Tröllið Brynjar og grenjuskjóðan Björn Þórarinn Þórarinsson skrifar 14. mars 2019 14:00 Þeir skiptast oft á skotum þannig að ætla mætti að litlir kærleikar væru með þeim en deilurnar rista ekki mjög djúpt. Facebook-hópurinn Bylt fylki telur rúmlega 3.500 manns sem sameina tvö áhugamál sín, kvikmyndir og íslenska tungu, með tillögum að þýðingum á kvikmyndatitlum. Slagorð hópsins segir allt sem segja þarf: „Þýðum allt sem kjafti kemur.“ Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson sýnir þar oft tilþrif og hefur meðal annars tengt bíógrínið væringum sínum og Brynjars Níelssonar. Væringar þeirra hafa ítrekað ratað í fréttir þegar skotin ganga á milli úr ræðustól Alþingis og ekki síður á Facebook þar sem Brynjar hefur meðal annars amast við spurningagleði Björns og látið skóleysi hans fara í taugarnar á sér.Bíónördinn Björn Leví hefur grínast með væringar sínar og Brynjars Níelssonar með bíógríni í hinu Bylta fylki þar sem hann speglar Brynjar sem Trölla en sjálfan sig sem tárvotan Johnny Depp.Björn Leví hefur meðal annars nýtt sér þetta pólitíska orðaskak í bíógríni í Bylta fylkinu með tillögum að nýjum íslenskum titlum á kvikmyndirnar Grinch og Cry Baby. Grinch, eða Trölla sem stal jólunum, þekkja allir og Björn hitti í mark í hópnum þegar hann gaf bíómyndinni um þann fúla gaur einfaldlega nafnið „Brynjar“. Hann baktryggði sig síðan strax í kjölfarið með því að leggja til titilinn „Björn Leví“ á John Waters-myndina Cry Baby, Grenjuskjóðuna, með Johnny Depp. Björn Leví segir í samtali við Fréttablaðið að tvennum sögum fari af því hversu sniðugur hann þyki en hann þykir nánast óumdeilt hafa hitt í mark með Trölla og Grenjuskjóðunni.„Ég hef reynt að taka þann pól í hæðina að finna einhvern titil sem lýsir myndunum frekar en að þýða beint,“ segir Björn Leví og nefnir nýlegt dæmi þar sem hann gaf myndinni As Good As It Gets með Jack Nicholson titilinn Hatari en hún fjallar um graman karlfausk sem hatast við allt og alla, sannkallaðan hatara. Hvað þá Brynjar varðar segir hann nokkuð gott á milli þeirra Trölla Níelssonar. „Brynjar er fínasti gaur sem hefur sínar ákveðnu skoðanir og ég efaðist nú um að hann yrði óhress með þennan titil enda er hann í Félagi fúllyndra Sjálfstæðismanna,“ segir Björn Leví. „En hann er prinsippmaður og talar alveg fyrir óvinsælum skoðunum sem hann er bæði sammála en stundum helst til þess að verja vondan málstað sem er alveg virðingarvert enda alveg umræða sem má taka,“ segir grenjuskjóðan Björn Leví og minnir á að í lokin varð Trölli góður þannig að enn er von.Beinar þýðingar eru oftast dæmdar til þess að mistakast og Björn Leví fellur ekki í slíkar gildrur eins og þessi brandari hans sýnir og sannar. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira
Facebook-hópurinn Bylt fylki telur rúmlega 3.500 manns sem sameina tvö áhugamál sín, kvikmyndir og íslenska tungu, með tillögum að þýðingum á kvikmyndatitlum. Slagorð hópsins segir allt sem segja þarf: „Þýðum allt sem kjafti kemur.“ Þingmaðurinn Björn Leví Gunnarsson sýnir þar oft tilþrif og hefur meðal annars tengt bíógrínið væringum sínum og Brynjars Níelssonar. Væringar þeirra hafa ítrekað ratað í fréttir þegar skotin ganga á milli úr ræðustól Alþingis og ekki síður á Facebook þar sem Brynjar hefur meðal annars amast við spurningagleði Björns og látið skóleysi hans fara í taugarnar á sér.Bíónördinn Björn Leví hefur grínast með væringar sínar og Brynjars Níelssonar með bíógríni í hinu Bylta fylki þar sem hann speglar Brynjar sem Trölla en sjálfan sig sem tárvotan Johnny Depp.Björn Leví hefur meðal annars nýtt sér þetta pólitíska orðaskak í bíógríni í Bylta fylkinu með tillögum að nýjum íslenskum titlum á kvikmyndirnar Grinch og Cry Baby. Grinch, eða Trölla sem stal jólunum, þekkja allir og Björn hitti í mark í hópnum þegar hann gaf bíómyndinni um þann fúla gaur einfaldlega nafnið „Brynjar“. Hann baktryggði sig síðan strax í kjölfarið með því að leggja til titilinn „Björn Leví“ á John Waters-myndina Cry Baby, Grenjuskjóðuna, með Johnny Depp. Björn Leví segir í samtali við Fréttablaðið að tvennum sögum fari af því hversu sniðugur hann þyki en hann þykir nánast óumdeilt hafa hitt í mark með Trölla og Grenjuskjóðunni.„Ég hef reynt að taka þann pól í hæðina að finna einhvern titil sem lýsir myndunum frekar en að þýða beint,“ segir Björn Leví og nefnir nýlegt dæmi þar sem hann gaf myndinni As Good As It Gets með Jack Nicholson titilinn Hatari en hún fjallar um graman karlfausk sem hatast við allt og alla, sannkallaðan hatara. Hvað þá Brynjar varðar segir hann nokkuð gott á milli þeirra Trölla Níelssonar. „Brynjar er fínasti gaur sem hefur sínar ákveðnu skoðanir og ég efaðist nú um að hann yrði óhress með þennan titil enda er hann í Félagi fúllyndra Sjálfstæðismanna,“ segir Björn Leví. „En hann er prinsippmaður og talar alveg fyrir óvinsælum skoðunum sem hann er bæði sammála en stundum helst til þess að verja vondan málstað sem er alveg virðingarvert enda alveg umræða sem má taka,“ segir grenjuskjóðan Björn Leví og minnir á að í lokin varð Trölli góður þannig að enn er von.Beinar þýðingar eru oftast dæmdar til þess að mistakast og Björn Leví fellur ekki í slíkar gildrur eins og þessi brandari hans sýnir og sannar.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Hvar er Mollý Tik Tok skinka í dag? Landsliðsmaður gifti sig í Vík í Mýrdal Eitt glæsilegasta hrossabú landsins falt fyrir tæpan einn og hálfan milljarð Elta drauminn um hægara líf eftir fjögur ár á Íslandi Sólveig og Halldór gáfu dótturinni nafn Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Of Monsters and Men gefa út nýtt lag Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Fyrst skíði og nú golf Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Sjá meira