Landhelgisgæslan hefur samið við fyrirtækið Safran Helicopter Engines í Þýskalandi um að þjónusta tvær Super Puma H225 þyrlur sem væntanlegar eru til landsins á leigu frá norska fyrirtækinu Knut Axel Ugland Holding AS.
Að því er kemur fram á vefnum helis.com er um að ræða fimm ára þjónustusamning sem felur í sér greiðslur til Safran á grundvelli floginna klukkustunda á þyrlunum.
Snýr samningurinn að viðhaldi, viðgerðum og skoðunum á fjórum hreyflum þyrlanna.
„Við erum afar ánægð að hafa Safran okkur við hlið í verkefnum okkar,“ hefur helis.com eftir Höskuldi Ólafssyni, tæknistjóra Landhelgisgæslunnar.
Olivier Le Merrer hjá Safran Engines lofar að sögn helis.com þjónustu á heimsmælikvarða fyrir hönd fyrirtækisins.
Gæslan gerir þyrlusamning
Garðar Örn Úlfarsson skrifar
