Mótmæla fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu: „Við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir“ Jóhann K. Jóhannsson, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. mars 2019 21:56 Mótmælendur sem mótmælt hafa slæmum aðstæðum hælisleitenda á Íslandi á Austurvelli í dag hafa nú fært sig um set og standa nú fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu og viðhafa mótmæli sín þar. Um 50 til 60 manns hafa nú safnast saman fyrir utan lögreglustöðina. Eins og greint var frá fyrr í kvöld voru tveir mótmælendur handteknir við Austurvöll. Búið er að sleppa öðrum þeirra, Elínborgu Hörpu Önundardóttur, aktívista hjá No Borders Iceland. Hún segir handtökuna á sér ekki hafa verið réttmæta í þeim aðstæðum sem hún átti sér stað. „Við sátum öll á pappakössum því það var kalt og við vorum að reyna að hafa einangrun frá jörðinni. Lögreglan sagðist hafa haldið að við ætluðum að kveikja eld, við skýrðum það fyrir lögreglunni að við ætluðum ekki að kveikja eld heldur hafi þetta bara verið til þess að sitja á. Samt ákváðu þeir að ráðast að okkur og rífa okkur í burtu. Svo, áður en ég veit af er búið að handtaka mig og skella mér í jörðina.“ Elínborg segir að inni á lögreglustöðinni hafi hún verið sett í fangaklefa og „geymd þar“ uns rannsakandi kom og tók af henni skýrslu.Elínborg eftir að hafa verið sleppt úr haldi. Vísir/VilhelmHún segist gera ráð fyrir að sammótmælendur muni halda áfram að láta í sér heyra þar til stjórnvöld mæti kröfum þeirra. „Mér sýnist vera kraftur í fólkinu og við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir.“ Hún segir markmið mótmælanna hafa verið að fá fund með stjórnvöldum. Þann fund hafi verið búið að biðja um í bréfi sem skrifað var í samstarfi við Rauða krossinn fyrir þremur vikum, en ekkert svar hafi borist.„Við erum að mótmæla þessum handtökum“ Hildur Harðardóttir hjá samtökunum Ekki fleiri brottvísanir segir viðbrögð lögreglunnar, að notast við piparúða og handtaka tvo mótmælendur, hafa verið úr öllu samhengi við aðstæður. „Við vorum ekki að reyna að brenna bál, alls ekki. Þannig að núna erum við að mótmæla þessum handtökum.“ Hún segir mótmælendur hafa verið í sambandi við lögfræðinga vegna handtakanna tveggja.Vert er að taka fram að viðtalið við Hildi var tekið áður en Elínborgu var sleppt úr haldi.Uppfært klukkan 23:00 - Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu af vettvangi er mótmælendum að fækka og ekki hefur dregið til frekari tíðinda fyrir utan lögreglustöðina. Fréttamenn Vísis voru á vettvangi og tóku þessar ljósmyndir. Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var.Vísir/VilhelmFrelsinu feginn.Vísir/VihelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Jakob BjarnarVísir/Jói K Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira
Mótmælendur sem mótmælt hafa slæmum aðstæðum hælisleitenda á Íslandi á Austurvelli í dag hafa nú fært sig um set og standa nú fyrir utan lögreglustöðina við Hverfisgötu og viðhafa mótmæli sín þar. Um 50 til 60 manns hafa nú safnast saman fyrir utan lögreglustöðina. Eins og greint var frá fyrr í kvöld voru tveir mótmælendur handteknir við Austurvöll. Búið er að sleppa öðrum þeirra, Elínborgu Hörpu Önundardóttur, aktívista hjá No Borders Iceland. Hún segir handtökuna á sér ekki hafa verið réttmæta í þeim aðstæðum sem hún átti sér stað. „Við sátum öll á pappakössum því það var kalt og við vorum að reyna að hafa einangrun frá jörðinni. Lögreglan sagðist hafa haldið að við ætluðum að kveikja eld, við skýrðum það fyrir lögreglunni að við ætluðum ekki að kveikja eld heldur hafi þetta bara verið til þess að sitja á. Samt ákváðu þeir að ráðast að okkur og rífa okkur í burtu. Svo, áður en ég veit af er búið að handtaka mig og skella mér í jörðina.“ Elínborg segir að inni á lögreglustöðinni hafi hún verið sett í fangaklefa og „geymd þar“ uns rannsakandi kom og tók af henni skýrslu.Elínborg eftir að hafa verið sleppt úr haldi. Vísir/VilhelmHún segist gera ráð fyrir að sammótmælendur muni halda áfram að láta í sér heyra þar til stjórnvöld mæti kröfum þeirra. „Mér sýnist vera kraftur í fólkinu og við líðum ekki óréttlæti frekar en neinir aðrir.“ Hún segir markmið mótmælanna hafa verið að fá fund með stjórnvöldum. Þann fund hafi verið búið að biðja um í bréfi sem skrifað var í samstarfi við Rauða krossinn fyrir þremur vikum, en ekkert svar hafi borist.„Við erum að mótmæla þessum handtökum“ Hildur Harðardóttir hjá samtökunum Ekki fleiri brottvísanir segir viðbrögð lögreglunnar, að notast við piparúða og handtaka tvo mótmælendur, hafa verið úr öllu samhengi við aðstæður. „Við vorum ekki að reyna að brenna bál, alls ekki. Þannig að núna erum við að mótmæla þessum handtökum.“ Hún segir mótmælendur hafa verið í sambandi við lögfræðinga vegna handtakanna tveggja.Vert er að taka fram að viðtalið við Hildi var tekið áður en Elínborgu var sleppt úr haldi.Uppfært klukkan 23:00 - Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var úr haldi. Samkvæmt heimildum fréttastofu af vettvangi er mótmælendum að fækka og ekki hefur dregið til frekari tíðinda fyrir utan lögreglustöðina. Fréttamenn Vísis voru á vettvangi og tóku þessar ljósmyndir. Búið er að sleppa seinni mótmælandanum sem handekinn var.Vísir/VilhelmFrelsinu feginn.Vísir/VihelmVísir/VilhelmVísir/VilhelmVísir/Jakob BjarnarVísir/Jói K
Hælisleitendur Reykjavík Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Fleiri fréttir Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Sjá meira