Segulmagn Jakobs nær ekki Phil Collins Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. mars 2019 12:30 Jack Magnet er segulmagnaður eins og jörðin og ætlar að grúva eins og það sé 1977 annað kvöld. Tilefnið er ærið en Jakob ætlar með dyggum stuðningi Dísu dóttur sinnar, Valdimars, Eyþórs Gunnarssonar, Guðmundar Péturssonar, Róberts Þórhallssonar og Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar að dusta rykið af manndómsvígslu sinni í sólóplötugerð, Horft í roðann, sem færði honum það sem hann kallar „risasamning við Warner Brothers“ í Bandaríkjunum og hefur getið af sér fjölda „djassskotinna grúvplatna allar götur síðan“. Þegar Jakob freistaði gæfunnar úti í hinum stóra heimi á sínum tíma höguðu örlögin því þannig að Phil Collins, John Giblin og fleiri snillingar lögðu honum lið við hljóðfæraleikinn á plötunni. „Horft í roðann kom út 1976 og hefur ekki verið fáanleg hér né annars staðar í 20 ár, en úr því verður bætt af þessu tilefni,“ segir Jakob í samtali við Fréttablaðið. „Platan speglar lífið handan móðunnar miklu og er almennt talin í dulúðlegri kantinum þó hún skarti nokkrum útvarpssmellum,“ segir Jakob. „Tónlistin á plötunni er blanda af rokki, prog-rokki og djass-rokki, sneiðmynd af tíðarandaum þar sem prog-rokkið og djass-rokkið kemur saman á einni plötu. Það var kannski óvenjulegt og dálítið séríslenskt, en samt með bítlískum hætti þannig að það var komist upp með það að blanda saman svona ólíkum stílbrögðum á einni og sömu plötunni,“ segir Jakob. „Þetta þótti allavegana nógu framandlegt og exótískt í Los Angeles 1977 til þess að ég fékk tvo hljómplötusamninga á borðið nánast um leið og ég mætti á svæðið.“Svo er af öðlingnum Phil Collins dregið að jafnvel Jack Magnet gat ekki dregið hann yfir hafið að trommusettinu.Jakob trommaði upp í upphafi sólóferilsins sem Jack Magnet, segulmagnaður gaur sem dró að sér hnífapör á umslagi samnefndrar plötu. Hann segir trúna á að hann væri segulmagnaður hafa verið útbreidda á þessum tíma og það segulmagn „er sem betur fer eins og segulmagn jarðar, óskert sem aldrei fyrr“, segir Jakob. Kynngimagn Jacks er þó ekki slíkt að það dugi til þess að draga Phil Collins, trommara og síðar söngvara Genesis, að settinu annað kvöld. „Ég hélt góðu sambandi við hann fyrstu árin á eftir en hef ekki heyrt né séð þann góða mann um árabil,“ segir Jakob sem þó freistaði þess að fá Collins til liðs við sig á tónleikunum á morgun. „En ég taldi það nú ekki beint raunhæft, meðal annars vegna þess að ég held að heilsu hans sé þannig háttað að það sé eitthvað af honum dregið. Hann hefur lagt svo hart að sér við trumbusláttinn með Genesis á sínum tíma,“ segir Jack Magnet sem hefur hins vegar sjaldan verið brattari. Hann lætur þess jafnframt getið að svo gott sem uppselt sé á tónleikana annað kvöld og að vegna fjölda áskorana verði leikurinn endurtekinn þann 10. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Tilefnið er ærið en Jakob ætlar með dyggum stuðningi Dísu dóttur sinnar, Valdimars, Eyþórs Gunnarssonar, Guðmundar Péturssonar, Róberts Þórhallssonar og Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar að dusta rykið af manndómsvígslu sinni í sólóplötugerð, Horft í roðann, sem færði honum það sem hann kallar „risasamning við Warner Brothers“ í Bandaríkjunum og hefur getið af sér fjölda „djassskotinna grúvplatna allar götur síðan“. Þegar Jakob freistaði gæfunnar úti í hinum stóra heimi á sínum tíma höguðu örlögin því þannig að Phil Collins, John Giblin og fleiri snillingar lögðu honum lið við hljóðfæraleikinn á plötunni. „Horft í roðann kom út 1976 og hefur ekki verið fáanleg hér né annars staðar í 20 ár, en úr því verður bætt af þessu tilefni,“ segir Jakob í samtali við Fréttablaðið. „Platan speglar lífið handan móðunnar miklu og er almennt talin í dulúðlegri kantinum þó hún skarti nokkrum útvarpssmellum,“ segir Jakob. „Tónlistin á plötunni er blanda af rokki, prog-rokki og djass-rokki, sneiðmynd af tíðarandaum þar sem prog-rokkið og djass-rokkið kemur saman á einni plötu. Það var kannski óvenjulegt og dálítið séríslenskt, en samt með bítlískum hætti þannig að það var komist upp með það að blanda saman svona ólíkum stílbrögðum á einni og sömu plötunni,“ segir Jakob. „Þetta þótti allavegana nógu framandlegt og exótískt í Los Angeles 1977 til þess að ég fékk tvo hljómplötusamninga á borðið nánast um leið og ég mætti á svæðið.“Svo er af öðlingnum Phil Collins dregið að jafnvel Jack Magnet gat ekki dregið hann yfir hafið að trommusettinu.Jakob trommaði upp í upphafi sólóferilsins sem Jack Magnet, segulmagnaður gaur sem dró að sér hnífapör á umslagi samnefndrar plötu. Hann segir trúna á að hann væri segulmagnaður hafa verið útbreidda á þessum tíma og það segulmagn „er sem betur fer eins og segulmagn jarðar, óskert sem aldrei fyrr“, segir Jakob. Kynngimagn Jacks er þó ekki slíkt að það dugi til þess að draga Phil Collins, trommara og síðar söngvara Genesis, að settinu annað kvöld. „Ég hélt góðu sambandi við hann fyrstu árin á eftir en hef ekki heyrt né séð þann góða mann um árabil,“ segir Jakob sem þó freistaði þess að fá Collins til liðs við sig á tónleikunum á morgun. „En ég taldi það nú ekki beint raunhæft, meðal annars vegna þess að ég held að heilsu hans sé þannig háttað að það sé eitthvað af honum dregið. Hann hefur lagt svo hart að sér við trumbusláttinn með Genesis á sínum tíma,“ segir Jack Magnet sem hefur hins vegar sjaldan verið brattari. Hann lætur þess jafnframt getið að svo gott sem uppselt sé á tónleikana annað kvöld og að vegna fjölda áskorana verði leikurinn endurtekinn þann 10. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Væri teiknimyndapersóna í fullkomnum heimi Tíska og hönnun „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið Myndaveisla frá Kótelettunni - Bylgjulestin 2025 Lífið samstarf Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Lífið Sjarmerandi raðhús í 105 Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira