Kennir múslimum um árásina í Nýja-Sjálandi: „Þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb þá eru þeir venjulega gerendur“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 15. mars 2019 17:57 Fraser Anning, þingmaður. Ástralski þingmaðurinn Fraser Anning segir ástæðu hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt, þar sem 49 týndu lífi sínu, mega rekja til „innflytjendastefnu sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með.“ Þetta segir þingmaðurinn í yfirlýsingu þar sem hann segir íslamska trú vera „ofbeldisfulla hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga.“ Yfirlýsingin hefur vakið hörð viðbrögð ýmissa stjórnmálamanna, innan Ástralíu sem utan. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir morð eftir að í það minnsta einn árásarmaður skaut að minnsta kosti 49 manns til bana og særði hátt í fimmtíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Föstudagsbænir voru í gangi í moskunum. Anning, sem situr í öldungadeild ástralska þingsins sem óháður þingmaður fyrir Queensland-ríki, byrjar yfirlýsinguna á því að fordæma gjörðir byssumannsins sem átti í hlut og segist algerlega mótfallinn hvers konar ofbeldi í sínu samfélagi. Fljótt kveður þó við heldur myrkari tón í yfirlýsingunni. „Hins vegar, þó að aldrei sé hægt að réttlæta ofbeldisfullar aðgerðir sjálfskipaðra varða laganna, þá dregur þetta upp skýra mynd af vaxandi ótta í samfélagi okkar, bæði í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, við stigvaxandi návist Múslima.“ Þingmaðurinn gefur lítið fyrir útskýringar „vinstri-stjórnmálamanna,“ eins og hann kemst sjálfur að orði, um að rekja megi ástæður árásarinnar til byssulöggjafar í landinu eða þeirra sem aðhyllist þjóðernishyggju. Slíkar skýringar séu í raun „klisjukennt kjaftæði.“ „Hin raunverulega ástæða blóðsúthellinga á götum Nýja-Sjálands í dag er innflytjendastefna sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með,“ segir í yfirlýsingunni, sem vakið hefur hörð viðbrögð. „Höfum eitt á hreinu, þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb, þá eru þeir venjulega gerendurnir. Um allan heim drepa múslimar fólk í stórum stíl, í nafni trúar sinnar.“ Hann segir þá Íslam vera „ofbeldisfulla hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga.“ Þingmaðurinn segir sannleikann vera þann að Íslam sé ólíkt öllum öðrum trúarbrögðum og leggur þessi næst fjölmennustu trúarbrögð heims að jöfnu við fasisma. Hann segir jafnframt að þó að „fylgjendur þessarar villimannslegu trúar hafi ekki verið morðingjar í þessu tilfelli, þá séu þeir ekki saklausir.“ Anning lýkur yfirlýsingunni með því að vitna í Nýja Testament Biblíunnar. „Eins og stendur í Matteusarguðspjalli 26:52, „allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla,“ og þeir sem aðhyllast ofbeldisfull trúarbrögð sem kallar eftir morðum á okkur [öðrum en múslimum] geta ekki látið sér bregða um of þegar einhver tekur þá á orðinu og svarar í sömu mynt.“Hér má lesa yfirlýsinguna.Hörð viðbrögð úr ýmsum áttum Viðbrögð við yfirlýsingu þingmannsins hafa ekki látið á sér standa og hefur hann mátt sæta harðri gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal þeirra sem lýst hafa vanþóknun sinni á orðum Anning er Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu. „Ummæli þingmannsins Fraser Anning þar sem hann kennir innflytjendastefnu um grimmilega árás ofbeldisfulls, öfga-hægri hryðjuverkamanns í Nýja-Sjálandi eru ógeðsleg. Slíkar skoðanir eiga ekki rétt á sér í Ástralíu, hvað þá á ástralska þinginu,“ tísti forsætisráðherrann.The remarks by Senator Fraser Anning blaming the murderous attacks by a violent, right-wing, extremist terrorist in New Zealand on immigration are disgusting. Those views have no place in Australia, let alone the Australian Parliament. — Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) March 15, 2019 Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid David, var einnig harðorður í garð þingmannsins. „Á tímum sorgar og þegar hugleiðingar er þörf þá hellir þessi ástralski þingmaður olíu á eld ofbeldis og öfgahyggju,“ segir Sajid, sem sjálfur er múslimi, í tísti. „Ástralir munu skammast sín gríðarlega fyrir þennan fordómafulla mann. Hann talar á engan hátt fyrir hönd áströlsku vina okkar.“At a time for grieving and reflection, this Australian senator @fraser_anning fans the flames of violence & extremism. Australians will be utterly ashamed of this racist man. In no way does he represent our Australian friends https://t.co/uzezIeNjbN — Sajid Javid (@sajidjavid) March 15, 2019 Malcolm Turnbull, fyrrum forsætisráðherra Ástralíu sagði þá ummæli Anning vera fyrirlitleg. „Hann er svívirðing við ástralska þingið og, það sem verra er, með því að dreifa hatri og snúa Áströlum hvorum gegn öðrum, gerir hann nákvæmlega það sem hryðjuverkamennirnir vilja.“Fraser Anning’s comments today are contemptible. He is a disgrace to the Senate and what is worse by spreading hatred and turning Australians against each other he is doing exactly what the terrorists want. — Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) March 15, 2019 Ástralía Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 „Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fleiri fréttir Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Sjá meira
Ástralski þingmaðurinn Fraser Anning segir ástæðu hryðjuverkaárásarinnar í Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt, þar sem 49 týndu lífi sínu, mega rekja til „innflytjendastefnu sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með.“ Þetta segir þingmaðurinn í yfirlýsingu þar sem hann segir íslamska trú vera „ofbeldisfulla hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga.“ Yfirlýsingin hefur vakið hörð viðbrögð ýmissa stjórnmálamanna, innan Ástralíu sem utan. Yfirvöld á Nýja-Sjálandi hafa ákært karlmann á þrítugsaldri fyrir morð eftir að í það minnsta einn árásarmaður skaut að minnsta kosti 49 manns til bana og særði hátt í fimmtíu til viðbótar í tveimur moskum í Christchurch á Nýja-Sjálandi í dag. Föstudagsbænir voru í gangi í moskunum. Anning, sem situr í öldungadeild ástralska þingsins sem óháður þingmaður fyrir Queensland-ríki, byrjar yfirlýsinguna á því að fordæma gjörðir byssumannsins sem átti í hlut og segist algerlega mótfallinn hvers konar ofbeldi í sínu samfélagi. Fljótt kveður þó við heldur myrkari tón í yfirlýsingunni. „Hins vegar, þó að aldrei sé hægt að réttlæta ofbeldisfullar aðgerðir sjálfskipaðra varða laganna, þá dregur þetta upp skýra mynd af vaxandi ótta í samfélagi okkar, bæði í Ástralíu og Nýja-Sjálandi, við stigvaxandi návist Múslima.“ Þingmaðurinn gefur lítið fyrir útskýringar „vinstri-stjórnmálamanna,“ eins og hann kemst sjálfur að orði, um að rekja megi ástæður árásarinnar til byssulöggjafar í landinu eða þeirra sem aðhyllist þjóðernishyggju. Slíkar skýringar séu í raun „klisjukennt kjaftæði.“ „Hin raunverulega ástæða blóðsúthellinga á götum Nýja-Sjálands í dag er innflytjendastefna sem gerði öfgamúslimum kleift að flytja til Nýja-Sjálands til að byrja með,“ segir í yfirlýsingunni, sem vakið hefur hörð viðbrögð. „Höfum eitt á hreinu, þó að múslimar hafi í dag verið fórnarlömb, þá eru þeir venjulega gerendurnir. Um allan heim drepa múslimar fólk í stórum stíl, í nafni trúar sinnar.“ Hann segir þá Íslam vera „ofbeldisfulla hugmyndafræði sjöttu aldar harðstjóra í dulargervi trúarleiðtoga.“ Þingmaðurinn segir sannleikann vera þann að Íslam sé ólíkt öllum öðrum trúarbrögðum og leggur þessi næst fjölmennustu trúarbrögð heims að jöfnu við fasisma. Hann segir jafnframt að þó að „fylgjendur þessarar villimannslegu trúar hafi ekki verið morðingjar í þessu tilfelli, þá séu þeir ekki saklausir.“ Anning lýkur yfirlýsingunni með því að vitna í Nýja Testament Biblíunnar. „Eins og stendur í Matteusarguðspjalli 26:52, „allir, sem sverði bregða, munu fyrir sverði falla,“ og þeir sem aðhyllast ofbeldisfull trúarbrögð sem kallar eftir morðum á okkur [öðrum en múslimum] geta ekki látið sér bregða um of þegar einhver tekur þá á orðinu og svarar í sömu mynt.“Hér má lesa yfirlýsinguna.Hörð viðbrögð úr ýmsum áttum Viðbrögð við yfirlýsingu þingmannsins hafa ekki látið á sér standa og hefur hann mátt sæta harðri gagnrýni úr ýmsum áttum. Meðal þeirra sem lýst hafa vanþóknun sinni á orðum Anning er Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu. „Ummæli þingmannsins Fraser Anning þar sem hann kennir innflytjendastefnu um grimmilega árás ofbeldisfulls, öfga-hægri hryðjuverkamanns í Nýja-Sjálandi eru ógeðsleg. Slíkar skoðanir eiga ekki rétt á sér í Ástralíu, hvað þá á ástralska þinginu,“ tísti forsætisráðherrann.The remarks by Senator Fraser Anning blaming the murderous attacks by a violent, right-wing, extremist terrorist in New Zealand on immigration are disgusting. Those views have no place in Australia, let alone the Australian Parliament. — Scott Morrison (@ScottMorrisonMP) March 15, 2019 Innanríkisráðherra Bretlands, Sajid David, var einnig harðorður í garð þingmannsins. „Á tímum sorgar og þegar hugleiðingar er þörf þá hellir þessi ástralski þingmaður olíu á eld ofbeldis og öfgahyggju,“ segir Sajid, sem sjálfur er múslimi, í tísti. „Ástralir munu skammast sín gríðarlega fyrir þennan fordómafulla mann. Hann talar á engan hátt fyrir hönd áströlsku vina okkar.“At a time for grieving and reflection, this Australian senator @fraser_anning fans the flames of violence & extremism. Australians will be utterly ashamed of this racist man. In no way does he represent our Australian friends https://t.co/uzezIeNjbN — Sajid Javid (@sajidjavid) March 15, 2019 Malcolm Turnbull, fyrrum forsætisráðherra Ástralíu sagði þá ummæli Anning vera fyrirlitleg. „Hann er svívirðing við ástralska þingið og, það sem verra er, með því að dreifa hatri og snúa Áströlum hvorum gegn öðrum, gerir hann nákvæmlega það sem hryðjuverkamennirnir vilja.“Fraser Anning’s comments today are contemptible. He is a disgrace to the Senate and what is worse by spreading hatred and turning Australians against each other he is doing exactly what the terrorists want. — Malcolm Turnbull (@TurnbullMalcolm) March 15, 2019
Ástralía Hryðjuverk í Christchurch Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31 Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44 „Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36 Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53 Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31 Mest lesið Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Innlent Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Innlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Fleiri fréttir Bræðurnir Tate lausir úr stofufangelsi, aftur Hamas-liðar samþykktu drög að friðarsamkomulagi Að minnsta kosti hundrað hafa dáið ofan í lokaðri námu Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Sjá meira
Að minnsta kosti 49 látnir eftir skotárás á moskur í Nýja-Sjálandi 9manns létu lífið og 48 eru slasaðir eftir að skotárás var gerð á tvær moskur í borginni Christchurch í Nýja-Sjálandi í nótt. 15. mars 2019 06:31
Karlmaður á þrítugsaldri ákærður fyrir morð í Christchurch Ekki er ljóst hvort að um sama mann sé að ræða og nafngreindi sjálfan sig þegar hann streymdi beint frá árásunum á netinu. 15. mars 2019 10:44
„Skrýtin tilfinning að þurfa að segja barni frá svona illmennsku í heiminum“ Íbúar í nýsjálensku borginni Christchurch, þar sem minnst 49 voru skotnir til bana í hryðjuverkaárás á tvær moskur í nótt, eru skelfingu lostnir, að sögn Íslendings sem búsettur er í borginni. 15. mars 2019 08:36
Sýndi beint frá skotárásinni á samfélagsmiðlum Einn árásarmannanna í Christchurch í Nýja-Sjálandi sýndi beint frá skotárásinni á moskurnar tvær á Facebook-síðu sinni. 15. mars 2019 07:53
Hatur á netinu undanfari versta fjöldamorðs í sögu Nýja-Sjálands Talið er að árásarmaður hafi tilkynnt um ætlun sína á spjallborði rasista á netinu. Myndum af einu morðvopnanna var tíst á miðvikudag. 15. mars 2019 13:31