Hrikalega stórt skarð fyrir 80s-ið Þórarinn Þórarinsson skrifar 12. mars 2019 09:00 Michael Jackson. vísir/getty Þótt Michael Jackson hafi í áratugi þótt stórundarlegur og lengi setið undir ásökunum um að hafa misnotað unga drengi kynferðislega er það fyrst núna sem goðið fellur af stalli með látum. Ásakanir á hendur honum í heimildarmyndinni Leaving Neverland þykja svo sannfærandi að ekki verði lengur litið undan. RÚV sýndi fyrri hluta myndarinnar í gærkvöld og sjálfsagt hefur áhorfið fengið á margan gamlan Jackson-aðdáandann enda ljóst að út um allan heim er þolinmæði fólks fyrir kynferðisbrotum og ofbeldi hinna ríku og frægu þrotin. Dyggir aðdáendur Jacksons eru þar engin undantekning og þeir sem Fréttablaðið ræddi við segjast sumir vart hafa geð í sér til þess að hlusta framar á lög hans sem áður voru í miklu uppáhaldi.Fólk er í sjokki Michael Jackson var skærasta poppstjarna níunda áratugarins, sem kenndur er við 80s, þegar hann heillaði heimsbyggðina með lögum eins og Billie Jean, Beat It, Bad, Dirty Diana, Smooth Criminal og auðvitað Thriller. Útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Siggi Hlö er manna fróðastur um þetta tímabil tónlistarsögunnar og leikur 80s-tónlist við endalausar vinsældir í þætti sínum Veistu hver ég var? á Bylgjunni á laugardögum. „Ég finn alveg að vinsældir hans hafa dvínað,“ segir Siggi við Fréttablaðið. Mér finnst svosem enginn tala um þetta að ráði en fólk er auðvitað í sjokki yfir þessu. Mín kynslóð talar náttúrlega helst um hvernig hann varð alltaf furðulegri og furðulegri og það er nú oft þannig að þegar menn verða furðulegir út á við þá er kannski líka eitthvað að inn á við.“ Siggi segist þó sáttur við að hafa náð að sjá Jackson á tónleikum. „Mér fannst hann frábær sem listamaður en ef það reynist rétt sem talað er um þá er þetta alger viðbjóður,“ segir Siggi sem á ekki von á öðru en að Jackson verði sjaldheyrður á íslenskum öldum ljósvakans.Siggi Hlö.„Alger viðbjóður“ „Auðvitað hlýtur að verða erfitt að hlusta á hann af einhverri innlifun og maður kannski tónar hann niður af virðingu við aðra. Bylgjan hefur allavegana ekki tekið ákvörðun um að hætta að spila lögin hans, en BBC er hætt því.“ Og hvernig sem á allt er litið verður ekki horft fram hjá því að Jackson er risi í tónlistinni og setti sterkan svip á tónlistarheiminn í eina fjóra áratugi. „Þetta er hrikalega stórt skarð fyrir eitísið, að hætta að spila Jackson, en einhvers staðar verður maður náttúrlega að taka afstöðu,“ segir Siggi og bætir við að auðvitað hafi hann og aðrir fullkomna andstyggð á því sem Jackson er sakaður um og „þá þarf að sýna það í einhverju verki.“ Þá segist Siggi ekki eiga von á því að mikið verði hringt í hann og beðið um óskalög með Michael Jackson. „Þegar dömurnar hringja í mig úr pottinum þá eru þær alltaf búnar að halda lítinn fund rétt áður en símtalið á sér stað þannig að ef ein stingur upp á að beðið verði um Jackson kaffæra hinar hana örugglega,“ segir Hlö-maskínan og hlær.Fékk BAD í skóinn „Mér er í rauninni ekki brugðið. Þetta hefur alltaf verið í umræðunni,“ segir Birna Dröfn Jónasdóttir sem hefur verið Jackson-aðdáandi í áratugi. „En heimurinn er búinn að vera ótrúlega duglegur að leiða þetta hjá sér eins og gerist oft með frægt fólk,“ segir Birna Dröfn og kann Jackson litlar þakkir fyrir að hafa mengað ljúfar minningar tengdar tónlist hans. „Ég hugsa að mig langi ekki að hlusta á tónlistina hans. Ég held ég geti það einhvern veginn ekki með sömu eyrum og ég gerði, út af því að ég ber ekki virðingu fyrir honum,“ segir Birna Dröfn. „En ég get samt ekki afneitað því að hafa verið aðdáandi. Ég meina, þetta er góður tónlistarmaður sama hversu mikill fáviti hann er en það þýðir ekki að ég beri ennþá virðingu fyrir honum.“ Birna Dröfn segist hafa fengið BAD-plötuna í skóinn þegar hún var fjögurra ára eða svo. Síðan fékk hún leðurbuxur í jólagjöf og stóð í þeim uppi í gluggakistu og „ímyndaði mér að ég væri fyrir framan fullt af fólki á meðan ég dansaði við Michael Jackson. Hann er algjörlega að eyðileggja minningar.“ Birna Dröfn segir að sér finnist lögin hans ennþá góð og nefnir sérstaklega hið frábæra Dirty Diana, þá geti hún ekki hugsað sér að spila hvorki það né önnur. „Hjartað er ekki lengur á réttum stað. Hann á það eiginlega ekki skilið að við séum ennþá að hlusta.“Verður að horfa „Þetta er náttúrlega bara hræðilegt, sama hver gerir þetta og það á ekki að skipta neinu máli í svona aðstæðum,“ heldur Birna Dís áfram. „Og núna sjást vonandi bara breytingarnar sem hafa orðið í kjölfarið á #MeToo og öllu þessu. Að það skipti ekki lengur máli hver gerði þetta. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Birna Dís segist ekki ætla að hlífa sér við því að horfa á Leaving Neverland. „Ég veit ekki hvort mig langar til þess en auðvitað geri ég það. Alveg eins og allir aðrir ættu að gera. Ekki af því að þetta er Michael Jackson heldur vegna þess að þetta skiptir máli og verður að vera í umræðunni og maður getur ekki sleppt því að horfa.“Anna Helgadóttir.Hætti ekki að blasta Thriller Anna Helgadóttir varð ákafur Jackson-aðdáandi þegar Thriller-platan kom út 1982. Hún segist ekki hafa neitt álit á Jackson sem manneskju í dag en þó komi ekki til greina að láta gjörðir hans eyðileggja þær gömlu, góðu minningar sem hún tengir við lögin hans. „Michael Jackson var náttúrlega orðinn mjög krípí þarna í lokin og ég hefði ekki skilið barnið mitt eftir í hans umsjá en ég kem mjög sennilega til með að blasta smellum eins og Thriller eða Farewell My Summer Love í einhverjum góðum partíum í framtíðinni án þess að hafa nokkurt samviskubit yfir því.“Ekki hægt að líta undan Hallgrímur Helgason rithöfundur heillaðist af tónlist Jacksons fyrir margt löngu en ætlar tæplega að ljá honum eyra framar. „Ég var aðdáandi en ætli maður veigri sér ekki við því að setja þetta á fóninn. Þetta er dálítið svakalegt en kemur kannski ekki beint á óvart,“ segir Hallgrímur. „Þetta er bara partur af öllu þessu #MeToo-dæmi. Fólk þarf að endurhugsa allt. Það er ekki hægt að líta undan,“ segir Hallgrímur þegar talið berst að minningum sem mörgum finnst nú mengaðar af brotum söngvarans. „Þetta er alltaf þessi eilífa spurning. Þetta er svipað álitamál og í sambandi við Eurovison. Getum við hugsað okkur að vera að skemmta okkur þarna við hliðina á hrikalegum mannréttindabrotum? Getum við hlustað á tónlist eftir barnaníðing? Getum við hlýtt á ræður fyrrverandi stjórnmálamanna sem eru sakaðir um kynferðislega áreitni? Og niðurstaðan er sú að gera það ekki. En það er satt að í sambandi við minningar fólks þá er þetta svolítið sárt svona, að fólk hafi verið að dilla sér á meðan hann var að stunda þetta.“ Hallgrímur segir að hvað hann sjálfan snerti „komi þetta nú kannski ekki að sök með Michael Jackson. Maður er nú nánast hættur að hlusta á þetta og hlustar meira á Víking Heiðar, orðinn þétt aldraður og svona,“ segir Hallgrímur og heldur því til haga að hann hafi ekki séð myndina en muni líklega láta verða af því, þótt heyra megi að áhuginn sé takmarkaður. „Maður kemst varla hjá því.“ Birtist í Fréttablaðinu Einu sinni var... Tónlist Tengdar fréttir BBC og NRK hætta að spila lög Michael Jackson Heimildarmyndin Leaving Neverland verður frumsýnd síðar í vikunni. 4. mars 2019 12:49 Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00 Tilfinningaþrungið viðtal Oprah Winfrey við mennina á bakvið Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO sýndi í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 11. mars 2019 16:30 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
Þótt Michael Jackson hafi í áratugi þótt stórundarlegur og lengi setið undir ásökunum um að hafa misnotað unga drengi kynferðislega er það fyrst núna sem goðið fellur af stalli með látum. Ásakanir á hendur honum í heimildarmyndinni Leaving Neverland þykja svo sannfærandi að ekki verði lengur litið undan. RÚV sýndi fyrri hluta myndarinnar í gærkvöld og sjálfsagt hefur áhorfið fengið á margan gamlan Jackson-aðdáandann enda ljóst að út um allan heim er þolinmæði fólks fyrir kynferðisbrotum og ofbeldi hinna ríku og frægu þrotin. Dyggir aðdáendur Jacksons eru þar engin undantekning og þeir sem Fréttablaðið ræddi við segjast sumir vart hafa geð í sér til þess að hlusta framar á lög hans sem áður voru í miklu uppáhaldi.Fólk er í sjokki Michael Jackson var skærasta poppstjarna níunda áratugarins, sem kenndur er við 80s, þegar hann heillaði heimsbyggðina með lögum eins og Billie Jean, Beat It, Bad, Dirty Diana, Smooth Criminal og auðvitað Thriller. Útvarpsmaðurinn og plötusnúðurinn Siggi Hlö er manna fróðastur um þetta tímabil tónlistarsögunnar og leikur 80s-tónlist við endalausar vinsældir í þætti sínum Veistu hver ég var? á Bylgjunni á laugardögum. „Ég finn alveg að vinsældir hans hafa dvínað,“ segir Siggi við Fréttablaðið. Mér finnst svosem enginn tala um þetta að ráði en fólk er auðvitað í sjokki yfir þessu. Mín kynslóð talar náttúrlega helst um hvernig hann varð alltaf furðulegri og furðulegri og það er nú oft þannig að þegar menn verða furðulegir út á við þá er kannski líka eitthvað að inn á við.“ Siggi segist þó sáttur við að hafa náð að sjá Jackson á tónleikum. „Mér fannst hann frábær sem listamaður en ef það reynist rétt sem talað er um þá er þetta alger viðbjóður,“ segir Siggi sem á ekki von á öðru en að Jackson verði sjaldheyrður á íslenskum öldum ljósvakans.Siggi Hlö.„Alger viðbjóður“ „Auðvitað hlýtur að verða erfitt að hlusta á hann af einhverri innlifun og maður kannski tónar hann niður af virðingu við aðra. Bylgjan hefur allavegana ekki tekið ákvörðun um að hætta að spila lögin hans, en BBC er hætt því.“ Og hvernig sem á allt er litið verður ekki horft fram hjá því að Jackson er risi í tónlistinni og setti sterkan svip á tónlistarheiminn í eina fjóra áratugi. „Þetta er hrikalega stórt skarð fyrir eitísið, að hætta að spila Jackson, en einhvers staðar verður maður náttúrlega að taka afstöðu,“ segir Siggi og bætir við að auðvitað hafi hann og aðrir fullkomna andstyggð á því sem Jackson er sakaður um og „þá þarf að sýna það í einhverju verki.“ Þá segist Siggi ekki eiga von á því að mikið verði hringt í hann og beðið um óskalög með Michael Jackson. „Þegar dömurnar hringja í mig úr pottinum þá eru þær alltaf búnar að halda lítinn fund rétt áður en símtalið á sér stað þannig að ef ein stingur upp á að beðið verði um Jackson kaffæra hinar hana örugglega,“ segir Hlö-maskínan og hlær.Fékk BAD í skóinn „Mér er í rauninni ekki brugðið. Þetta hefur alltaf verið í umræðunni,“ segir Birna Dröfn Jónasdóttir sem hefur verið Jackson-aðdáandi í áratugi. „En heimurinn er búinn að vera ótrúlega duglegur að leiða þetta hjá sér eins og gerist oft með frægt fólk,“ segir Birna Dröfn og kann Jackson litlar þakkir fyrir að hafa mengað ljúfar minningar tengdar tónlist hans. „Ég hugsa að mig langi ekki að hlusta á tónlistina hans. Ég held ég geti það einhvern veginn ekki með sömu eyrum og ég gerði, út af því að ég ber ekki virðingu fyrir honum,“ segir Birna Dröfn. „En ég get samt ekki afneitað því að hafa verið aðdáandi. Ég meina, þetta er góður tónlistarmaður sama hversu mikill fáviti hann er en það þýðir ekki að ég beri ennþá virðingu fyrir honum.“ Birna Dröfn segist hafa fengið BAD-plötuna í skóinn þegar hún var fjögurra ára eða svo. Síðan fékk hún leðurbuxur í jólagjöf og stóð í þeim uppi í gluggakistu og „ímyndaði mér að ég væri fyrir framan fullt af fólki á meðan ég dansaði við Michael Jackson. Hann er algjörlega að eyðileggja minningar.“ Birna Dröfn segir að sér finnist lögin hans ennþá góð og nefnir sérstaklega hið frábæra Dirty Diana, þá geti hún ekki hugsað sér að spila hvorki það né önnur. „Hjartað er ekki lengur á réttum stað. Hann á það eiginlega ekki skilið að við séum ennþá að hlusta.“Verður að horfa „Þetta er náttúrlega bara hræðilegt, sama hver gerir þetta og það á ekki að skipta neinu máli í svona aðstæðum,“ heldur Birna Dís áfram. „Og núna sjást vonandi bara breytingarnar sem hafa orðið í kjölfarið á #MeToo og öllu þessu. Að það skipti ekki lengur máli hver gerði þetta. Þetta er bara ekki boðlegt.“ Birna Dís segist ekki ætla að hlífa sér við því að horfa á Leaving Neverland. „Ég veit ekki hvort mig langar til þess en auðvitað geri ég það. Alveg eins og allir aðrir ættu að gera. Ekki af því að þetta er Michael Jackson heldur vegna þess að þetta skiptir máli og verður að vera í umræðunni og maður getur ekki sleppt því að horfa.“Anna Helgadóttir.Hætti ekki að blasta Thriller Anna Helgadóttir varð ákafur Jackson-aðdáandi þegar Thriller-platan kom út 1982. Hún segist ekki hafa neitt álit á Jackson sem manneskju í dag en þó komi ekki til greina að láta gjörðir hans eyðileggja þær gömlu, góðu minningar sem hún tengir við lögin hans. „Michael Jackson var náttúrlega orðinn mjög krípí þarna í lokin og ég hefði ekki skilið barnið mitt eftir í hans umsjá en ég kem mjög sennilega til með að blasta smellum eins og Thriller eða Farewell My Summer Love í einhverjum góðum partíum í framtíðinni án þess að hafa nokkurt samviskubit yfir því.“Ekki hægt að líta undan Hallgrímur Helgason rithöfundur heillaðist af tónlist Jacksons fyrir margt löngu en ætlar tæplega að ljá honum eyra framar. „Ég var aðdáandi en ætli maður veigri sér ekki við því að setja þetta á fóninn. Þetta er dálítið svakalegt en kemur kannski ekki beint á óvart,“ segir Hallgrímur. „Þetta er bara partur af öllu þessu #MeToo-dæmi. Fólk þarf að endurhugsa allt. Það er ekki hægt að líta undan,“ segir Hallgrímur þegar talið berst að minningum sem mörgum finnst nú mengaðar af brotum söngvarans. „Þetta er alltaf þessi eilífa spurning. Þetta er svipað álitamál og í sambandi við Eurovison. Getum við hugsað okkur að vera að skemmta okkur þarna við hliðina á hrikalegum mannréttindabrotum? Getum við hlustað á tónlist eftir barnaníðing? Getum við hlýtt á ræður fyrrverandi stjórnmálamanna sem eru sakaðir um kynferðislega áreitni? Og niðurstaðan er sú að gera það ekki. En það er satt að í sambandi við minningar fólks þá er þetta svolítið sárt svona, að fólk hafi verið að dilla sér á meðan hann var að stunda þetta.“ Hallgrímur segir að hvað hann sjálfan snerti „komi þetta nú kannski ekki að sök með Michael Jackson. Maður er nú nánast hættur að hlusta á þetta og hlustar meira á Víking Heiðar, orðinn þétt aldraður og svona,“ segir Hallgrímur og heldur því til haga að hann hafi ekki séð myndina en muni líklega láta verða af því, þótt heyra megi að áhuginn sé takmarkaður. „Maður kemst varla hjá því.“
Birtist í Fréttablaðinu Einu sinni var... Tónlist Tengdar fréttir BBC og NRK hætta að spila lög Michael Jackson Heimildarmyndin Leaving Neverland verður frumsýnd síðar í vikunni. 4. mars 2019 12:49 Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00 Tilfinningaþrungið viðtal Oprah Winfrey við mennina á bakvið Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO sýndi í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 11. mars 2019 16:30 Mest lesið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Sjá meira
BBC og NRK hætta að spila lög Michael Jackson Heimildarmyndin Leaving Neverland verður frumsýnd síðar í vikunni. 4. mars 2019 12:49
Lýsa grófum kynferðisbrotum Jackson í smáatriðum í nýrri heimildarmynd Fyrri hluti nýrrar heimildarmyndar um meint kynferðisbrot tónlistarmannsins Michael Jackson var sýndur á sjónvarpsstöðinni HBO í gærkvöldi en síðari hlutinn verður sýndur í kvöld. 4. mars 2019 14:00
Tilfinningaþrungið viðtal Oprah Winfrey við mennina á bakvið Leaving Neverland Tveir menn lýsa grófum kynferðisbrotum bandaríska söngvarans Michael Jacksons gegn þeim í nýrri heimildarmynd, Leaving Neverland, sem HBO sýndi í tveimur hlutum 3. og 4. mars. 11. mars 2019 16:30