Inter tók þriðja sætið af AC Milan Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 17. mars 2019 21:30 Borgarslagurinn féll með Inter í þetta skiptið Vísir/Getty Inter hafði betur gegn AC Milan í slagnum um Mílanóborg í ítölsku Seria A. Leikurinn byrjaði af krafti með marki frá Matias Vecino fyrir Inter. Það var eina markið sem var skorað í fyrri hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks kom Stefan De Vrij Inter í 2-0 með skallamarki en Tiemoue Bakayoko svaraði fyrir AC Milan sex mínútum síðar. Milan gerði sig líklega til þess að jafna leikinn en á 67. mínútu fékk Inter vítaspyrnu sem Lautaro Martinez skoraði úr. Það fékk ekki á leikmenn Milan sem skoruðu annað mark á 71. mínútu, það var Mateo Musacchio sem gerði markið. Nær komst Milan þó ekki og Inter vann 3-2. Úrslitin þýða að Inter fer upp fyrir granna sína í þriðja sæti deildarinnar. Ítalski boltinn
Inter hafði betur gegn AC Milan í slagnum um Mílanóborg í ítölsku Seria A. Leikurinn byrjaði af krafti með marki frá Matias Vecino fyrir Inter. Það var eina markið sem var skorað í fyrri hálfleik. Í upphafi seinni hálfleiks kom Stefan De Vrij Inter í 2-0 með skallamarki en Tiemoue Bakayoko svaraði fyrir AC Milan sex mínútum síðar. Milan gerði sig líklega til þess að jafna leikinn en á 67. mínútu fékk Inter vítaspyrnu sem Lautaro Martinez skoraði úr. Það fékk ekki á leikmenn Milan sem skoruðu annað mark á 71. mínútu, það var Mateo Musacchio sem gerði markið. Nær komst Milan þó ekki og Inter vann 3-2. Úrslitin þýða að Inter fer upp fyrir granna sína í þriðja sæti deildarinnar.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti