Ekki greinst ný mislingasmit Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. mars 2019 14:12 Fimm hafa greinst með mislinga hér á landi síðan um miðjan febrúar. fréttablaðið/anton brink Á samráðsfundi sóttvarnayfirvalda í morgun kom fram að ekki hafa greinst ný tilfelli mislinga. Tíu þúsund skammtar af bóluefni eru komnir í dreifingu á heilbrigðisstofnanir um land allt. Greint er frá þessu í frétt á vef Landlæknisembættisins. Nánari upplýsingar varðandi framkvæmd bólusetninganna verður hægt að finna á heimasíðum einstakra heilsugæslustöðva þegar þær liggja fyrir. Þá er sérstaklega tekið fram að bólusetningar geti valdið mislingalíkum útbrotum í um það bil 5% tilfella. Útbrotin og önnur möguleg einkenni eru oftast væg og eru mjög litlar líkur á smiti til annarra í slíkum tilfellum. Fimm hafa greinst með mislinga síðan hér á landi síðan um miðjan febrúar.Framkvæmd bólusetninga Sóttvarnalæknir hefur í samráði við umdæmis- og svæðislækna ákveðið eftirfarandi:Á svæðum þar sem mislingar hafa verið að greinast eins og á Austfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu þá verður lögð áhersla á að allir/flestir óbólusettir á aldrinum 6 mánaða til 49 ára (fæddir eftir 1970) fái eina bólusetningu. Bólusettir einstaklingar á aldrinum 6-12 mánaða þurfa bólusetningu nr. 2 við 18 mánaða aldur. Eldri en 12 mánaða þurfa bara eina bólusetningu (og svo aftur við 12 ára).Útsettir einstaklingar fái bólusetningu innan 72 klst. eftir útsetningu fyrir mislingum til að minnka líkur á veikindum.Útsettir einstaklingar og náinn umgangshópur þeirra sem fer í sóttkví fái bólusetningu jafnvel þó að þeir hafi verið bólusettir áður.Ekki á að bólusetja einstaklinga eldri en 49 ára (fæddir fyrir 1970) þar sem miklar líkur eru á að þeir hafi fengið mislinga á sínum tíma.Á svæðum þar sem mislingar hafa ekki greinst er mælt með bólusetningu óbólusettra einstaklinga 12 mánaða og eldri (ekki 6-12 mánaða).Ekki er talin ástæða til að bólusetja börn yngri en 12 mánaða sérstaklega vegna ferðalaga erlendis, nema í undantekningartilvikum til landa þar sem mislingar eru algengir en eftirfarandi 10 lönd eru með hæstu tíðni mislinga skv. upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni: Madagaskar, Úkraína, Indland, Brasilía, Filipseyjar, Venesúela, Taíland, Pakistan, Yemen og Ísrael.Með ofangreindum tilmælum er ekki verið að breyta almennum bólusetningum á Íslandi. Reglubundnar bólusetningar gegn mislingum eru áfram við 18 mánaða aldur og seinni sprauta við 12 ára aldur.Rétt er að árétta að staðfest eggjaofnæmi er ekki frábending gegn bólusetningu nema ef viðkomandi er með sögu um lífshættuleg ofnæmisviðbrögð. Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15 Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46 Nítján mánaða drengur mögulega með mislinga Fyrir hafa fimm einstaklingar greinst með mislinga hér á landi síðan um miðjan febrúar. 13. mars 2019 12:50 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Á samráðsfundi sóttvarnayfirvalda í morgun kom fram að ekki hafa greinst ný tilfelli mislinga. Tíu þúsund skammtar af bóluefni eru komnir í dreifingu á heilbrigðisstofnanir um land allt. Greint er frá þessu í frétt á vef Landlæknisembættisins. Nánari upplýsingar varðandi framkvæmd bólusetninganna verður hægt að finna á heimasíðum einstakra heilsugæslustöðva þegar þær liggja fyrir. Þá er sérstaklega tekið fram að bólusetningar geti valdið mislingalíkum útbrotum í um það bil 5% tilfella. Útbrotin og önnur möguleg einkenni eru oftast væg og eru mjög litlar líkur á smiti til annarra í slíkum tilfellum. Fimm hafa greinst með mislinga síðan hér á landi síðan um miðjan febrúar.Framkvæmd bólusetninga Sóttvarnalæknir hefur í samráði við umdæmis- og svæðislækna ákveðið eftirfarandi:Á svæðum þar sem mislingar hafa verið að greinast eins og á Austfjörðum og á höfuðborgarsvæðinu þá verður lögð áhersla á að allir/flestir óbólusettir á aldrinum 6 mánaða til 49 ára (fæddir eftir 1970) fái eina bólusetningu. Bólusettir einstaklingar á aldrinum 6-12 mánaða þurfa bólusetningu nr. 2 við 18 mánaða aldur. Eldri en 12 mánaða þurfa bara eina bólusetningu (og svo aftur við 12 ára).Útsettir einstaklingar fái bólusetningu innan 72 klst. eftir útsetningu fyrir mislingum til að minnka líkur á veikindum.Útsettir einstaklingar og náinn umgangshópur þeirra sem fer í sóttkví fái bólusetningu jafnvel þó að þeir hafi verið bólusettir áður.Ekki á að bólusetja einstaklinga eldri en 49 ára (fæddir fyrir 1970) þar sem miklar líkur eru á að þeir hafi fengið mislinga á sínum tíma.Á svæðum þar sem mislingar hafa ekki greinst er mælt með bólusetningu óbólusettra einstaklinga 12 mánaða og eldri (ekki 6-12 mánaða).Ekki er talin ástæða til að bólusetja börn yngri en 12 mánaða sérstaklega vegna ferðalaga erlendis, nema í undantekningartilvikum til landa þar sem mislingar eru algengir en eftirfarandi 10 lönd eru með hæstu tíðni mislinga skv. upplýsingum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni: Madagaskar, Úkraína, Indland, Brasilía, Filipseyjar, Venesúela, Taíland, Pakistan, Yemen og Ísrael.Með ofangreindum tilmælum er ekki verið að breyta almennum bólusetningum á Íslandi. Reglubundnar bólusetningar gegn mislingum eru áfram við 18 mánaða aldur og seinni sprauta við 12 ára aldur.Rétt er að árétta að staðfest eggjaofnæmi er ekki frábending gegn bólusetningu nema ef viðkomandi er með sögu um lífshættuleg ofnæmisviðbrögð.
Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15 Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46 Nítján mánaða drengur mögulega með mislinga Fyrir hafa fimm einstaklingar greinst með mislinga hér á landi síðan um miðjan febrúar. 13. mars 2019 12:50 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúra barma Erlent Fleiri fréttir Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og bíður eftir fundi Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Sjá meira
Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Hvert nýtt tilfelli mislinga færir viðbragðsstöðu heilbrigðisyfirvalda aftur um þrjár vikur. Svo virðist sem ekki séu til miklar birgðir af bóluefni í Evrópu. Sóttvarnalæknir segir alla hafa staðið sig vel í að berjast gegn faraldri. 15. mars 2019 06:15
Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46
Nítján mánaða drengur mögulega með mislinga Fyrir hafa fimm einstaklingar greinst með mislinga hér á landi síðan um miðjan febrúar. 13. mars 2019 12:50