Ísland skapar ekki nógu áhugaverð störf Helgi Vífill Júlíusson skrifar 13. mars 2019 07:00 Það þarf að snúa við þeirri óheillaþróun að ungt menntað fólk flytji af landi brott í miklum mæli. Það á sér stað á sama tíma og erlendir verkamenn hafa flutt unnvörpum til landsins. Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, vakti athygli á þróuninni í Fréttablaðinu á fimmtudag. Þetta er spegilmynd af vandanum sem við er að etja. Íslenskt hagkerfi byggir í æ ríkara mæli á náttúruauðlindum í stað hugvits í kjölfar uppgangs í ferðaþjónustu. Stoðir hagkerfisins eru ferðamennska, sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður. Hagkerfið skapar einfaldlega ekki nægilega mikið af áhugaverðum störfum sem byggja á hugviti og státa af mikilli framleiðni. Afleiðingin mun bitna á landsmönnum öllum, hagvöxtur og þar með lífsgæði munu ekki halda í við nágrannaþjóðir á 21. öldinni. Það þarf að skapa frjóan jarðveg fyrir þekkingariðnað til að leggja grunn að áhugaverðum störfum. Öflugt menntakerfi og góð umgjörð um atvinnulífið er lykillinn. Því miður eru skattar með því hæsta sem þekkist sem hlutfall af landsframleiðslu og skólar útskrifa of fáa tæknimenntaða. Það verður ekki fram hjá því litið að miklar sveiflur krónunnar grafa undan uppbyggingu þekkingariðnaðar sem krefst þolinmóðra fjárfesta. Hin Norðurlöndin hafa glímt við álíka vanda og Ísland varðandi verðbólgu og ósætti á vinnumarkaði. Þeim fór hins vegar að farnast vel um leið og leikreglur peningastefnunnar urðu skýrar, segir í skýrslunni Framtíð íslenskrar peningastefnu. Þetta er í mikilvæg lexía í ljósi harðra kjaraviðræðna. Á Norðurlöndunum þekkist ekki að hækka laun umfram svigrúm útflutningsgreina enda er það ekki himnasending heldur böl sem leiðir til verðbólgu og gengisfalls. Með þeim hætti er vegið að rekstrargrundvelli fyrirtækja, sem er kostnaðarsamt fyrir samfélagið því þau þurfa að sleikja sárin í stað þess að sækja fram, og erfitt reynist að skapa þekkingarstörf. Ekkert vinnst en miklu er fórnað. Þeir sem vilja leysa gengisvandann með því að taka upp aðra mynt ættu að rifja upp skrif dr. Róberts Mundell, föður evrunnar, þess efnis að eitt af þremur skilyrðum myntbandalags er að atvinnurekendur geti lækkað laun í niðursveiflum. Annars er kreppa og atvinnuleysi á næsta leiti. Verkalýðshreyfingin þyrfti að taka róttækum breytingum til að samþykkja það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Helgi Vífill Júlíusson Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Það þarf að snúa við þeirri óheillaþróun að ungt menntað fólk flytji af landi brott í miklum mæli. Það á sér stað á sama tíma og erlendir verkamenn hafa flutt unnvörpum til landsins. Ásgeir Jónsson, forseti hagfræðideildar Háskóla Íslands, vakti athygli á þróuninni í Fréttablaðinu á fimmtudag. Þetta er spegilmynd af vandanum sem við er að etja. Íslenskt hagkerfi byggir í æ ríkara mæli á náttúruauðlindum í stað hugvits í kjölfar uppgangs í ferðaþjónustu. Stoðir hagkerfisins eru ferðamennska, sjávarútvegur og orkufrekur iðnaður. Hagkerfið skapar einfaldlega ekki nægilega mikið af áhugaverðum störfum sem byggja á hugviti og státa af mikilli framleiðni. Afleiðingin mun bitna á landsmönnum öllum, hagvöxtur og þar með lífsgæði munu ekki halda í við nágrannaþjóðir á 21. öldinni. Það þarf að skapa frjóan jarðveg fyrir þekkingariðnað til að leggja grunn að áhugaverðum störfum. Öflugt menntakerfi og góð umgjörð um atvinnulífið er lykillinn. Því miður eru skattar með því hæsta sem þekkist sem hlutfall af landsframleiðslu og skólar útskrifa of fáa tæknimenntaða. Það verður ekki fram hjá því litið að miklar sveiflur krónunnar grafa undan uppbyggingu þekkingariðnaðar sem krefst þolinmóðra fjárfesta. Hin Norðurlöndin hafa glímt við álíka vanda og Ísland varðandi verðbólgu og ósætti á vinnumarkaði. Þeim fór hins vegar að farnast vel um leið og leikreglur peningastefnunnar urðu skýrar, segir í skýrslunni Framtíð íslenskrar peningastefnu. Þetta er í mikilvæg lexía í ljósi harðra kjaraviðræðna. Á Norðurlöndunum þekkist ekki að hækka laun umfram svigrúm útflutningsgreina enda er það ekki himnasending heldur böl sem leiðir til verðbólgu og gengisfalls. Með þeim hætti er vegið að rekstrargrundvelli fyrirtækja, sem er kostnaðarsamt fyrir samfélagið því þau þurfa að sleikja sárin í stað þess að sækja fram, og erfitt reynist að skapa þekkingarstörf. Ekkert vinnst en miklu er fórnað. Þeir sem vilja leysa gengisvandann með því að taka upp aðra mynt ættu að rifja upp skrif dr. Róberts Mundell, föður evrunnar, þess efnis að eitt af þremur skilyrðum myntbandalags er að atvinnurekendur geti lækkað laun í niðursveiflum. Annars er kreppa og atvinnuleysi á næsta leiti. Verkalýðshreyfingin þyrfti að taka róttækum breytingum til að samþykkja það.
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir Skoðun