Auka þurfi eftirlit með laxeldi Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 14. mars 2019 19:30 Formaður Landsambands veiðifélaga segir að setja þurfi aukið fjármagn í eftirlit með laxeldi en hann telur áhættumat sem snýr að erfðablöndun frá laxeldi of pólitískt. Um 130 manns sóttu málþing um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stóð fyrir í morgun. Ráðherrann lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp um breytingar á ýmsum lögum sem tengjast fiskeldi og þar er lagt til að áhættumatið verði lögfest. Í morgun var farið yfir matið og þá vinnu sem liggur að baki því auk þess sem rædd voru næstu skref í þróun þess. Formaður Landsambands veiðifélaga er ánægður með að áhættumat hafi verið framkvæmt en segir það þó of pólitískt. „Við teljum það miklu betra að áhættumatið sé óháð þessum pólitíska þrýstingi sem augljóslega er verið að beita varðandi þessa starfsemi. Ef menn vilja rýna í áhættumatið þá sé betra að gera það með erlendum sérfræðingum frekar en að hleypa pólitíkinni inn i það,“ sagði Jón Helgi Björnsson, formaður Landsambands veiðifélaga.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Hann segir að setja þurfi skýrar reglur varðandi umhverfisáhrif laxeldis svo að við lendum ekki í sömu vandræðum og Noregur glímir við en þar hafa stofnarnir orðið fyrir verulegri erfðamengun. „Við teljum mjög mikilvægt að í þessari stöðu sem við erum í dag séu menn með mjög skýrar reglur varðandi umhverfið svo við lendum ekki í þessu á Íslandi. Þess vegna þarf áhættumatið að vera mjög þröngt og ákveðið,“ sagði Jón Helgi. Hann segir tækifæri liggja í umfangi starfseminnar sem hefur reynst atvinnuskapandi. Þó vanti upp á aukið eftirlit. „Því miður hefur það ekki verið nægilega gott, veikburða í raun og illa fjármagnað. Við leggjum mikla áherslu á að það sé styrkt verulega, sett í það fjármagn og að það sé utanaðkomandi eftirlit með þessum iðnaði,“ sagði Jón Helgi. Fiskeldi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Formaður Landsambands veiðifélaga segir að setja þurfi aukið fjármagn í eftirlit með laxeldi en hann telur áhættumat sem snýr að erfðablöndun frá laxeldi of pólitískt. Um 130 manns sóttu málþing um áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stóð fyrir í morgun. Ráðherrann lagði nýlega fram á Alþingi frumvarp um breytingar á ýmsum lögum sem tengjast fiskeldi og þar er lagt til að áhættumatið verði lögfest. Í morgun var farið yfir matið og þá vinnu sem liggur að baki því auk þess sem rædd voru næstu skref í þróun þess. Formaður Landsambands veiðifélaga er ánægður með að áhættumat hafi verið framkvæmt en segir það þó of pólitískt. „Við teljum það miklu betra að áhættumatið sé óháð þessum pólitíska þrýstingi sem augljóslega er verið að beita varðandi þessa starfsemi. Ef menn vilja rýna í áhættumatið þá sé betra að gera það með erlendum sérfræðingum frekar en að hleypa pólitíkinni inn i það,“ sagði Jón Helgi Björnsson, formaður Landsambands veiðifélaga.Frá eldiskvíum á Patreksfirði.Vísir/Egill Aðalsteinsson.Hann segir að setja þurfi skýrar reglur varðandi umhverfisáhrif laxeldis svo að við lendum ekki í sömu vandræðum og Noregur glímir við en þar hafa stofnarnir orðið fyrir verulegri erfðamengun. „Við teljum mjög mikilvægt að í þessari stöðu sem við erum í dag séu menn með mjög skýrar reglur varðandi umhverfið svo við lendum ekki í þessu á Íslandi. Þess vegna þarf áhættumatið að vera mjög þröngt og ákveðið,“ sagði Jón Helgi. Hann segir tækifæri liggja í umfangi starfseminnar sem hefur reynst atvinnuskapandi. Þó vanti upp á aukið eftirlit. „Því miður hefur það ekki verið nægilega gott, veikburða í raun og illa fjármagnað. Við leggjum mikla áherslu á að það sé styrkt verulega, sett í það fjármagn og að það sé utanaðkomandi eftirlit með þessum iðnaði,“ sagði Jón Helgi.
Fiskeldi Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Innlent Sendiherraefnið biðst afsökunar Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fleiri fréttir Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent