Segulmagn Jakobs nær ekki Phil Collins Þórarinn Þórarinsson skrifar 15. mars 2019 12:30 Jack Magnet er segulmagnaður eins og jörðin og ætlar að grúva eins og það sé 1977 annað kvöld. Tilefnið er ærið en Jakob ætlar með dyggum stuðningi Dísu dóttur sinnar, Valdimars, Eyþórs Gunnarssonar, Guðmundar Péturssonar, Róberts Þórhallssonar og Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar að dusta rykið af manndómsvígslu sinni í sólóplötugerð, Horft í roðann, sem færði honum það sem hann kallar „risasamning við Warner Brothers“ í Bandaríkjunum og hefur getið af sér fjölda „djassskotinna grúvplatna allar götur síðan“. Þegar Jakob freistaði gæfunnar úti í hinum stóra heimi á sínum tíma höguðu örlögin því þannig að Phil Collins, John Giblin og fleiri snillingar lögðu honum lið við hljóðfæraleikinn á plötunni. „Horft í roðann kom út 1976 og hefur ekki verið fáanleg hér né annars staðar í 20 ár, en úr því verður bætt af þessu tilefni,“ segir Jakob í samtali við Fréttablaðið. „Platan speglar lífið handan móðunnar miklu og er almennt talin í dulúðlegri kantinum þó hún skarti nokkrum útvarpssmellum,“ segir Jakob. „Tónlistin á plötunni er blanda af rokki, prog-rokki og djass-rokki, sneiðmynd af tíðarandaum þar sem prog-rokkið og djass-rokkið kemur saman á einni plötu. Það var kannski óvenjulegt og dálítið séríslenskt, en samt með bítlískum hætti þannig að það var komist upp með það að blanda saman svona ólíkum stílbrögðum á einni og sömu plötunni,“ segir Jakob. „Þetta þótti allavegana nógu framandlegt og exótískt í Los Angeles 1977 til þess að ég fékk tvo hljómplötusamninga á borðið nánast um leið og ég mætti á svæðið.“Svo er af öðlingnum Phil Collins dregið að jafnvel Jack Magnet gat ekki dregið hann yfir hafið að trommusettinu.Jakob trommaði upp í upphafi sólóferilsins sem Jack Magnet, segulmagnaður gaur sem dró að sér hnífapör á umslagi samnefndrar plötu. Hann segir trúna á að hann væri segulmagnaður hafa verið útbreidda á þessum tíma og það segulmagn „er sem betur fer eins og segulmagn jarðar, óskert sem aldrei fyrr“, segir Jakob. Kynngimagn Jacks er þó ekki slíkt að það dugi til þess að draga Phil Collins, trommara og síðar söngvara Genesis, að settinu annað kvöld. „Ég hélt góðu sambandi við hann fyrstu árin á eftir en hef ekki heyrt né séð þann góða mann um árabil,“ segir Jakob sem þó freistaði þess að fá Collins til liðs við sig á tónleikunum á morgun. „En ég taldi það nú ekki beint raunhæft, meðal annars vegna þess að ég held að heilsu hans sé þannig háttað að það sé eitthvað af honum dregið. Hann hefur lagt svo hart að sér við trumbusláttinn með Genesis á sínum tíma,“ segir Jack Magnet sem hefur hins vegar sjaldan verið brattari. Hann lætur þess jafnframt getið að svo gott sem uppselt sé á tónleikana annað kvöld og að vegna fjölda áskorana verði leikurinn endurtekinn þann 10. apríl. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira
Tilefnið er ærið en Jakob ætlar með dyggum stuðningi Dísu dóttur sinnar, Valdimars, Eyþórs Gunnarssonar, Guðmundar Péturssonar, Róberts Þórhallssonar og Þorvaldar Þórs Þorvaldssonar að dusta rykið af manndómsvígslu sinni í sólóplötugerð, Horft í roðann, sem færði honum það sem hann kallar „risasamning við Warner Brothers“ í Bandaríkjunum og hefur getið af sér fjölda „djassskotinna grúvplatna allar götur síðan“. Þegar Jakob freistaði gæfunnar úti í hinum stóra heimi á sínum tíma höguðu örlögin því þannig að Phil Collins, John Giblin og fleiri snillingar lögðu honum lið við hljóðfæraleikinn á plötunni. „Horft í roðann kom út 1976 og hefur ekki verið fáanleg hér né annars staðar í 20 ár, en úr því verður bætt af þessu tilefni,“ segir Jakob í samtali við Fréttablaðið. „Platan speglar lífið handan móðunnar miklu og er almennt talin í dulúðlegri kantinum þó hún skarti nokkrum útvarpssmellum,“ segir Jakob. „Tónlistin á plötunni er blanda af rokki, prog-rokki og djass-rokki, sneiðmynd af tíðarandaum þar sem prog-rokkið og djass-rokkið kemur saman á einni plötu. Það var kannski óvenjulegt og dálítið séríslenskt, en samt með bítlískum hætti þannig að það var komist upp með það að blanda saman svona ólíkum stílbrögðum á einni og sömu plötunni,“ segir Jakob. „Þetta þótti allavegana nógu framandlegt og exótískt í Los Angeles 1977 til þess að ég fékk tvo hljómplötusamninga á borðið nánast um leið og ég mætti á svæðið.“Svo er af öðlingnum Phil Collins dregið að jafnvel Jack Magnet gat ekki dregið hann yfir hafið að trommusettinu.Jakob trommaði upp í upphafi sólóferilsins sem Jack Magnet, segulmagnaður gaur sem dró að sér hnífapör á umslagi samnefndrar plötu. Hann segir trúna á að hann væri segulmagnaður hafa verið útbreidda á þessum tíma og það segulmagn „er sem betur fer eins og segulmagn jarðar, óskert sem aldrei fyrr“, segir Jakob. Kynngimagn Jacks er þó ekki slíkt að það dugi til þess að draga Phil Collins, trommara og síðar söngvara Genesis, að settinu annað kvöld. „Ég hélt góðu sambandi við hann fyrstu árin á eftir en hef ekki heyrt né séð þann góða mann um árabil,“ segir Jakob sem þó freistaði þess að fá Collins til liðs við sig á tónleikunum á morgun. „En ég taldi það nú ekki beint raunhæft, meðal annars vegna þess að ég held að heilsu hans sé þannig háttað að það sé eitthvað af honum dregið. Hann hefur lagt svo hart að sér við trumbusláttinn með Genesis á sínum tíma,“ segir Jack Magnet sem hefur hins vegar sjaldan verið brattari. Hann lætur þess jafnframt getið að svo gott sem uppselt sé á tónleikana annað kvöld og að vegna fjölda áskorana verði leikurinn endurtekinn þann 10. apríl.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Tónlist Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Chili Con Carne er hinn fullkomni haustréttur Matur Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ „Leyfi lífinu bara að leiða mig“ Annarri tilraun að Fyre-hátíðinni frestað um ókomna tíð Fanney og Teitur greina frá kyninu Sonur Ringo Starr rekinn úr The Who Drógu saman um 74 prósent í samgöngukostnað Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Ferðalög, heimsóknir eða huggulegheit heima framundan um páskana Hátíðlegur páskamatseðill að hætti Móniku á Apótekinu 100 áhrifamestu einstaklingar í heimi Óvenjulegar móttökur þegar Icelandair lenti í Nashville í fyrsta inn Breytt útlit Daða Freys vekur athygli Horfði á vin sinn fara í snjóflóði Falleg sérhæð í Hlíðunum Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Kærastan vill bara stunda kynlíf í bol Einn huggulegasti leikari landsins á lausu Unnur Eggerts afhjúpar nafn dótturinnar Skuggavaldið: Dýrð og dauði dansa saman í blóði og bjarma Sexfaldur Íslandsmeistari fékk ráð frá rándýru teymi og fór heim með eina milljón Geimferðin gagnrýnd: „Mér býður við þessu“ Kastaði Pétri og Sveppa fram og til baka í indverskri glímu Sjá meira