Bandaríkjamenn segja enga ástæðu til að kyrrsetja flugvélar Boeing Samúel Karl Ólason skrifar 12. mars 2019 22:44 Flugvélarnar hafa ekki verið kyrrsettar í Kanada en yfirvöld þar segja málið í skoðun. AP/Darryl Dyck Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja enga ástæðu til að kyrrsetja 737 MAX 8 og 9 flugvélar bandaríska fyrirtækisins Boeing. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. Þar að auki hafi flugmálayfirvöld annarra ríkja ekki geta sýnt fram á neitt slíkt til að réttlæta það að flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim. Þó er tekið fram að leiði rannsókn á flugslysinu í Eþíópíu í ljós ástæðu til að kyrrsetja flugvélarnar muni FAA grípa umsvifalaust til aðgerða.UPDATED #FAA Statement regarding @Boeing 737 MAX. pic.twitter.com/HxObBr7qRf — The FAA (@FAANews) March 12, 2019 AP fréttaveitan segir FAA vera undir miklum þrýstingi heima fyrir. Stjórnmálamenn, samtök hagsmunaaðila og fagaðilar hafi kallað eftir því að flugvélarnar verði kyrrsettar. Flugvél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak um helgina. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak. Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, sem bannaði allt flug umræddra flugvéla í lofthelgi Evrópu í dag, tók fram í tilkynningu að enn væri of snemmt að draga ályktanir um orsakir flugslyssins í Eþíópíu. Icelandair tilkynnti einnig í dag að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Var það gert eftir að Bretar bönnuðu flugvélarnar í lofthelgi Bretlands. Flightradar24 currently shows there are 85 Boeing 737 MAX aircraft airborne around the globe. Mostly over the USA.#Boeing #737MAX pic.twitter.com/LBfp1IzAo2— CivMilAir ✈ (@CivMilAir) March 12, 2019 Boeing Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira
Flugmálayfirvöld Bandaríkjanna, FAA, segja enga ástæðu til að kyrrsetja 737 MAX 8 og 9 flugvélar bandaríska fyrirtækisins Boeing. Í yfirlýsingu frá stofnuninni segir að skoðun starfsmanna hennar hafi ekki varpað ljósi á galla á frammistöðu flugvélanna eða vélræna galla. Þar að auki hafi flugmálayfirvöld annarra ríkja ekki geta sýnt fram á neitt slíkt til að réttlæta það að flugvélarnar hafa verið kyrrsettar víða um heim. Þó er tekið fram að leiði rannsókn á flugslysinu í Eþíópíu í ljós ástæðu til að kyrrsetja flugvélarnar muni FAA grípa umsvifalaust til aðgerða.UPDATED #FAA Statement regarding @Boeing 737 MAX. pic.twitter.com/HxObBr7qRf — The FAA (@FAANews) March 12, 2019 AP fréttaveitan segir FAA vera undir miklum þrýstingi heima fyrir. Stjórnmálamenn, samtök hagsmunaaðila og fagaðilar hafi kallað eftir því að flugvélarnar verði kyrrsettar. Flugvél Ethiopian Airlines, sem var af gerðinni Boeing 737 MAX 8, hrapaði skömmu eftir flugtak um helgina. Alls fórust 157 manns í slysinu. Þetta var annað mannskæða flugslysið á innan við fimm mánuðum þar sem umrædd flugvélagerð kemur við sögu, en 189 manns fórust þegar vél Lion Air hrapaði í Jövuhafi í október, einnig skömmu eftir flugtak. Flugöryggisstofnun Evrópu, EASA, sem bannaði allt flug umræddra flugvéla í lofthelgi Evrópu í dag, tók fram í tilkynningu að enn væri of snemmt að draga ályktanir um orsakir flugslyssins í Eþíópíu. Icelandair tilkynnti einnig í dag að félagið hafi ákveðið að taka allar Boeing 737 MAX 8 vélar sínar úr rekstri, þrjár talsins, um óákveðinn tíma. Var það gert eftir að Bretar bönnuðu flugvélarnar í lofthelgi Bretlands. Flightradar24 currently shows there are 85 Boeing 737 MAX aircraft airborne around the globe. Mostly over the USA.#Boeing #737MAX pic.twitter.com/LBfp1IzAo2— CivMilAir ✈ (@CivMilAir) March 12, 2019
Boeing Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Konan er fundin Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Sextán ára kveikti í herbergi sínu Innlent Fleiri fréttir Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Búa sig undir komu hermanna og útsendara ICE Evrópuleiðtogar funda um öryggistryggingar fyrir Úkraínu Spinna samsæriskenningar vegna óvenjumargra andláta frambjóðenda Biðja hæstarétt um flýtimeðferð vegna tolla Höfundur Father Ted handtekinn fyrir að hvetja til ofbeldis gegn trans fólki Allir íbúar munu geta höfðað mál vegna þungunarrofslyfja Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Mótmæla hugmyndum um innlimun nær alls Vesturbakkans Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Sjá meira