Forystufólk flokksins líklegt Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 14. mars 2019 06:15 Líklegast þykir að dómsmálin fari til forystu flokksins. Fréttablaðið/anton brink Af þeim sem líklegastir þykja til að fylla skarð Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu þykir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir líklegust. Verði sú raunin gæti Bjarni Benediktsson þurft að setja annan ráðherra í hennar stað í ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og kemur Haraldur Benediktsson þar sterklega til greina. Sú hugmynd hefur hins vegar einnig verið rædd að Þórdís víki ekki úr því ráðherraembætti sem hún gegnir heldur muni aðrir sitjandi ráðherrar létta undir með henni og taka jafnvel að sér einhverja þeirra málaflokka sem hún fer með en um nokkra stóra málaflokka er að ræða, til að mynda orkumálin, þar sem þriðji orkupakkinn er fyrirferðarmestur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka verið sterklega orðuð við dómsmálin, en þrátt fyrir ungan aldur þykir hún hafa staðið sig vel; bæði í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki sínu í Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Bjarni einnig ákveðið að taka dómsmálin sjálfur tímabundið á meðan mál eru að skýrast varðandi nýfallinn dóm Mannréttindadómstólsins. Hann er hins vegar sjálfur með þung mál á sinni könnu; ekki síst meðan kjaraviðræður eru ekki til lykta leiddar. Val Bjarna stendur því milli þess að gera fyrst bráðabirgðabreytingu á ráðherraliði sínu og bíða með varanlegri breytingu eða taka nýjan mann inn í ríkisstjórn. Margir eru um hituna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og ljóst að Bjarni getur ekki gert öllum til geðs. Þótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt áherslu á jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórninni, herma heimildir blaðsins að Bjarna hafi ekki verið settir neinir úrslitakostir í þeim efnum. Þótt Sigríður Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, hafi komist þannig að orði á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga tímabundið til hliðar til að skapa vinnufrið um eftirmál dóms Mannréttindadómstólsins, er alls óvíst að hún eigi afturkvæmt í ríkisstjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að henni hafi verið nauðugur þessi eini kostur vegna þrýstings frá ráðherrum og þingmönnum Vinstri grænna. Hafi hún átt þann kost að stíga til hliðar eða hætta á að fá á sig vantraust frá Alþingi. Sjálfstæðismönnum hafi verið gert ljóst að engu yrði að treysta um atkvæði þingflokks VG í atkvæðagreiðslu um vantraust. Töluverð andstaða mun einnig vera við endurkomu Sigríðar í ríkisstjórn fyrr en í fyrsta lagi að gengnum nýjum dómi frá Strassborg. Bið eftir honum getur tekið marga mánuði eða ár. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00 Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Af þeim sem líklegastir þykja til að fylla skarð Sigríðar Andersen í dómsmálaráðuneytinu þykir Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir líklegust. Verði sú raunin gæti Bjarni Benediktsson þurft að setja annan ráðherra í hennar stað í ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytið og kemur Haraldur Benediktsson þar sterklega til greina. Sú hugmynd hefur hins vegar einnig verið rædd að Þórdís víki ekki úr því ráðherraembætti sem hún gegnir heldur muni aðrir sitjandi ráðherrar létta undir með henni og taka jafnvel að sér einhverja þeirra málaflokka sem hún fer með en um nokkra stóra málaflokka er að ræða, til að mynda orkumálin, þar sem þriðji orkupakkinn er fyrirferðarmestur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir hefur líka verið sterklega orðuð við dómsmálin, en þrátt fyrir ungan aldur þykir hún hafa staðið sig vel; bæði í formennsku þingnefnda og í forystuhlutverki sínu í Sjálfstæðisflokknum. Þá gæti Bjarni einnig ákveðið að taka dómsmálin sjálfur tímabundið á meðan mál eru að skýrast varðandi nýfallinn dóm Mannréttindadómstólsins. Hann er hins vegar sjálfur með þung mál á sinni könnu; ekki síst meðan kjaraviðræður eru ekki til lykta leiddar. Val Bjarna stendur því milli þess að gera fyrst bráðabirgðabreytingu á ráðherraliði sínu og bíða með varanlegri breytingu eða taka nýjan mann inn í ríkisstjórn. Margir eru um hituna í þingflokki Sjálfstæðisflokksins og ljóst að Bjarni getur ekki gert öllum til geðs. Þótt Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra hafi lagt áherslu á jöfn kynjahlutföll í ríkisstjórninni, herma heimildir blaðsins að Bjarna hafi ekki verið settir neinir úrslitakostir í þeim efnum. Þótt Sigríður Andersen, fráfarandi dómsmálaráðherra, hafi komist þannig að orði á blaðamannafundi í gær að hún hygðist stíga tímabundið til hliðar til að skapa vinnufrið um eftirmál dóms Mannréttindadómstólsins, er alls óvíst að hún eigi afturkvæmt í ríkisstjórn. Heimildir Fréttablaðsins herma að henni hafi verið nauðugur þessi eini kostur vegna þrýstings frá ráðherrum og þingmönnum Vinstri grænna. Hafi hún átt þann kost að stíga til hliðar eða hætta á að fá á sig vantraust frá Alþingi. Sjálfstæðismönnum hafi verið gert ljóst að engu yrði að treysta um atkvæði þingflokks VG í atkvæðagreiðslu um vantraust. Töluverð andstaða mun einnig vera við endurkomu Sigríðar í ríkisstjórn fyrr en í fyrsta lagi að gengnum nýjum dómi frá Strassborg. Bið eftir honum getur tekið marga mánuði eða ár.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00 Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29 Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55 Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Fleiri fréttir „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Sjá meira
Sveinn Andri: Skilaboð um að stjórnmálamenn skipti sér sem minnst af skipun dómara Sveinn Andri Sveinsson lögmaður segist hafa verið lengi í bransanum en aldrei séð aðra eins óreiðu í réttarkerfinu. 13. mars 2019 21:00
Þórhildi Sunnu og Helgu Völu brugðið vegna orðræðu Sigríðar og Bjarna um MDE: „Erum við komin þangað?“ Helga Vala Helgadóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að það sé varhugavert að grafa undan MDE sem hafi fært okkur réttarbætur og aukið trú á réttarkerfið. 13. mars 2019 17:29
Sér tvo kosti í stöðunni varðandi nýjan dómsmálaráðherra Annars vegar að annar ráðherra taki við skyldum ráðherra eða nýr ráðherra komi úr hópi þingmanna Sjálfstæðisflokksins, segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. 13. mars 2019 15:55