira