Borðandi að feigðarósi Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 14. mars 2019 07:15 „Getur verið að stærsta ógn íslensku æskunnar sé ferskt kjöt?“ hugsaði ég þegar ég hlustaði á fréttir við eldamennskuna. Þurfum við ekki, sem þjóð, með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að æskan bragði á kjöti erlendis frá? Svo hún falli ekki til svefns næstu hundrað árin og vakni með persónuleikasturlun meginlandsbúans. Ég fylltist ótta við fréttaflutninginn og gaut augunum varlega til barnanna sem sátu við heimalærdóm grunlaus um ógnina. Blessunarlega var ég með íslenskt kjöt á pönnunni. Ég fór að nótera punkta um frystiskyldu á fersku kjöti. Fyrir börnin. Það er talað um 30 daga en ég myndi aldrei leika mér að eldinum. Ársfrysting að lágmarki á þessum bænum. Á Kanaríeyjum gerðu Íslendingar líka hlé á sólbaðinu til að senda stjórnvöldum áskorun um að fresta áformum um innflutning. Tafarlaust. Herkallið frá hinum íslensku (og sennilega fastandi) hermönnum á Kanaríeyjum er skýr áminning um að neyta kjötvöru aðeins innan landamæra viðkomandi ríkis. Aldrei yfir. En þar sem ég heyrði fréttir af fyrirhuguðum veiðum á hvölum sem verða flensaðir undir berum himni staldraði ég við. Nei, auðvitað þarf engan innflutning á fersku kjöti þegar við horfum fram á tonnin öll af fersku hvalkjöti á borðum landsmanna. Það verður nóg til fyrir alla. En er stríðið gegn ferska kjötinu samt alveg bráðnauðsynlegt? Eru hermennirnir á Kanarí kannski eins og eldra fólkið sem kaus Brexit fyrir unga fólkið? Situr svo í sólinni með útlenska hráskinku en vill annað fyrir æskuna. Þess eru nefnilega dæmi að menn hafi borðað kjöt án þess að það hafi verið fryst í 30 daga og komist heilir til baka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun
„Getur verið að stærsta ógn íslensku æskunnar sé ferskt kjöt?“ hugsaði ég þegar ég hlustaði á fréttir við eldamennskuna. Þurfum við ekki, sem þjóð, með öllum tiltækum ráðum að koma í veg fyrir að æskan bragði á kjöti erlendis frá? Svo hún falli ekki til svefns næstu hundrað árin og vakni með persónuleikasturlun meginlandsbúans. Ég fylltist ótta við fréttaflutninginn og gaut augunum varlega til barnanna sem sátu við heimalærdóm grunlaus um ógnina. Blessunarlega var ég með íslenskt kjöt á pönnunni. Ég fór að nótera punkta um frystiskyldu á fersku kjöti. Fyrir börnin. Það er talað um 30 daga en ég myndi aldrei leika mér að eldinum. Ársfrysting að lágmarki á þessum bænum. Á Kanaríeyjum gerðu Íslendingar líka hlé á sólbaðinu til að senda stjórnvöldum áskorun um að fresta áformum um innflutning. Tafarlaust. Herkallið frá hinum íslensku (og sennilega fastandi) hermönnum á Kanaríeyjum er skýr áminning um að neyta kjötvöru aðeins innan landamæra viðkomandi ríkis. Aldrei yfir. En þar sem ég heyrði fréttir af fyrirhuguðum veiðum á hvölum sem verða flensaðir undir berum himni staldraði ég við. Nei, auðvitað þarf engan innflutning á fersku kjöti þegar við horfum fram á tonnin öll af fersku hvalkjöti á borðum landsmanna. Það verður nóg til fyrir alla. En er stríðið gegn ferska kjötinu samt alveg bráðnauðsynlegt? Eru hermennirnir á Kanarí kannski eins og eldra fólkið sem kaus Brexit fyrir unga fólkið? Situr svo í sólinni með útlenska hráskinku en vill annað fyrir æskuna. Þess eru nefnilega dæmi að menn hafi borðað kjöt án þess að það hafi verið fryst í 30 daga og komist heilir til baka.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
„Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur Skoðun
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun