Fullveldi fantsins Sif Sigmarsdóttir skrifar 16. mars 2019 09:00 Þriðjudaginn 26. júní árið 1984 steig Jón Kristinsson upp í Subaru bifreið sína á Akureyri. Klukkan 16.40 stöðvuðu hann tveir lögreglumenn sem gáfu honum að sök að hafa ekki virt stöðvunarskyldu þar sem hann ók norður Byggðaveg og beygði inn á Þingvallastræti til austurs. Var þetta annað meint umferðarlagabrot Jóns á stuttum tíma. Málin voru tekin fyrir í Sakadómi Akureyrar. Var Jón sakfelldur af báðum ákærum og honum gert að greiða 3.000 króna sekt. „Mig greindi á við lögregluna um stöðvunarskyldubrotið,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Ég var alveg viss í minni sök um að ég hefði stöðvað bifreiðina, en það stóð staðhæfing gegn staðhæfingu.“ Jón áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Á landsbyggðinni fóru sýslumenn og bæjarfógetar með dómsvald auk þess sem þeir sáu um löggæslu. Setti verjandi Jóns, Eiríkur Tómasson, fram þá kröfu að dómurinn yrði ómerktur því sami aðili hefði rannsakað og dæmt í málinu. Hélt Eiríkur því fram að slíkt stæðist hvorki stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar dómur fyrir annað brotið var staðfestur í Hæstarétti leitaði Jón til Mannréttindadómstóls Evrópu sem ákvað að veita honum áheyrn fyrstum Íslendinga. Komst Mannréttindanefnd Evrópuráðsins að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð í kjölfar meints umferðarlagabrots Jóns hafi brotið í bága við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta dómsmeðferð fyrir dómstólum og vísaði hún málinu til Mannréttindadómstólsins. Málið var þó aldrei rekið fyrir dómnum þar sem sátt náðist milli Jóns og íslenska ríkisins. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi þar sem skilið var með óyggjandi hætti milli dóms- og framkvæmdarvalds. Eða eins og segir á minnisvarða um málið á Akureyri: „Óréttur sem þjóðin hafði búið við heyrði þar með sögunni til.“ Nú, 35 árum eftir að Jón Kristinsson var stöðvaður af lögreglu á Akureyri, hefur umferðarlagabrot á ný bakað okkur Íslendingum vandræði við Mannréttindadómstól Evrópu. Í vikunni komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti manns sem ákærður var fyrir umferðarlagabrot til réttlátrar málsmeðferðar þegar dómari sem dómsmálaráðherra hafði skipað með ólögmætum hætti við Landsrétt dæmdi í máli hans. Á ný höfðu íslensk stjórnvöld gerst brotleg við 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði í kjölfar umferðarlagabrots Jóns Kristinssonar var breyting á meinlegri íslenskri lagahefð. Með dómi sínum í vikunni bendir Mannréttindadómstóll Evrópu á lögleysu annarrar meinlegrar íslenskrar hefðar. Lagatúlkurinn Jón Steinar Gunnlaugsson kallaði dóm Mannréttindadómstólsins „árás á fullveldi Íslands“. Jón Steinar hefur á réttu að standa. Dómurinn er árás á fullveldi. En ekki fullveldi Íslands. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er árás á fullveldi fárra til að vera fantar; hann er árás á þá gamalgrónu hefð að íslenskir valdhafar fylli opinberar stöður og embætti með vinum, vandamönnum og flokksgæðingum. Íslenskir ráðamenn hafa margir hverjir brugðist við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins með skætingi. Fjármálaráðherra setur spurningamerki við valdsvið Mannréttindadómstólsins; forsætisráðherra boðar að dómnum verði áfrýjað. Í stað þess að skammast sín fyrir framgönguna við skipun í Landsrétt, í stað þess að lofa úrbótum sem tryggja Íslendingum sjálfsögð mannréttindi, eru stjórnvöld eins og hópur óskammfeilinna barna sem stendur við opna smákökukrús með klístraðar krumlur og mylsnu út á kinn en segist ekkert hafa gert af sér. Vinhygli, frændhygli, flokkshygli. Fyrirgreiðslupólitík er plága í íslensku samfélagi. Hún er óréttur sem þjóðin hefur búið við allt of lengi. Nú er tíminn að tryggja að hún heyri sögunni til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Þriðjudaginn 26. júní árið 1984 steig Jón Kristinsson upp í Subaru bifreið sína á Akureyri. Klukkan 16.40 stöðvuðu hann tveir lögreglumenn sem gáfu honum að sök að hafa ekki virt stöðvunarskyldu þar sem hann ók norður Byggðaveg og beygði inn á Þingvallastræti til austurs. Var þetta annað meint umferðarlagabrot Jóns á stuttum tíma. Málin voru tekin fyrir í Sakadómi Akureyrar. Var Jón sakfelldur af báðum ákærum og honum gert að greiða 3.000 króna sekt. „Mig greindi á við lögregluna um stöðvunarskyldubrotið,“ sagði Jón í samtali við Morgunblaðið. „Ég var alveg viss í minni sök um að ég hefði stöðvað bifreiðina, en það stóð staðhæfing gegn staðhæfingu.“ Jón áfrýjaði málinu til Hæstaréttar. Á landsbyggðinni fóru sýslumenn og bæjarfógetar með dómsvald auk þess sem þeir sáu um löggæslu. Setti verjandi Jóns, Eiríkur Tómasson, fram þá kröfu að dómurinn yrði ómerktur því sami aðili hefði rannsakað og dæmt í málinu. Hélt Eiríkur því fram að slíkt stæðist hvorki stjórnarskrá né Mannréttindasáttmála Evrópu. Þegar dómur fyrir annað brotið var staðfestur í Hæstarétti leitaði Jón til Mannréttindadómstóls Evrópu sem ákvað að veita honum áheyrn fyrstum Íslendinga. Komst Mannréttindanefnd Evrópuráðsins að þeirri niðurstöðu að málsmeðferð í kjölfar meints umferðarlagabrots Jóns hafi brotið í bága við 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu um réttláta dómsmeðferð fyrir dómstólum og vísaði hún málinu til Mannréttindadómstólsins. Málið var þó aldrei rekið fyrir dómnum þar sem sátt náðist milli Jóns og íslenska ríkisins. Í kjölfarið voru sett lög á Alþingi þar sem skilið var með óyggjandi hætti milli dóms- og framkvæmdarvalds. Eða eins og segir á minnisvarða um málið á Akureyri: „Óréttur sem þjóðin hafði búið við heyrði þar með sögunni til.“ Nú, 35 árum eftir að Jón Kristinsson var stöðvaður af lögreglu á Akureyri, hefur umferðarlagabrot á ný bakað okkur Íslendingum vandræði við Mannréttindadómstól Evrópu. Í vikunni komst dómstóllinn að þeirri niðurstöðu að íslenska ríkið hefði brotið gegn rétti manns sem ákærður var fyrir umferðarlagabrot til réttlátrar málsmeðferðar þegar dómari sem dómsmálaráðherra hafði skipað með ólögmætum hætti við Landsrétt dæmdi í máli hans. Á ný höfðu íslensk stjórnvöld gerst brotleg við 6. grein Mannréttindasáttmálans. Aðskilnaður dómsvalds og umboðsvalds í héraði í kjölfar umferðarlagabrots Jóns Kristinssonar var breyting á meinlegri íslenskri lagahefð. Með dómi sínum í vikunni bendir Mannréttindadómstóll Evrópu á lögleysu annarrar meinlegrar íslenskrar hefðar. Lagatúlkurinn Jón Steinar Gunnlaugsson kallaði dóm Mannréttindadómstólsins „árás á fullveldi Íslands“. Jón Steinar hefur á réttu að standa. Dómurinn er árás á fullveldi. En ekki fullveldi Íslands. Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu er árás á fullveldi fárra til að vera fantar; hann er árás á þá gamalgrónu hefð að íslenskir valdhafar fylli opinberar stöður og embætti með vinum, vandamönnum og flokksgæðingum. Íslenskir ráðamenn hafa margir hverjir brugðist við niðurstöðu Mannréttindadómstólsins með skætingi. Fjármálaráðherra setur spurningamerki við valdsvið Mannréttindadómstólsins; forsætisráðherra boðar að dómnum verði áfrýjað. Í stað þess að skammast sín fyrir framgönguna við skipun í Landsrétt, í stað þess að lofa úrbótum sem tryggja Íslendingum sjálfsögð mannréttindi, eru stjórnvöld eins og hópur óskammfeilinna barna sem stendur við opna smákökukrús með klístraðar krumlur og mylsnu út á kinn en segist ekkert hafa gert af sér. Vinhygli, frændhygli, flokkshygli. Fyrirgreiðslupólitík er plága í íslensku samfélagi. Hún er óréttur sem þjóðin hefur búið við allt of lengi. Nú er tíminn að tryggja að hún heyri sögunni til.
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun