Sigrún Ragna í stjórn Creditinfo Group á ný Stefán Ó. Jónsson skrifar 13. mars 2019 10:40 Sigrún Ragna var forstjóri VÍS frá 2011 til 2016. MANNVIT Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem um árabil var eini kvenkyns forstjóri félags í Kauphöllinni, hefur aftur tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Skipun hennar er liður í endurskipulagningu félagsins eftir að Actis tvöfaldaði hlut sinn í félaginu, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Ásamt henni mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn CreditInfo en þar voru fyrir þau Reynir Grétarsson stjórnarformaður, Nora Kerppola og Hákon Stefánsson. Haft er eftir Sigrúnu Rögnu í tilkynningu sem send var út vegna málsins að henni þyki spennandi að takast á við komandi verkefni. „Félagið er í örum vexti og er orðið leiðandi á sviði áhættustýringar og miðlunar fjármálaupplýsinga á mikilvægum vaxtarmörkuðum.“ Í tilkynningunni er ferill Sigrúnar jafnframt rakinn og þess getið að hún hafi setið í stjórn Creditinfo Lánstrausts hf. frá 2017. Sigrún Ragna var auk þess forstjóri VÍS á árunum 2011-2016 en eftir að hún lét af störfum var enginn kvenkyns forstjóri hjá skráðu félagi í Kauphöllinni.Sjá einnig: Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo GroupEftir að hún sagði skilið við VÍS lá leið hennar til Mannvits þar sem hún tók við stöðu forstjóra í nóvember árið 2017. Sá ráðahagur entist þó ekki lengi því aðeins fimm mánuðum síðar sagði hún starfi sínu lausu. Ástæðuna fyrir vistaskiptunum sagði Sigrún vera að framtíðarsýn hennar og lykileigenda Mannvits hafi ekki farið saman. Sigrún Ragna er að sama skapi viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Sigrún Ragna útskrifaðist þar að auki með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007. Þá hefur hún setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og samtaka, m.a. Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja. Vistaskipti Tengdar fréttir Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo Group Breski fjárfestingasjóðurinn Actis, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á vaxtarmörkuðum, hefur aukið við hlut sinn í Creditinfo Group úr tíu prósentum í 20 prósent. 13. mars 2019 06:45 Ósammála lykileigendum og hættir sem forstjóri Mannvits Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits, hefur tilkynnt stjórn félagsins um ákvörðun sína að láta af störfum eftir einungis fimm mánuði í starfi. 7. maí 2018 16:34 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Sigrún Ragna Ólafsdóttir, sem um árabil var eini kvenkyns forstjóri félags í Kauphöllinni, hefur aftur tekið sæti í stjórn Creditinfo Group. Skipun hennar er liður í endurskipulagningu félagsins eftir að Actis tvöfaldaði hlut sinn í félaginu, eins og Fréttablaðið greindi frá í morgun. Ásamt henni mun Ali Mazanderani, meðeigandi hjá Actis, taka sæti í stjórn CreditInfo en þar voru fyrir þau Reynir Grétarsson stjórnarformaður, Nora Kerppola og Hákon Stefánsson. Haft er eftir Sigrúnu Rögnu í tilkynningu sem send var út vegna málsins að henni þyki spennandi að takast á við komandi verkefni. „Félagið er í örum vexti og er orðið leiðandi á sviði áhættustýringar og miðlunar fjármálaupplýsinga á mikilvægum vaxtarmörkuðum.“ Í tilkynningunni er ferill Sigrúnar jafnframt rakinn og þess getið að hún hafi setið í stjórn Creditinfo Lánstrausts hf. frá 2017. Sigrún Ragna var auk þess forstjóri VÍS á árunum 2011-2016 en eftir að hún lét af störfum var enginn kvenkyns forstjóri hjá skráðu félagi í Kauphöllinni.Sjá einnig: Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo GroupEftir að hún sagði skilið við VÍS lá leið hennar til Mannvits þar sem hún tók við stöðu forstjóra í nóvember árið 2017. Sá ráðahagur entist þó ekki lengi því aðeins fimm mánuðum síðar sagði hún starfi sínu lausu. Ástæðuna fyrir vistaskiptunum sagði Sigrún vera að framtíðarsýn hennar og lykileigenda Mannvits hafi ekki farið saman. Sigrún Ragna er að sama skapi viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands og löggiltur endurskoðandi. Sigrún Ragna útskrifaðist þar að auki með MBA próf frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007. Þá hefur hún setið í stjórnum ýmissa fyrirtækja og samtaka, m.a. Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Samtaka fjármálafyrirtækja.
Vistaskipti Tengdar fréttir Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo Group Breski fjárfestingasjóðurinn Actis, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á vaxtarmörkuðum, hefur aukið við hlut sinn í Creditinfo Group úr tíu prósentum í 20 prósent. 13. mars 2019 06:45 Ósammála lykileigendum og hættir sem forstjóri Mannvits Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits, hefur tilkynnt stjórn félagsins um ákvörðun sína að láta af störfum eftir einungis fimm mánuði í starfi. 7. maí 2018 16:34 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Reynir selur tíu prósenta hlut í Creditinfo Group Breski fjárfestingasjóðurinn Actis, sem sérhæfir sig í fjárfestingum á vaxtarmörkuðum, hefur aukið við hlut sinn í Creditinfo Group úr tíu prósentum í 20 prósent. 13. mars 2019 06:45
Ósammála lykileigendum og hættir sem forstjóri Mannvits Sigrún Ragna Ólafsdóttir, forstjóri Mannvits, hefur tilkynnt stjórn félagsins um ákvörðun sína að láta af störfum eftir einungis fimm mánuði í starfi. 7. maí 2018 16:34