Tæp 95 prósent vilja bólusetningarskyldu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 12. mars 2019 06:15 Af svarendum reyndust rúm 94 prósent frekar eða mjög hlynnt því að slík skylda yrði lögfest, tæp þrjú prósent sögðust hlutlaus og um þrjú prósent því frekar eða mjög andvíg. vísir/getty Rúmlega níu af hverjum tíu Íslendingum eru á því að skylda til bólusetningar barna verði leidd í lög eða bólusetning gerð að skilyrði fyrir inntöku á leikskóla. Þetta sýna niðurstöður könnunar Zenter rannsókna. Af svarendum reyndust rúm 94 prósent frekar eða mjög hlynnt því að slík skylda yrði lögfest, tæp þrjú prósent sögðust hlutlaus og um þrjú prósent því frekar eða mjög andvíg. Þrjú af hverjum fjórum sögðust mjög hlynnt slíkri skyldu. Örlítið minni stuðningur reyndist við það að bólusetning við mislingum yrði gerð að skilyrði fyrir inntöku barns á leikskóla. Rúmlega níu af hverjum tíu reyndust hlynnt því, 3,4 prósent hlutlaus og rúm fimm prósent andvíg. Í báðum tilvikum mældist stuðningur minnstur hjá þeim sem lokið höfðu framhaldsprófi í háskóla en þó var hann í um níutíu prósent hjá þeim hópi. „Það er ekki hægt að segja að við stöndum okkur illa í bólusetningum þó við gætum gert betur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Embætti landlæknis stefnir að því að hlutfall bólusettra sé yfir 95 prósent en það hefur verið á bilinu 90-95 prósent. „Ástæðan er að öllum líkindum innköllunarkerfi heilsugæslunnar. Ég hef sagt að við ættum að laga það og sjá hverju það skilar áður en við ræðum um skyldu til bólusetninga,“ segir Þórólfur. Læknirinn segir að aðeins örlítill hópur fólks sé andsnúinn bólusetningum en rannsóknir bendi til þess að það séu um tvö prósent. Hann óttast að bólusetningarskylda geti stækkað þann hóp. Könnunin var netkönnun framkvæmd 8.-11. mars. Úrtakið var 2.500 einstaklingar og svöruðu 1.146. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, búsetu og aldri til að endurspegla sem best álit landsmanna á viðfangsefninu. Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Rúmlega níu af hverjum tíu Íslendingum eru á því að skylda til bólusetningar barna verði leidd í lög eða bólusetning gerð að skilyrði fyrir inntöku á leikskóla. Þetta sýna niðurstöður könnunar Zenter rannsókna. Af svarendum reyndust rúm 94 prósent frekar eða mjög hlynnt því að slík skylda yrði lögfest, tæp þrjú prósent sögðust hlutlaus og um þrjú prósent því frekar eða mjög andvíg. Þrjú af hverjum fjórum sögðust mjög hlynnt slíkri skyldu. Örlítið minni stuðningur reyndist við það að bólusetning við mislingum yrði gerð að skilyrði fyrir inntöku barns á leikskóla. Rúmlega níu af hverjum tíu reyndust hlynnt því, 3,4 prósent hlutlaus og rúm fimm prósent andvíg. Í báðum tilvikum mældist stuðningur minnstur hjá þeim sem lokið höfðu framhaldsprófi í háskóla en þó var hann í um níutíu prósent hjá þeim hópi. „Það er ekki hægt að segja að við stöndum okkur illa í bólusetningum þó við gætum gert betur,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. Embætti landlæknis stefnir að því að hlutfall bólusettra sé yfir 95 prósent en það hefur verið á bilinu 90-95 prósent. „Ástæðan er að öllum líkindum innköllunarkerfi heilsugæslunnar. Ég hef sagt að við ættum að laga það og sjá hverju það skilar áður en við ræðum um skyldu til bólusetninga,“ segir Þórólfur. Læknirinn segir að aðeins örlítill hópur fólks sé andsnúinn bólusetningum en rannsóknir bendi til þess að það séu um tvö prósent. Hann óttast að bólusetningarskylda geti stækkað þann hóp. Könnunin var netkönnun framkvæmd 8.-11. mars. Úrtakið var 2.500 einstaklingar og svöruðu 1.146. Gögnin voru vigtuð eftir kyni, búsetu og aldri til að endurspegla sem best álit landsmanna á viðfangsefninu.
Birtist í Fréttablaðinu Bólusetningar Heilbrigðismál Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira