Á tánum þrátt fyrir ekkert staðfest nýsmit Sveinn Arnarsson skrifar 15. mars 2019 06:15 Mislingar hafa ekki haft mikil áhrif á bráðamóttöku Landspítalans. Fáir hafa sýkst. Fréttablaðið/Stefán Líklegt þykir að sjötta mislingasmitið sem talið er hafa komið fram í 19 mánaða dreng sé ekki smit af völdum mislinga heldur aðeins aukaverkun af bólusetningu sem drengurinn fór í þremur vikum áður. Drengurinn er ekki veikur að öðru leyti, til að mynda með hita eða eitthvað slíkt, heldur aðeins dauf útbrotseinkenni. Því telja yfirvöld líklegra að aðeins fimm tilfelli hafi greinst af mislingum en vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Aðeins minna er til af bóluefni gegn mislingum en vonast var til. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virðist einnig vera skortur á bóluefninu í Evrópu og ekki búið að útvega meira af því en það sem kemur til landsins í þessari viku vegna þessa. Leiðbeiningar verða gefnar út um dreifingu bóluefnisins. Að mörgu leyti hefur gengið afar vel að berjast við mislingana nú og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægður með árangurinn. „Þetta hefur tekist vel og heilsugæslurnar unnið frábært starf. Við getum hins vegar ekki fagnað of snemma því enn geta ný smit komið upp þar sem allt að þrjár vikur getur tekið fyrir sýktan einstakling að fá einkenni,“ segir Þórólfur. „Gríðarmargir hafa verið bólusettir og von er á því að fleiri verði bólusettir á næstu dögum og við erum ánægð með að allir í þessari keðju hafa staðið sig vel.“ Enn er verið að fylgjast með tugum einstaklinga sem eru í heimasóttkví bæði fyrir austan og á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að sem fæstir af þeim séu sýktir af mislingum. Landspítali, heilsugæslur og sóttvarnalæknir hafa haldið daglega fundi um faraldurinn til að ráða ráðum sínum. Þar eru menn enn á tánum enda sagt að hvert nýtt tilfelli færi stöðuna aftur á byrjunarreit, eða um þrjár vikur. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Líklegt þykir að sjötta mislingasmitið sem talið er hafa komið fram í 19 mánaða dreng sé ekki smit af völdum mislinga heldur aðeins aukaverkun af bólusetningu sem drengurinn fór í þremur vikum áður. Drengurinn er ekki veikur að öðru leyti, til að mynda með hita eða eitthvað slíkt, heldur aðeins dauf útbrotseinkenni. Því telja yfirvöld líklegra að aðeins fimm tilfelli hafi greinst af mislingum en vilja hafa vaðið fyrir neðan sig í þeim efnum. Aðeins minna er til af bóluefni gegn mislingum en vonast var til. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins virðist einnig vera skortur á bóluefninu í Evrópu og ekki búið að útvega meira af því en það sem kemur til landsins í þessari viku vegna þessa. Leiðbeiningar verða gefnar út um dreifingu bóluefnisins. Að mörgu leyti hefur gengið afar vel að berjast við mislingana nú og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ánægður með árangurinn. „Þetta hefur tekist vel og heilsugæslurnar unnið frábært starf. Við getum hins vegar ekki fagnað of snemma því enn geta ný smit komið upp þar sem allt að þrjár vikur getur tekið fyrir sýktan einstakling að fá einkenni,“ segir Þórólfur. „Gríðarmargir hafa verið bólusettir og von er á því að fleiri verði bólusettir á næstu dögum og við erum ánægð með að allir í þessari keðju hafa staðið sig vel.“ Enn er verið að fylgjast með tugum einstaklinga sem eru í heimasóttkví bæði fyrir austan og á höfuðborgarsvæðinu. Vonast er til að sem fæstir af þeim séu sýktir af mislingum. Landspítali, heilsugæslur og sóttvarnalæknir hafa haldið daglega fundi um faraldurinn til að ráða ráðum sínum. Þar eru menn enn á tánum enda sagt að hvert nýtt tilfelli færi stöðuna aftur á byrjunarreit, eða um þrjár vikur.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Tengdar fréttir Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00 Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30 Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Sjá meira
Mislingafaraldur vakti landsmenn líklega til umhugsunar Mikill gangur hefur verið í bólusetningum eftir að mislingar fóru að gera vart við sig um miðjan febrúar. Ráðist var í bólusetningarátak um helgina. 13. mars 2019 07:00
Höfum gleymt því hvað mislingar eru alvarlegir Mikill erill var á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu í dag þegar tekið var á móti ungbörnum í bólusetningu gegn mislingum 9. mars 2019 18:30
Bóluefni komið á heilsugæslustöðvar Fyrirkomulagið verður þannig að bólusett verður á opnum móttökum heilsugæslustöðvanna frá klukkan 8:00 til 15:00 alla virka daga. 14. mars 2019 15:46