Níu milljarða DVD-iðjuver Ólöf Skaftadóttir skrifar 13. mars 2019 07:00 Tæknin hefur hrist upp í rótgrónum atvinnuvegum. AirBnb selur meira gistirými en nokkur annar í heiminum en á ekki eina einustu íbúð og ekki hótel heldur. Fyrirtæki á borð við Uber og Lyft hafa gerbreytt starfsumhverfi leigubílstjóra. Bankar taka stakkaskiptum. Yfirmenn og eigendur banka standa frammi fyrir því að þurfa að laga sig að breyttum veruleika – þeir geta tekið forystu, leitt breytingar, elt þróunina sem þegar er hafin eða hægt og rólega lagt upp laupana. Samkeppnin fer æ harðnandi og sífellt fleiri taka þátt í henni. Tæknirisar á borð við Apple hafa boðað byltingu í bankaþjónustu í allra nánustu framtíð og bankar, sem eingöngu starfa á netinu, hafa þegar verið stofnaðir víða. Meira að segja flóknustu fjármálagerningar, svo sem stórar skuldabréfaútgáfur, geta nú farið meira og minna fram gegnum tölvur. Þar sem áður þurfti tugi sérfræðinga, þarf nú aðeins örfáa. Auðvitað er þetta framtíðin, og hún er þegar gengin í garð hér á landi. Kvika banki kynnti í vikunni sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga með 4 prósenta vöxtum. Um er að ræða talsvert hærri vexti en aðrir bankar hér á landi bjóða. Ástæða þess að bankinn getur boðið þessi kjör er einföld. Þjónustan fer eingöngu fram á netinu og því er yfirbyggingin nánast engin; engin útibú og engir þjónustufulltrúar. Nokkrar mínútur tekur að stofna reikninginn. Á meðan fréttir af nýrri fjármálaþjónustu Kviku berast, heyrast fréttir af framkvæmdum sem hafnar eru við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, banka í ríkiseigu, á einni dýrustu lóð í borginni. Áætlaður kostnaður við höfuðstöðvarnar nemur níu milljörðum króna. Hugmyndir um nýju höfuðstöðvarnar fyrir neðan Arnarhól eru ekki nýjar. Sumarið 2008, skömmu fyrir hrun, var blásið til hugmyndasamkeppni um byggingu þeirra. Skömmu eftir hrun voru úrslitin svo tilkynnt, en þá þótti ljóst að vinningstillagan yrði ekki að veruleika – að minnsta kosti ekki um sinn. Nú, rúmum tíu árum síðar, hefur engum sem hefur með málið að gera dottið í hug að hætta við framkvæmdirnar. Þrátt fyrir að hugmyndin sé ámóta framsýn og að ætla sér að reisa 9 milljarða króna DVD-verksmiðju árið 2019. Nýju höfuðstöðvarnar skulu þannig rísa við hlið Hörpu við Austurhöfn í nafni hagræðingar. Þar ætlar bankinn að reisa 16.500 fermetra byggingu undir sína hefðbundnu starfsemi. Fyrir þetta greiða neytendur, fólkið í landinu, vitaskuld að lokum. Okkar séríslenska króna er nefnilega ekki eina ástæða hás vaxtastigs og mikils bankakostnaðar í landinu. Alkunna er, að bankakerfið á Íslandi er of umsvifamikið. Fyrirséð er að fækkun verði í stétt bankamanna. Tækninýjungarnar bjóða hagræðingunni heim. Þá er bara spurningin: Hvaða fólk eiga nýju höfuðstöðvarnar að hýsa? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson Skoðun Halldór 05.07.2025 Jón Ísak Ragnarsson Halldór Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Tæknin hefur hrist upp í rótgrónum atvinnuvegum. AirBnb selur meira gistirými en nokkur annar í heiminum en á ekki eina einustu íbúð og ekki hótel heldur. Fyrirtæki á borð við Uber og Lyft hafa gerbreytt starfsumhverfi leigubílstjóra. Bankar taka stakkaskiptum. Yfirmenn og eigendur banka standa frammi fyrir því að þurfa að laga sig að breyttum veruleika – þeir geta tekið forystu, leitt breytingar, elt þróunina sem þegar er hafin eða hægt og rólega lagt upp laupana. Samkeppnin fer æ harðnandi og sífellt fleiri taka þátt í henni. Tæknirisar á borð við Apple hafa boðað byltingu í bankaþjónustu í allra nánustu framtíð og bankar, sem eingöngu starfa á netinu, hafa þegar verið stofnaðir víða. Meira að segja flóknustu fjármálagerningar, svo sem stórar skuldabréfaútgáfur, geta nú farið meira og minna fram gegnum tölvur. Þar sem áður þurfti tugi sérfræðinga, þarf nú aðeins örfáa. Auðvitað er þetta framtíðin, og hún er þegar gengin í garð hér á landi. Kvika banki kynnti í vikunni sparnaðarreikninga fyrir einstaklinga með 4 prósenta vöxtum. Um er að ræða talsvert hærri vexti en aðrir bankar hér á landi bjóða. Ástæða þess að bankinn getur boðið þessi kjör er einföld. Þjónustan fer eingöngu fram á netinu og því er yfirbyggingin nánast engin; engin útibú og engir þjónustufulltrúar. Nokkrar mínútur tekur að stofna reikninginn. Á meðan fréttir af nýrri fjármálaþjónustu Kviku berast, heyrast fréttir af framkvæmdum sem hafnar eru við nýjar höfuðstöðvar Landsbankans, banka í ríkiseigu, á einni dýrustu lóð í borginni. Áætlaður kostnaður við höfuðstöðvarnar nemur níu milljörðum króna. Hugmyndir um nýju höfuðstöðvarnar fyrir neðan Arnarhól eru ekki nýjar. Sumarið 2008, skömmu fyrir hrun, var blásið til hugmyndasamkeppni um byggingu þeirra. Skömmu eftir hrun voru úrslitin svo tilkynnt, en þá þótti ljóst að vinningstillagan yrði ekki að veruleika – að minnsta kosti ekki um sinn. Nú, rúmum tíu árum síðar, hefur engum sem hefur með málið að gera dottið í hug að hætta við framkvæmdirnar. Þrátt fyrir að hugmyndin sé ámóta framsýn og að ætla sér að reisa 9 milljarða króna DVD-verksmiðju árið 2019. Nýju höfuðstöðvarnar skulu þannig rísa við hlið Hörpu við Austurhöfn í nafni hagræðingar. Þar ætlar bankinn að reisa 16.500 fermetra byggingu undir sína hefðbundnu starfsemi. Fyrir þetta greiða neytendur, fólkið í landinu, vitaskuld að lokum. Okkar séríslenska króna er nefnilega ekki eina ástæða hás vaxtastigs og mikils bankakostnaðar í landinu. Alkunna er, að bankakerfið á Íslandi er of umsvifamikið. Fyrirséð er að fækkun verði í stétt bankamanna. Tækninýjungarnar bjóða hagræðingunni heim. Þá er bara spurningin: Hvaða fólk eiga nýju höfuðstöðvarnar að hýsa?
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun