Ás fékk góða gjöf frá Ægi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. mars 2019 15:15 Gróa Rán og Sóley Patricia Tedsdóttir við aðra lyftuna. Fréttablaðið/Ernir „Þetta var mjög rausnarleg gjöf og nýtileg er hún,“ segir Gróa Rán Birgisdóttir, iðjuþjálfi hjá Ási vinnustofu í Ögurhvarfi í Kópavogi, um tvær loftlyftur sem Lionsklúbburinn Ægir gaf þangað. Öryggismiðstöðin setti þær upp á tveimur stærstu salernum vinnustofunnar. Þar eru þær notaðar af sex manneskjum oft á dag og stöku sinnum fleirum, enda standa þær öllum til boða. „Við vorum áður með segllyftara á hjólum, en þessar loftlyftur eru miklu fyrirferðarminni, sveigjanlegri og þjálli í notkun,“ segir Gróa. „Fólk upplifir sig líka öruggara í þeim og svo er auðveldara fyrir okkur sem hjálpum fólki á salerni að passa upp á réttar vinnustellingar og álag.“ Hún segir hægt að einstaklingsmiða þjónustuna með því að nota segl sem séu mismunandi að stærð og lögun. Segja má að um tvöfalda afmælisgjöf sé að ræða því bæði Lionsklúbburinn Ægir og Styrktarfélagið Ás urðu sextug á síðasta ári. as Á vinnustofunni í Ögurhvarfi eru rúmlega 130 fatlaðir starfsmenn í mismunandi háu starfshlutfalli. „Þetta er stór vinnustaður og margt skemmtilegt í mótun,“ segir Gróa. „Fólk kemur hvaðanæva til að vinna hér og hefur fjölgað hratt hjá okkur.“ Hún segir marga leiðbeinendur á staðnum af ýmsum stéttum en hún sé fyrsti iðjuþjálfinn sem sé ráðinn þar inn og sé að vissu leyti í brautryðjendastarfi. „En að sjálfsögðu vinn ég í góðu og nánu samstarfi við þroskaþjálfana hér og fleiri fagstéttir. Það sem ég er að gera nýtt er að ég legg til dæmis áherslu á að meta hæfni fólks til að vinna ákveðin verk.“ Virknihópar eru meðal þess sem Gróa nefnir í starfi Áss vinnustofu, hún kveðst, í samvinnu við annan leiðbeinanda, sjá um einn slíkan sem annist umhverfisverkefni í Fossvogskirkjugarði, það snúist um að taka í sundur gamla leiðiskransa og flokka grenið í lífrænt og vírana í málm. „Þetta er vinna sem starfsfólk garðsins innti af hendi áður. Það er markmið okkar að tengja fólkið hér út í samfélagið, um það má lesa nánar á heimasíðu félagsins, styrktarfelag.is,“ segir hún. Gróa getur þess til fróðleiks að Ás styrktarfélag sé sjálfseignarstofnun, það reki vinnustofur víðar en í Ögurhvarfi, svo sem Bjarkarás og Lækjarás í Stjörnugróf, og einnig nokkur heimili. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira
„Þetta var mjög rausnarleg gjöf og nýtileg er hún,“ segir Gróa Rán Birgisdóttir, iðjuþjálfi hjá Ási vinnustofu í Ögurhvarfi í Kópavogi, um tvær loftlyftur sem Lionsklúbburinn Ægir gaf þangað. Öryggismiðstöðin setti þær upp á tveimur stærstu salernum vinnustofunnar. Þar eru þær notaðar af sex manneskjum oft á dag og stöku sinnum fleirum, enda standa þær öllum til boða. „Við vorum áður með segllyftara á hjólum, en þessar loftlyftur eru miklu fyrirferðarminni, sveigjanlegri og þjálli í notkun,“ segir Gróa. „Fólk upplifir sig líka öruggara í þeim og svo er auðveldara fyrir okkur sem hjálpum fólki á salerni að passa upp á réttar vinnustellingar og álag.“ Hún segir hægt að einstaklingsmiða þjónustuna með því að nota segl sem séu mismunandi að stærð og lögun. Segja má að um tvöfalda afmælisgjöf sé að ræða því bæði Lionsklúbburinn Ægir og Styrktarfélagið Ás urðu sextug á síðasta ári. as Á vinnustofunni í Ögurhvarfi eru rúmlega 130 fatlaðir starfsmenn í mismunandi háu starfshlutfalli. „Þetta er stór vinnustaður og margt skemmtilegt í mótun,“ segir Gróa. „Fólk kemur hvaðanæva til að vinna hér og hefur fjölgað hratt hjá okkur.“ Hún segir marga leiðbeinendur á staðnum af ýmsum stéttum en hún sé fyrsti iðjuþjálfinn sem sé ráðinn þar inn og sé að vissu leyti í brautryðjendastarfi. „En að sjálfsögðu vinn ég í góðu og nánu samstarfi við þroskaþjálfana hér og fleiri fagstéttir. Það sem ég er að gera nýtt er að ég legg til dæmis áherslu á að meta hæfni fólks til að vinna ákveðin verk.“ Virknihópar eru meðal þess sem Gróa nefnir í starfi Áss vinnustofu, hún kveðst, í samvinnu við annan leiðbeinanda, sjá um einn slíkan sem annist umhverfisverkefni í Fossvogskirkjugarði, það snúist um að taka í sundur gamla leiðiskransa og flokka grenið í lífrænt og vírana í málm. „Þetta er vinna sem starfsfólk garðsins innti af hendi áður. Það er markmið okkar að tengja fólkið hér út í samfélagið, um það má lesa nánar á heimasíðu félagsins, styrktarfelag.is,“ segir hún. Gróa getur þess til fróðleiks að Ás styrktarfélag sé sjálfseignarstofnun, það reki vinnustofur víðar en í Ögurhvarfi, svo sem Bjarkarás og Lækjarás í Stjörnugróf, og einnig nokkur heimili.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Sjá meira